Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fimm manna fjölskyldu verður vísað úr landi þrátt fyrir að móðirin sé talin í alvarlegri sjálfsvígshættu. Þetta er niðurstaða Kærunefndar útlendingamála, sem telur ástand móðurinnar ekki á því alvarleikastigi að fallast beri á veitingu dvalarleyfis á grundvelli mannúðarsjónarmiða, þótt vottorð um bráðasjálfsvígshættu liggi fyrir.

Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, í beinni útsendingu, en hún hefur fundað með formönnum flokkanna á Alþingi seinnipartinn í von um niðurstöðu um þinglok.

Í fréttunum fjöllum við líka um alvarlega stöðu bænda í Dalabyggð og heimsækjum hjón sem búa í tjaldi í garði hjá kunningja sínum og sjá enga aðra lausn á húsnæðisvanda sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×