Trump stoltur af NASCAR en reiður út í NFL Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2017 13:45 Á undanförnum dögum hafa mótmælin fengið mun meiri athygli en áður og má rekja það til tísta og ummæla Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að einhverjir áhorfendur hafi púað á þá íþróttamenn sem fóru niður á annað hnéið þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki í NFL-deildinni í gær. Hann segist vera stoltur af NASCAR og stuðningsmönnum íþróttarinnar. Þeir sætti sig ekki við að fáni Bandaríkjanna og ríkið sjálft sé „vanvirt“. Í röð tísta nú í morgunsárið lýsti forsetinn því ranglega yfir að umrædd mótmæli, að fara niður á annað hnéið, komi kynþáttafordómum ekkert við. Hann sagði málið snúa að virðingu fyrir Bandaríkjunum, þjóðsönginum og fánanum. Þá sagði Trump að forsvarsmenn NFL-deildarinnar yrðu að virða það.So proud of NASCAR and its supporters and fans. They won't put up with disrespecting our Country or our Flag - they said it loud and clear!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 25, 2017 Many people booed the players who kneeled yesterday (which was a small percentage of total). These are fans who demand respect for our Flag!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 25, 2017 The issue of kneeling has nothing to do with race. It is about respect for our Country, Flag and National Anthem. NFL must respect this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 25, 2017 #StandForOurAnthem— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 25, 2017 Coling Kaepernick, þáverandi leikmaður 49ers frá San Francisco byrjaði mótmælin í fyrra. Þeim hefur eingöngu verið ætlað að benda á og fordæma kynþáttahatur og mismunun lögreglu gagnvart þeldökkum. Nokkrir aðrir leikmenn gripu einnig til þess að fara niður á hnéið þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Kaepernick er nú samningslaus og hefur ekkert lið verið tilbúið til að gera samning við hann og er talið að rekja megi það til mótmæla hans. Á undanförnum dögum hafa mótmælin fengið mun meiri athygli en áður og má rekja það til tísta og ummæla Trump. Í rauninni byrjaði þetta á ummælum forsetans í Alabama á föstudaginn þar sem hann kallaði þá sem hafa mótmælt eins og Kaepernick „tíkarsyni“ og sagði að réttast væri að reka þá úr NFL-deildinni. Hann hvatti fólk til að yfirgefa leikvanga ef þau yrðu vitni að þessum mótmælum. Þá stigmagnaðist þetta þegar körfuboltaleikmaðurinn Stephen Curry neitaði boði um að fara í Hvíta húsið og hitta Donald Trump.Sjá einnig: Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Forsetinn brást reiður við því að sagði að heimsóknarboðið hefði verið dregið til baka. Í kjölfarið mótmæltu margir leikmenn NFL með því að fara niður á hnéið og aðrir læstu höndum saman í sameiningu. Eigendur NFL-liða hafa einnig gagnrýnt forsetann fyrir ummæli sín.Sjá einnig: Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaðurNokkrir leikmenn NFL segja skoðun sína.Eigendur NASCAR-liða eru þó ekki gagnrýnir á forsetann. Þess í stað hafa nokkrir þeirra lýst yfir stuðningi við þá kröfu forsetans að reka eigi þá sem mótmæla. Jafnvel ætti að reka þá úr landi. Einn eigandi NASCAR-liðs sagði að allir sem ynnu hjá sér ætti að bera virðingu fyrir Bandaríkjunum. „Svo margir hafa fórnað lífi sínu fyrir ríkinu. Þetta eru Bandaríkin,“ sagði Richard Childress. Einn frægur ökumaður sem er meðlimur frægðarhallar NASCAR, Richard Petty, sagði að reka ætti alla þá sem standa ekki þegar þjóðsöngurinn sé spilaður úr landi. „Hvað kom þeim þangað sem þeir eru? Jú, Bandaríkin,“ sagði Petty. Donald Trump segir skoðun sína ekki byggja á fordómum og að það geri mótmælin ekki heldur.En getur það verið rétt hjá forsetanum að kynþáttur komi málinu ekki við? Gagnrýni Trump hefur að mestu snúið að NFL- og NBA-deildunum þar sem þeldökkir leikmenn eru í meirihluta. Hins vegar eru fáir ef einhverjir þeldökkir ökumenn í NASCAR. Þá hefur forsetinn snúið smávægilegum og friðsömum mótmælum gegn kynþáttahatri upp í það að mótmælendurnir séu að vanvirða Bandaríkin. Eins og blaðamaður Washington Post bendir á hefur Trump ítrekað notast við orðalag sem rasistar og nýnasistar þekkja og er því sérstaklega miðað til þeirra. Hann talar til dæmis oft um „arfleifð okkar“ og sagði umrædd mótmæli meðal annars vera árás á þá arfleifð. Einnig má benda á það að Trump sagði fyrir nokkrum vikum að „margt gott fólk“ hefði verið meðal rasista og nýnasista sem gengu um götur Charlottesville en einn þeirra keyrði inn í hóp gagnmótmælenda og ung kona dó. Kaepernick og félaga kallar hann hins vegar tíkarsyni. Á vef Snopes er bent á að leikmenn NFL-deildarinnar þurftu ekki að standa á vellinum þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir en árið 2009. Þá segja reglur NFL-deildarinnar ekki til um að leikmönnum sé ætlað að standa á vellinum þegar þjóðsöngurinn er spilaður, heldur eru þeir hvattir til þess.Blaðamaður Boston Globe segir frá ummælum talsmanns NFL-deildarinnar. NFL spokesman Joe Lockhart: "Everyone should know, including the president, that this is what real locker room talk is."— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 Lockhart on Trump mocking NFL safety initiative: "These remarks represent someone who is out of touch and really does a great disservice"— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 Lockhart says there will be no discipline handed down to any player/team that didn't take the field for the national anthem— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 Lockhart on the next step: "This is about going from protest to progress. That's the foundational goal of all of this."— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 NFL hasn't had any direct communication with Trump. "If the president wants to engage in something that's productive, he has our number."— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 One thing the NFL won't do is consider discontinuing playing the national anthem before games— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að einhverjir áhorfendur hafi púað á þá íþróttamenn sem fóru niður á annað hnéið þegar þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki í NFL-deildinni í gær. Hann segist vera stoltur af NASCAR og stuðningsmönnum íþróttarinnar. Þeir sætti sig ekki við að fáni Bandaríkjanna og ríkið sjálft sé „vanvirt“. Í röð tísta nú í morgunsárið lýsti forsetinn því ranglega yfir að umrædd mótmæli, að fara niður á annað hnéið, komi kynþáttafordómum ekkert við. Hann sagði málið snúa að virðingu fyrir Bandaríkjunum, þjóðsönginum og fánanum. Þá sagði Trump að forsvarsmenn NFL-deildarinnar yrðu að virða það.So proud of NASCAR and its supporters and fans. They won't put up with disrespecting our Country or our Flag - they said it loud and clear!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 25, 2017 Many people booed the players who kneeled yesterday (which was a small percentage of total). These are fans who demand respect for our Flag!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 25, 2017 The issue of kneeling has nothing to do with race. It is about respect for our Country, Flag and National Anthem. NFL must respect this!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 25, 2017 #StandForOurAnthem— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 25, 2017 Coling Kaepernick, þáverandi leikmaður 49ers frá San Francisco byrjaði mótmælin í fyrra. Þeim hefur eingöngu verið ætlað að benda á og fordæma kynþáttahatur og mismunun lögreglu gagnvart þeldökkum. Nokkrir aðrir leikmenn gripu einnig til þess að fara niður á hnéið þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Kaepernick er nú samningslaus og hefur ekkert lið verið tilbúið til að gera samning við hann og er talið að rekja megi það til mótmæla hans. Á undanförnum dögum hafa mótmælin fengið mun meiri athygli en áður og má rekja það til tísta og ummæla Trump. Í rauninni byrjaði þetta á ummælum forsetans í Alabama á föstudaginn þar sem hann kallaði þá sem hafa mótmælt eins og Kaepernick „tíkarsyni“ og sagði að réttast væri að reka þá úr NFL-deildinni. Hann hvatti fólk til að yfirgefa leikvanga ef þau yrðu vitni að þessum mótmælum. Þá stigmagnaðist þetta þegar körfuboltaleikmaðurinn Stephen Curry neitaði boði um að fara í Hvíta húsið og hitta Donald Trump.Sjá einnig: Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Forsetinn brást reiður við því að sagði að heimsóknarboðið hefði verið dregið til baka. Í kjölfarið mótmæltu margir leikmenn NFL með því að fara niður á hnéið og aðrir læstu höndum saman í sameiningu. Eigendur NFL-liða hafa einnig gagnrýnt forsetann fyrir ummæli sín.Sjá einnig: Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaðurNokkrir leikmenn NFL segja skoðun sína.Eigendur NASCAR-liða eru þó ekki gagnrýnir á forsetann. Þess í stað hafa nokkrir þeirra lýst yfir stuðningi við þá kröfu forsetans að reka eigi þá sem mótmæla. Jafnvel ætti að reka þá úr landi. Einn eigandi NASCAR-liðs sagði að allir sem ynnu hjá sér ætti að bera virðingu fyrir Bandaríkjunum. „Svo margir hafa fórnað lífi sínu fyrir ríkinu. Þetta eru Bandaríkin,“ sagði Richard Childress. Einn frægur ökumaður sem er meðlimur frægðarhallar NASCAR, Richard Petty, sagði að reka ætti alla þá sem standa ekki þegar þjóðsöngurinn sé spilaður úr landi. „Hvað kom þeim þangað sem þeir eru? Jú, Bandaríkin,“ sagði Petty. Donald Trump segir skoðun sína ekki byggja á fordómum og að það geri mótmælin ekki heldur.En getur það verið rétt hjá forsetanum að kynþáttur komi málinu ekki við? Gagnrýni Trump hefur að mestu snúið að NFL- og NBA-deildunum þar sem þeldökkir leikmenn eru í meirihluta. Hins vegar eru fáir ef einhverjir þeldökkir ökumenn í NASCAR. Þá hefur forsetinn snúið smávægilegum og friðsömum mótmælum gegn kynþáttahatri upp í það að mótmælendurnir séu að vanvirða Bandaríkin. Eins og blaðamaður Washington Post bendir á hefur Trump ítrekað notast við orðalag sem rasistar og nýnasistar þekkja og er því sérstaklega miðað til þeirra. Hann talar til dæmis oft um „arfleifð okkar“ og sagði umrædd mótmæli meðal annars vera árás á þá arfleifð. Einnig má benda á það að Trump sagði fyrir nokkrum vikum að „margt gott fólk“ hefði verið meðal rasista og nýnasista sem gengu um götur Charlottesville en einn þeirra keyrði inn í hóp gagnmótmælenda og ung kona dó. Kaepernick og félaga kallar hann hins vegar tíkarsyni. Á vef Snopes er bent á að leikmenn NFL-deildarinnar þurftu ekki að standa á vellinum þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir en árið 2009. Þá segja reglur NFL-deildarinnar ekki til um að leikmönnum sé ætlað að standa á vellinum þegar þjóðsöngurinn er spilaður, heldur eru þeir hvattir til þess.Blaðamaður Boston Globe segir frá ummælum talsmanns NFL-deildarinnar. NFL spokesman Joe Lockhart: "Everyone should know, including the president, that this is what real locker room talk is."— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 Lockhart on Trump mocking NFL safety initiative: "These remarks represent someone who is out of touch and really does a great disservice"— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 Lockhart says there will be no discipline handed down to any player/team that didn't take the field for the national anthem— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 Lockhart on the next step: "This is about going from protest to progress. That's the foundational goal of all of this."— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 NFL hasn't had any direct communication with Trump. "If the president wants to engage in something that's productive, he has our number."— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017 One thing the NFL won't do is consider discontinuing playing the national anthem before games— Ben Volin (@BenVolin) September 25, 2017
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00