Í tilefni 150 ára afmæli dagblaðsins HD tók Tomas Nilsson blaðamaður saman 11 manna byrjunarlið yfir áhugaverðustu leikmenn sem spilað hafa fyrir Helsingborg IF.
Ólafur Ingi spilaði fyrir félagið á árunum 2007-09 og komst hann á blað hjá Nilsson. Með honum í liðinu er Erik Edman, einn besti varnarmaður Svía frá upphafi.
Alfreð Finnbogason er á varamannabekknum hjá Nilsson, en hann var á láni hjá félaginu árið 2012.
Áður talaði fréttin um að þetta væri samantekt fallegustu manna, því orðabók þýðir fyrirsögn hennar sem sætasta byrjunarliðið.
Olafur Skulason in the HIF starting 11 with most "swag". In company with among others Erik Edman, Swedish best left back of all time. pic.twitter.com/VVWd7HTIMZ
— Total Football (@totalfl) September 24, 2017