Hvað, ef og hefði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 06:00 Hvað gerist þegar ríkisstjórnir springa? Það fer auðvitað eftir tímapunktinum en í tilfelli fráfarandi stjórnar er ljóst að gríðarmikil vinna fer til spillis. Síðustu mánuðir hafa verið hálfgert undirbúningstímabil fyrir komandi þingvetur. Það tekur tíma fyrir nýkjörna alþingismenn og ráðherra að setja sig inn í flókin mál, undirbúa frumvörp og átta sig á hvaða reglugerðum þarf að breyta. Alþingi og ráðuneyti eru formfastir vinnustaðir sem þurfa að aðlagast þegar skipt er um fólk í brúnni. Atvinnulífið er auðvitað ekki undanskilið í þessum efnum því þegar ríkisstjórnir springa eða miklir umhleypingar verða í kjölfar kosninga hægist á öllu, fólk forðast óþarfa áhættu og margt fer aftur á byrjunarreit. Þjóðin borgar brúsann því okkur hinum tókst ekki að klára verkefnið sem við tókum að okkur. Í lýðræðisríkjum er þessi endurnýjun auðvitað að mörgu leyti heilbrigð, en líklega ekki á eins árs fresti. Ef við hefðum nú bara gert þetta svona og hitt hinsegin eru hugsanir sem lýsa ágætlega síðustu dögum. Hvernig hefðum við í ríkisstjórninni getað vandað okkur betur, átt í betri samskiptum, staðið þéttar saman? Það er auðvelt að vera vitur eftir á og lofa bót og betrun. Tækifærið er farið og kemur ekki aftur í sömu mynd. „Hefði þetta mál ekki sprengt stjórnina þá hefði eitthvað annað gert það,“ er eitthvað sem ég hef heyrt oft á síðustu dögum. En það var þetta mál sem sprengdi stjórnina og við skulum ekki vanmeta það, heldur horfast í augu við það og draga af því lærdóm. Vantraustið sem ríkir til stjórnmálanna gerir það að verkum að þolinmæði almennings gagnvart eigin kjörnum fulltrúum er afskaplega takmörkuð. Að mínu mati er eina leiðin fram á við að opna stjórnkerfið eins og kostur er í öllum málaflokkum. Að sýna fram á hið margumtalaða gagnsæi á borði en ekki bara í orði. Í myrkrinu leynist tortryggnin og leiðin til að eyða henni er að hleypa ljósinu inn og leyfa birtunni að flæða. Þá kemur traustið.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað gerist þegar ríkisstjórnir springa? Það fer auðvitað eftir tímapunktinum en í tilfelli fráfarandi stjórnar er ljóst að gríðarmikil vinna fer til spillis. Síðustu mánuðir hafa verið hálfgert undirbúningstímabil fyrir komandi þingvetur. Það tekur tíma fyrir nýkjörna alþingismenn og ráðherra að setja sig inn í flókin mál, undirbúa frumvörp og átta sig á hvaða reglugerðum þarf að breyta. Alþingi og ráðuneyti eru formfastir vinnustaðir sem þurfa að aðlagast þegar skipt er um fólk í brúnni. Atvinnulífið er auðvitað ekki undanskilið í þessum efnum því þegar ríkisstjórnir springa eða miklir umhleypingar verða í kjölfar kosninga hægist á öllu, fólk forðast óþarfa áhættu og margt fer aftur á byrjunarreit. Þjóðin borgar brúsann því okkur hinum tókst ekki að klára verkefnið sem við tókum að okkur. Í lýðræðisríkjum er þessi endurnýjun auðvitað að mörgu leyti heilbrigð, en líklega ekki á eins árs fresti. Ef við hefðum nú bara gert þetta svona og hitt hinsegin eru hugsanir sem lýsa ágætlega síðustu dögum. Hvernig hefðum við í ríkisstjórninni getað vandað okkur betur, átt í betri samskiptum, staðið þéttar saman? Það er auðvelt að vera vitur eftir á og lofa bót og betrun. Tækifærið er farið og kemur ekki aftur í sömu mynd. „Hefði þetta mál ekki sprengt stjórnina þá hefði eitthvað annað gert það,“ er eitthvað sem ég hef heyrt oft á síðustu dögum. En það var þetta mál sem sprengdi stjórnina og við skulum ekki vanmeta það, heldur horfast í augu við það og draga af því lærdóm. Vantraustið sem ríkir til stjórnmálanna gerir það að verkum að þolinmæði almennings gagnvart eigin kjörnum fulltrúum er afskaplega takmörkuð. Að mínu mati er eina leiðin fram á við að opna stjórnkerfið eins og kostur er í öllum málaflokkum. Að sýna fram á hið margumtalaða gagnsæi á borði en ekki bara í orði. Í myrkrinu leynist tortryggnin og leiðin til að eyða henni er að hleypa ljósinu inn og leyfa birtunni að flæða. Þá kemur traustið.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun