Dragic hreinlega táraðist þegar hann fékk NBA treyju Drazan Petrovic að gjöf frá móður Drazan en treyjan var frá því að Petrovic spilaði með New Jersey Nets í NBA-deildinni. Goran sagði hreint út að þetta væri besta gjöf sem hann hefði fengið en Drazan Petrovic var fyrirmynd hans.
Dragic var í sjónvarpsviðtali þegar hann fékk treyjuna og gat ekki haldið aftur af tilfinningum sínum.
Goran Dragic spilaði í treyju númer 3 á Evrópumótinu til heiðurs Drazan Petrovic sem dó í bílslysi á hápunkti ferils síns. Petrovic var skotbakvörður en hann varð eins og Dragic í ár, bæði Evrópumeistari og valinn besti leikmaður EM á Evrópumótinu 1989 þegar hann hjálpaði Júgóslavíu að vinna titilinn.
Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum á dögunum en Drazan Petrovic var með 28 stig í 98-77 sigri á Grikkjum í úrslitaleiknum í Zagreb 1989.
Árið 1989 var Slóvenía hluti af Júgóslavíu en titill Slóvena á sunnudagskvöldið var fyrsti Evrópumeistaratitillinn hjá fyrrum ríki gömlu Júgóslavíu eftir að landið skiptist upp.
Móðir Drazan Petrovic hefur haldið nafni sonar síns á lofti allar götur að hann lést árið 1993 þá aðeins 28 ára gamall.
Hér fyrir neðan má sjá þetta magnaða viðtal við Goran Dragic þegar hann fékk treyjuna af gjöf.