Eni Aluko, framherji Chelsea, sakaði Sampson um kynþáttafordóma í sinn garð meðan hún lék með enska landsliðinu.
Sampson á að hafa sagt við Aluko að passa að ættingjar hennar frá Nígeríu kæmu ekki með ebóluveiruna þegar þeir kæmu til Englands að horfa á spila landsleik.
![](https://www.visir.is/i/33B39B4D56F89A745150C881F519624A0B45F5BB5B3115477FAC5B14DBC92E72_390x0.jpg)
Aluko hélt því líka fram að enska knattspyrnusambandið hafi vitað af ummælum Sampsons í sinn garð síðan í nóvember 2016 en ekkert aðhafst í málinu.
Enska knattspyrnusambandið hefur framkvæmt tvær rannsóknir á málinu. Niðurstaða þeirra beggja var að Sampson væri saklaus.
Sampson tók við enska landsliðinu 2013 og kom því í undanúrslit á HM 2015 og EM 2017. Hann stýrði enska liðinu í síðasta sinn þegar það rústaði Rússum, 6-0, í undankeppni HM í gær.