Ekkert kosningabandalag flokkanna fimm Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2017 14:36 Frá stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna fimm eftir síðustu kosningar. vísir/eyþór Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Píratar en fyrir kosningarnar í fyrra buðu þeir síðastnefndu hinum flokkunum fjórum til stjórnarmyndunarviðræðna þannig að flokkarnir fimm myndu gera með sér einhvers konar bandalag. Tillaga Pírata hlaut ekki brautargengi og ekkert varð úr því að flokkarnir fimm mynduðu kosningabandalag þó að formenn Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata hafi vissulega fundað í aðdraganda kosninganna og rætt mögulega samstarfsfleti. Miðað við svör forystufólks flokkanna fimm nú er ekkert kosningabandalag í kortunum. Það hefur ekkert verið rætt á milli flokkanna og þá segir Þorsteinn Víglundsson, félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga nú. Það gerði hann einnig í fyrra.Vinstri græn fara í kosningarnar á sínum forsendum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn fari í kosningar á sínum forsendum. „Það eru fimm vikur til kosninga, við í Vinstri grænum erum að leggja af stað og við förum bara inn í þær kosningar á okkar forsendum. Tveir af þessum flokkum voru að leggja fram fjárlagafrumvarp sem er í algjörri andstöðu við okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún bætir við að sér fyndist skrýtið að mynda fimm flokka bandalag í ljósi aðstæðna. „Það liggur alveg fyrir hvar víglínan hefur legið. Það hefur verið ríkisstjórn hér í níu mánuði.“ Sjá einnig:Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segist ekki geta svarað því hvort honum hugnist kosningabandalag flokkanna fimm; hann hafi einfaldlega ekki hugsað það. „Það hefur ekki verið hefð fyrir slíkum bandalögum í íslenskum stjórnmálum og það er kannski bagalegt en kannski kúltúr sem er erfitt að breyta yfir nótt,“ segir Óttarr.„Ekki hægt að flokkur sem nýtur stuðnings 30 prósent þjóðarinnar sé í marga áratugi leiðandi í samfélagi“ Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati, sem lýst hefur yfir að hann muni gefa kost á sér í kosningum í október segir í samtali við Vísi að myndun kosningabandalags með flokkunum fjórum hafi ekki verið rædd af einhverri alvöru innan Pírata þar sem ekki hafi gefist næði til þess. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki svara því hvort honum hugnist að mynda fimm flokka bandalag þar sem það hafi ekkert verið rætt. „Aðalatriðið í augnablikinu er að hulunni verði svipt af þessari leyndarhyggju. Það eru næstu verkefni Alþingis og síðan verður einfaldlega tekist á um grundvallargildi í samfélaginu, meðal annars þau sem urðu ríkisstjórninni að falli,“ segir Logi.Þannig að þú lítur svo á að það sé ekki nauðsynlegt að mynda einhvers konar bandalag sem alvöru mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn, sem er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum? „Sjálfstæðisflokkurinn er með 25 til 30 prósenta fylgi og það er ekki hægt að flokkur sem nýtur stuðnings 30 prósent þjóðarinnar sé í marga áratugi leiðandi í samfélagi.“Einhvern veginn fer það samt alltaf þannig í kosningum. „Þetta snýst líka um það sem menn gera eftir kosningar. Það þarf ekki að vera þannig. Ef það er 70 prósent þingstyrkur fyrir einhverju öðru þá hljóta menn að íhuga vel að virkja hann.“ Þorsteinn Víglundsson segir að Viðreisn vilji ganga óbundin til kosninga og gefa kjósendum skýran valkost. „Ég held sér í lagi í þessari flóknu stöðu sem uppi er í stjórnmálunum í dag, og ég hygg að verði áfram nokkuð flókin eftir kosningar, að þá sé bara mjög gott að menn nálgist viðfangsefnið af ábyrgð, bæði gefa kjósendum skýra kosti og ekki fyrirfram læsa sig í einhverjar fylkingar eða bandalög,“ segir Þorsteinn. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Þingflokksformanni Pírata þykir of geyst farið í kosningar. Fimm flokka stjórn hafi verið möguleiki. Fólk á þingi segist hafa talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna en formaður flokksins segir þann möguleika aldrei hafa komið upp. 20. september 2017 06:00 Meirihluti vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, eða 57 prósent, vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. 20. september 2017 13:03 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Ekki er útlit fyrir að flokkarnir fimm sem fóru í stjórnarmyndunarviðræður eftir síðustu Alþingiskosningar myndi einhvers konar bandalag fyrir kosningar nú. Flokkarnir sem um ræðir eru Samfylkingin, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð og Píratar en fyrir kosningarnar í fyrra buðu þeir síðastnefndu hinum flokkunum fjórum til stjórnarmyndunarviðræðna þannig að flokkarnir fimm myndu gera með sér einhvers konar bandalag. Tillaga Pírata hlaut ekki brautargengi og ekkert varð úr því að flokkarnir fimm mynduðu kosningabandalag þó að formenn Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Pírata hafi vissulega fundað í aðdraganda kosninganna og rætt mögulega samstarfsfleti. Miðað við svör forystufólks flokkanna fimm nú er ekkert kosningabandalag í kortunum. Það hefur ekkert verið rætt á milli flokkanna og þá segir Þorsteinn Víglundsson, félags-og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum að flokkurinn gangi óbundinn til kosninga nú. Það gerði hann einnig í fyrra.Vinstri græn fara í kosningarnar á sínum forsendum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að flokkurinn fari í kosningar á sínum forsendum. „Það eru fimm vikur til kosninga, við í Vinstri grænum erum að leggja af stað og við förum bara inn í þær kosningar á okkar forsendum. Tveir af þessum flokkum voru að leggja fram fjárlagafrumvarp sem er í algjörri andstöðu við okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við Vísi. Hún bætir við að sér fyndist skrýtið að mynda fimm flokka bandalag í ljósi aðstæðna. „Það liggur alveg fyrir hvar víglínan hefur legið. Það hefur verið ríkisstjórn hér í níu mánuði.“ Sjá einnig:Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segist ekki geta svarað því hvort honum hugnist kosningabandalag flokkanna fimm; hann hafi einfaldlega ekki hugsað það. „Það hefur ekki verið hefð fyrir slíkum bandalögum í íslenskum stjórnmálum og það er kannski bagalegt en kannski kúltúr sem er erfitt að breyta yfir nótt,“ segir Óttarr.„Ekki hægt að flokkur sem nýtur stuðnings 30 prósent þjóðarinnar sé í marga áratugi leiðandi í samfélagi“ Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati, sem lýst hefur yfir að hann muni gefa kost á sér í kosningum í október segir í samtali við Vísi að myndun kosningabandalags með flokkunum fjórum hafi ekki verið rædd af einhverri alvöru innan Pírata þar sem ekki hafi gefist næði til þess. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki svara því hvort honum hugnist að mynda fimm flokka bandalag þar sem það hafi ekkert verið rætt. „Aðalatriðið í augnablikinu er að hulunni verði svipt af þessari leyndarhyggju. Það eru næstu verkefni Alþingis og síðan verður einfaldlega tekist á um grundvallargildi í samfélaginu, meðal annars þau sem urðu ríkisstjórninni að falli,“ segir Logi.Þannig að þú lítur svo á að það sé ekki nauðsynlegt að mynda einhvers konar bandalag sem alvöru mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn, sem er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, stærsti flokkur landsins samkvæmt skoðanakönnunum? „Sjálfstæðisflokkurinn er með 25 til 30 prósenta fylgi og það er ekki hægt að flokkur sem nýtur stuðnings 30 prósent þjóðarinnar sé í marga áratugi leiðandi í samfélagi.“Einhvern veginn fer það samt alltaf þannig í kosningum. „Þetta snýst líka um það sem menn gera eftir kosningar. Það þarf ekki að vera þannig. Ef það er 70 prósent þingstyrkur fyrir einhverju öðru þá hljóta menn að íhuga vel að virkja hann.“ Þorsteinn Víglundsson segir að Viðreisn vilji ganga óbundin til kosninga og gefa kjósendum skýran valkost. „Ég held sér í lagi í þessari flóknu stöðu sem uppi er í stjórnmálunum í dag, og ég hygg að verði áfram nokkuð flókin eftir kosningar, að þá sé bara mjög gott að menn nálgist viðfangsefnið af ábyrgð, bæði gefa kjósendum skýra kosti og ekki fyrirfram læsa sig í einhverjar fylkingar eða bandalög,“ segir Þorsteinn.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Þingflokksformanni Pírata þykir of geyst farið í kosningar. Fimm flokka stjórn hafi verið möguleiki. Fólk á þingi segist hafa talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna en formaður flokksins segir þann möguleika aldrei hafa komið upp. 20. september 2017 06:00 Meirihluti vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, eða 57 prósent, vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. 20. september 2017 13:03 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn Þingflokksformanni Pírata þykir of geyst farið í kosningar. Fimm flokka stjórn hafi verið möguleiki. Fólk á þingi segist hafa talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna en formaður flokksins segir þann möguleika aldrei hafa komið upp. 20. september 2017 06:00
Meirihluti vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, eða 57 prósent, vill sjá Vinstri græn í nýrri ríkisstjórn. 20. september 2017 13:03