Samrunahrina í ferðaþjónustu eftir að hafa spennt bogann of hátt Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. september 2017 07:30 Ferðaþjónustan stendur um margt á tímamótum um þessar mundir. Fyrirséð er að mörg ferðaþjónustufyrirtæki verði að bregðast við erfiðu rekstrarumhverfi með hagræðingu í rekstri og sameiningum. Fréttablaðið/Vilhelm Eftir fordæmalausan vöxt á umliðnum árum er fyrirséð að fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa nú að bregðast við breyttu og erfiðara rekstrarumhverfi. Hægari vöxtur í komum ferðamanna, miklar launahækkanir, sterkt gengi íslensku krónunnar og boðaðar skattahækkanir ógna afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja, ekki síst minni fyrirtækja á landsbyggðinni, og valda því að æ fleiri fyrirtæki leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki horfa nú til erlendra fjárfesta til þess að fá aukið fjármagn til að takast á við mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. Þá benda áætlanir Samtaka ferðaþjónustunnar til þess að framlegð fyrirtækja í öllum tegundum ferðaþjónustu hafi versnað í fyrra. „Ég gæti vel trúað því að það verði meira um sameiningar á næstunni. Það kæmi ekki á óvart,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Eitt af því sem fyrirtækin gera til þess að bregðast við breyttu umhverfi er að hagræða í rekstri og skoða mögulegar sameiningar,“ nefnir hún. Undir það tekur Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. „Aukin umsvif ferðaþjónustunnar hafa frekar orðið með fleiri fyrirtækjum, heldur en stærri fyrirtækjum, og því kæmi ekki á óvart ef við ættum eftir að heyra fleiri fregnir af frekari sameiningum,“ segir hann. Viðmælandi Markaðarins, sem hefur mikla reynslu af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, segir of mörg fyrirtæki starfandi í greininni. Mörg þeirra hafi spennt bogann of hátt og þurfi, nú þegar hægst hafi á vexti ferðaþjónustunnar, að súpa seyðið af því. „Þegar afkoman dregst svona saman verður reksturinn auðvitað erfiðari og fara fyrirtækin þá eðlilega að leita leiða til að lækka kostnað og gera reksturinn hagkvæmari. Eitt af þeim tólum sem þau hafa er að skoða sameiningar og nýta samlegðaráhrif til að lækka rekstrarkostnað,“ segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures."Þegar ferðamönnum fór að fjölga svona gríðarlega fyrir nokkrum árum spruttu upp alls konar fyrirtæki sem reyndu að svara þessari miklu eftirspurn og bregðast við vextinum," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Mörg fyrirtæki til sölu Heimildir Markaðarins herma að eigendur fjölmargra innlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu leiti nú eftir því að selja annaðhvort fyrirtækin í heild eða að hluta til erlendra fjárfesta. Fjármálafyrirtæki á borð við GAMMA vinna nú að því að finna erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í innlendum ferðaþjónustufyrirtækjum. Viðmælandi Markaðarins, sem þekkir vel til mála, segir ástæðuna meðal annars þá að mörg fyrirtæki þurfi nú meira fjármagn til þess að takast á við mikinn vöxt í komum ferðamanna. Dæmigert ferðaþjónustufyrirtæki hafi hingað til verið í ætt við eins konar einyrkjastarfsemi, en slík starfsemi sé ekki lengur sjálfbær. Auk þess hafi Ísland, og þá ekki síst ferðaþjónustan, vakið mikla athygli erlendra fjárfesta sem vilji gjarnan taka þátt í uppbyggingu greinar sem er enn í örum vexti. Í því sambandi má nefna að Blackstone, einn þekktasti fjárfestingasjóður heims, sýndi áhuga á að kaupa 30 prósenta hlut í Bláa lóninu í sumar fyrir rúmlega 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af kaupunum. Hann telur aðkomu erlendra fjárfesta að ferðaþjónustu kærkomna og Íslendingum til bóta. Ef bakslag kæmi einhverra hluta vegna í greinina myndu erlendu fjárfestarnir deila tapinu með okkur.Mikið hefur borið á sameiningum í ferðaþjónustu, langsamlega stærstu útflutningsgrein landsins, að undanförnu. Sem dæmi var nýverið tilkynnt um kaup Iceland Travel, sem er í eigu Icelandair Group, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, á rútufyrirtækinu Allrahanda GL, sem starfar hér á landi undir merkjum Gray Line. Fyrr í sumar bárust fregnir af kaupum fjárfestingasjóðsins Eldeyjar, sem er í stýringu Íslandssjóðs, og Íslenskra fjallaleiðsögumanna á Arcanum ferðaþjónustu, en áður hafði Eldey keypt hlut í Norðursiglingu á Húsavík og Fontana á Laugarvatni. Annar fjárfestingarsjóður, Horn III, í stýringu Landsbréfa, festi síðasta haust kaup á Hagvögnum og Hópbílum fyrir rúma 2,3 milljarða króna. Einnig má nefna nýleg kaup Arctic Adventures á Extreme Iceland, en bæði félög sérhæfa sig í afþreyingarferðum fyrir ferðamenn. Alls hefur fyrrnefnda félagið keypt átta félög á undanförnum árum.Tímamót í ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir eðlilegt – nú þegar hægist á vexti ferðaþjónustunnar – að fyrirtæki í atvinnugreininni reyni að leita leiða til þess að ná fram frekari hagræðingu, til dæmis með sameiningum. „Það er ósköp eðlilegt í grein sem hefur vaxið eins hratt og ferðaþjónustan. Þegar ferðamönnum fór að fjölga svona gríðarlega fyrir nokkrum árum spruttu upp alls konar fyrirtæki sem reyndu að svara þessari miklu eftirspurn og bregðast við vextinum. Þá var gengi krónunnar auk þess nokkuð lágt."Mörg fyrirtæki eru tiltölulega skuldsett og hafa á sama tíma þurft að takast á við miklar launahækkanir og gengisstyrkingu," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Núna blasir hins vegar önnur mynd við. Gengi krónunnar hefur hækkað og hægst hefur á vextinum. Ferðamönnum hefur kannski ekki fækkað, en þeir eru farnir að eyða minna og dvelja skemur. Og þá er ekki óeðlilegt að við taki ákveðið tímabil þar sem fyrirtækin reyna að hagræða og skipuleggja reksturinn upp á nýtt. Það tímabil virðist gengið í garð,“ segir hann. Ferðamenn hafi á undanförnum mánuðum áttað sig á því að Ísland sé orðið dýrt land og brugðist við með því að skipuleggja ferðir sínar með það í huga að reyna að eyða sem minnstu og stytta heimsóknir. Áhrifanna gæti víða, ekki síst í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Konráð segir afkomu innan greinarinnar í ár og í fyrra hafa heilt yfir verið góða. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að fjöldi ferðamanna hefur næstum því tvöfaldast á þessum tveimur árum. Fjölgunin hefur að einhverju leyti vegið á móti til að mynda vaxandi launakostnaði og sterkara gengi.“ Samkvæmt nýrri úttekt greiningardeildar Arion banka hefur afkoma innan ferðaþjónustunnar verið góð síðustu ár og betri en í öðrum atvinnugreinum. Samhliða batnandi afkomu hefur fjárhagsstaða ferðaþjónustufyrirtækja batnað. Í úttektinni kemur meðal annars fram að ávöxtun eigin fjár hjá bílaleigum hafi verið yfir fimmtíu prósent árið 2015 og batnað verulega á milli ára. Engu að síður var eiginfjárhlutfall bílaleiga afar lágt eða undir tíu prósentum. Til samanburðar var ávöxtun eigin fjár rétt undir þrjátíu prósentum hjá ferðaþjónustunni í heild og eiginfjárhlutfallið liðlega 25 prósent. Athygli vekur að ávöxtun eigin fjár gististaða versnaði verulega árið 2015 og nam þá rétt rúmlega tíu prósentum, borið saman við um þrjátíu prósent árið 2014.Konráð segir að blikur séu á lofti. Breyttar aðstæður með sterku gengi, hærri launakostnaði, hægari vexti í fjölda ferðamanna og mögulegum hækkunum á virðisaukaskatti muni reynast mikil áskorun fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki. Jafnvel sé óvíst hvort sum fyrirtæki, sér í lagi minni gististaðir á landsbyggðinni, geti ráðið við slíkar breytingar. „Það mun reyna enn þá meira á rekstur ferðaþjónustunnar næstu árin. Afkoman virðist heilt yfir vera í lagi, en helstu áhrifaþættirnir eru hins vegar að þróast til verri vegar miðað við okkar spár. Boðaðar hafa verið hækkanir á virðisaukaskatti, laun munu halda áfram að hækka, gengi krónunnar verður líklega enn sterkt og fjölgun ferðamanna hægari en áður. Þetta eru verulegar áskoranir sem fyrirtækin þurfa að takast á við.“Versnandi afkoma Í úttekt greiningardeildarinnar er sérstaklega bent á að launakostnaður hafi vaxið hraðar en tekjur í ferðaþjónustu undanfarin ár og það sé ein helsta ástæða þess að afkoma greinarinnar fari versnandi. Samkvæmt áætlunum Samtaka ferðaþjónustunnar fór framlegð fyrirtækja í öllum tegundum ferðaþjónustu auk þess lækkandi í fyrra. Í könnun sem samtökin gerðu meðal félagsmanna sinna um allt land í apríl síðastliðnum kom fram að 73 prósent fyrirtækjanna teldu þau þegar hafa horft upp á lækkandi arðsemi. „Fjölgun ferðamanna hefur farið minnkandi en það sem meira er, þá hefur neyslumynstur þeirra breyst mikið. Þeir dvelja ekki eins lengi hér á landi og neyta ekki í sama mæli og áður. Þeir eru með öðrum orðum að spara við sig, svo sem í neyslu og afþreyingu, meðal annars vegna sterks gengis,“ segir Helga.Hún bendir á að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi fjárfest verulega síðustu misseri til þess að byggja upp innviði til þess að taka á móti öllum þeim ferðamönnum sem sótt hafa landið heim. Hrósa megi fyrirtækjunum fyrir það. „En á sama tíma eru þau viðkvæmari en áður fyrir áföllum. Mörg fyrirtæki eru tiltölulega skuldsett og hafa á sama tíma þurft að takast á við miklar launahækkanir og gengisstyrkingu. Það eru ákveðnar blikur á lofti og mörg fyrirtæki hafa áhyggjur af stöðunni.“ Ekki sé óeðlilegt að við slíkar aðstæður reyni fyrirtækin að leita leiða til þess að bregðast við og hagræða í rekstri. „Við fundum fyrir því í vor að það voru ákveðin teikn á lofti. Það hefur raungerst í sumar og þess vegna er ekki óeðlilegt að fyrirtæki hafi áhyggjur. En það er ekki síður mikilvægt að það náist meiri stöðugleiki í rekstrarumhverfi atvinnugreinarinnar. Rekstrarumhverfið hefur verið gríðarlega óstöðugt undanfarið og það hefur reynst fyrirtækjunum erfitt.“Skattahækkanir mesta ógnin Jón Þór segir ljóst að gengisstyrking krónunnar sem og miklar kostnaðarhækkanir, þar á meðal launa- og skattahækkanir, ógni afkomu margra fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Ég held að mörg fyrirtæki, sem hafa gengið í gegnum uppbyggingarfasa undanfarin ár og séð fram á batnandi afkomu, horfi núna upp á samdrátt og versnandi afkomu. Vöxtur greinarinnar hefur verið mikill síðustu ár og hafa fyrirtæki þurft að ráðast í miklar fjárfestingar til þess að halda í við hann.“ Þegar afkoman dragist saman leiti fyrirtækin leiða til að lækka kostnað, meðal annars með því að skoða sameiningar. „Við sjáum að þessi þróun er nú að eiga sér stað innan ferðaþjónustunnar og tel ég mjög líklegt að það verði meira um sameiningar á næstu árum.“"Mesta ógnin við rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu er hins vegar græðgi hins opinbera," segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures.Jón Þór segir rekstur Arctic Adventures ganga vel og framtíðarhorfur vera góðar. „Ég hef trú á því að ferðaþjónustan muni halda áfram að vaxa, þó hægar en hingað til, og að ferðamenn haldi áfram að koma hingað til lands. Mesta ógnin við rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu er hins vegar græðgi hins opinbera. Stjórnvöld hafa boðað gríðarlegar álögur á ferðaþjónustuna og þá er ég ekki aðeins að tala um boðaða hækkun á virðisaukaskatti, heldur einnig til dæmis nýja skatta í þjóðgörðunum. Ef fram heldur sem horfir munu fyrirtæki horfa fram á milljóna ef ekki tugmilljóna kostnaðarhækkanir. Einhver fyrirtæki, og þá sér í lagi þau minni og fyrirtæki á landsbyggðinni, munu illa ráða við þær. Ef þessar skattahækkanirnar verða að veruleika spái ég því að það verði einhver gjaldþrot í greininni.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Eftir fordæmalausan vöxt á umliðnum árum er fyrirséð að fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa nú að bregðast við breyttu og erfiðara rekstrarumhverfi. Hægari vöxtur í komum ferðamanna, miklar launahækkanir, sterkt gengi íslensku krónunnar og boðaðar skattahækkanir ógna afkomu margra ferðaþjónustufyrirtækja, ekki síst minni fyrirtækja á landsbyggðinni, og valda því að æ fleiri fyrirtæki leita nú allra leiða til þess að hagræða í rekstri og sameinast öðrum fyrirtækjum. Mörg ferðaþjónustufyrirtæki horfa nú til erlendra fjárfesta til þess að fá aukið fjármagn til að takast á við mikinn vöxt ferðaþjónustunnar. Þá benda áætlanir Samtaka ferðaþjónustunnar til þess að framlegð fyrirtækja í öllum tegundum ferðaþjónustu hafi versnað í fyrra. „Ég gæti vel trúað því að það verði meira um sameiningar á næstunni. Það kæmi ekki á óvart,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Eitt af því sem fyrirtækin gera til þess að bregðast við breyttu umhverfi er að hagræða í rekstri og skoða mögulegar sameiningar,“ nefnir hún. Undir það tekur Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur í greiningardeild Arion banka. „Aukin umsvif ferðaþjónustunnar hafa frekar orðið með fleiri fyrirtækjum, heldur en stærri fyrirtækjum, og því kæmi ekki á óvart ef við ættum eftir að heyra fleiri fregnir af frekari sameiningum,“ segir hann. Viðmælandi Markaðarins, sem hefur mikla reynslu af rekstri ferðaþjónustufyrirtækja, segir of mörg fyrirtæki starfandi í greininni. Mörg þeirra hafi spennt bogann of hátt og þurfi, nú þegar hægst hafi á vexti ferðaþjónustunnar, að súpa seyðið af því. „Þegar afkoman dregst svona saman verður reksturinn auðvitað erfiðari og fara fyrirtækin þá eðlilega að leita leiða til að lækka kostnað og gera reksturinn hagkvæmari. Eitt af þeim tólum sem þau hafa er að skoða sameiningar og nýta samlegðaráhrif til að lækka rekstrarkostnað,“ segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures."Þegar ferðamönnum fór að fjölga svona gríðarlega fyrir nokkrum árum spruttu upp alls konar fyrirtæki sem reyndu að svara þessari miklu eftirspurn og bregðast við vextinum," segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.Mörg fyrirtæki til sölu Heimildir Markaðarins herma að eigendur fjölmargra innlendra fyrirtækja í ferðaþjónustu leiti nú eftir því að selja annaðhvort fyrirtækin í heild eða að hluta til erlendra fjárfesta. Fjármálafyrirtæki á borð við GAMMA vinna nú að því að finna erlenda fjárfesta til þess að kaupa hlut í innlendum ferðaþjónustufyrirtækjum. Viðmælandi Markaðarins, sem þekkir vel til mála, segir ástæðuna meðal annars þá að mörg fyrirtæki þurfi nú meira fjármagn til þess að takast á við mikinn vöxt í komum ferðamanna. Dæmigert ferðaþjónustufyrirtæki hafi hingað til verið í ætt við eins konar einyrkjastarfsemi, en slík starfsemi sé ekki lengur sjálfbær. Auk þess hafi Ísland, og þá ekki síst ferðaþjónustan, vakið mikla athygli erlendra fjárfesta sem vilji gjarnan taka þátt í uppbyggingu greinar sem er enn í örum vexti. Í því sambandi má nefna að Blackstone, einn þekktasti fjárfestingasjóður heims, sýndi áhuga á að kaupa 30 prósenta hlut í Bláa lóninu í sumar fyrir rúmlega 11 milljarða króna. Ekkert varð hins vegar af kaupunum. Hann telur aðkomu erlendra fjárfesta að ferðaþjónustu kærkomna og Íslendingum til bóta. Ef bakslag kæmi einhverra hluta vegna í greinina myndu erlendu fjárfestarnir deila tapinu með okkur.Mikið hefur borið á sameiningum í ferðaþjónustu, langsamlega stærstu útflutningsgrein landsins, að undanförnu. Sem dæmi var nýverið tilkynnt um kaup Iceland Travel, sem er í eigu Icelandair Group, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, á rútufyrirtækinu Allrahanda GL, sem starfar hér á landi undir merkjum Gray Line. Fyrr í sumar bárust fregnir af kaupum fjárfestingasjóðsins Eldeyjar, sem er í stýringu Íslandssjóðs, og Íslenskra fjallaleiðsögumanna á Arcanum ferðaþjónustu, en áður hafði Eldey keypt hlut í Norðursiglingu á Húsavík og Fontana á Laugarvatni. Annar fjárfestingarsjóður, Horn III, í stýringu Landsbréfa, festi síðasta haust kaup á Hagvögnum og Hópbílum fyrir rúma 2,3 milljarða króna. Einnig má nefna nýleg kaup Arctic Adventures á Extreme Iceland, en bæði félög sérhæfa sig í afþreyingarferðum fyrir ferðamenn. Alls hefur fyrrnefnda félagið keypt átta félög á undanförnum árum.Tímamót í ferðaþjónustu Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir eðlilegt – nú þegar hægist á vexti ferðaþjónustunnar – að fyrirtæki í atvinnugreininni reyni að leita leiða til þess að ná fram frekari hagræðingu, til dæmis með sameiningum. „Það er ósköp eðlilegt í grein sem hefur vaxið eins hratt og ferðaþjónustan. Þegar ferðamönnum fór að fjölga svona gríðarlega fyrir nokkrum árum spruttu upp alls konar fyrirtæki sem reyndu að svara þessari miklu eftirspurn og bregðast við vextinum. Þá var gengi krónunnar auk þess nokkuð lágt."Mörg fyrirtæki eru tiltölulega skuldsett og hafa á sama tíma þurft að takast á við miklar launahækkanir og gengisstyrkingu," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.Núna blasir hins vegar önnur mynd við. Gengi krónunnar hefur hækkað og hægst hefur á vextinum. Ferðamönnum hefur kannski ekki fækkað, en þeir eru farnir að eyða minna og dvelja skemur. Og þá er ekki óeðlilegt að við taki ákveðið tímabil þar sem fyrirtækin reyna að hagræða og skipuleggja reksturinn upp á nýtt. Það tímabil virðist gengið í garð,“ segir hann. Ferðamenn hafi á undanförnum mánuðum áttað sig á því að Ísland sé orðið dýrt land og brugðist við með því að skipuleggja ferðir sínar með það í huga að reyna að eyða sem minnstu og stytta heimsóknir. Áhrifanna gæti víða, ekki síst í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Konráð segir afkomu innan greinarinnar í ár og í fyrra hafa heilt yfir verið góða. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að fjöldi ferðamanna hefur næstum því tvöfaldast á þessum tveimur árum. Fjölgunin hefur að einhverju leyti vegið á móti til að mynda vaxandi launakostnaði og sterkara gengi.“ Samkvæmt nýrri úttekt greiningardeildar Arion banka hefur afkoma innan ferðaþjónustunnar verið góð síðustu ár og betri en í öðrum atvinnugreinum. Samhliða batnandi afkomu hefur fjárhagsstaða ferðaþjónustufyrirtækja batnað. Í úttektinni kemur meðal annars fram að ávöxtun eigin fjár hjá bílaleigum hafi verið yfir fimmtíu prósent árið 2015 og batnað verulega á milli ára. Engu að síður var eiginfjárhlutfall bílaleiga afar lágt eða undir tíu prósentum. Til samanburðar var ávöxtun eigin fjár rétt undir þrjátíu prósentum hjá ferðaþjónustunni í heild og eiginfjárhlutfallið liðlega 25 prósent. Athygli vekur að ávöxtun eigin fjár gististaða versnaði verulega árið 2015 og nam þá rétt rúmlega tíu prósentum, borið saman við um þrjátíu prósent árið 2014.Konráð segir að blikur séu á lofti. Breyttar aðstæður með sterku gengi, hærri launakostnaði, hægari vexti í fjölda ferðamanna og mögulegum hækkunum á virðisaukaskatti muni reynast mikil áskorun fyrir mörg ferðaþjónustufyrirtæki. Jafnvel sé óvíst hvort sum fyrirtæki, sér í lagi minni gististaðir á landsbyggðinni, geti ráðið við slíkar breytingar. „Það mun reyna enn þá meira á rekstur ferðaþjónustunnar næstu árin. Afkoman virðist heilt yfir vera í lagi, en helstu áhrifaþættirnir eru hins vegar að þróast til verri vegar miðað við okkar spár. Boðaðar hafa verið hækkanir á virðisaukaskatti, laun munu halda áfram að hækka, gengi krónunnar verður líklega enn sterkt og fjölgun ferðamanna hægari en áður. Þetta eru verulegar áskoranir sem fyrirtækin þurfa að takast á við.“Versnandi afkoma Í úttekt greiningardeildarinnar er sérstaklega bent á að launakostnaður hafi vaxið hraðar en tekjur í ferðaþjónustu undanfarin ár og það sé ein helsta ástæða þess að afkoma greinarinnar fari versnandi. Samkvæmt áætlunum Samtaka ferðaþjónustunnar fór framlegð fyrirtækja í öllum tegundum ferðaþjónustu auk þess lækkandi í fyrra. Í könnun sem samtökin gerðu meðal félagsmanna sinna um allt land í apríl síðastliðnum kom fram að 73 prósent fyrirtækjanna teldu þau þegar hafa horft upp á lækkandi arðsemi. „Fjölgun ferðamanna hefur farið minnkandi en það sem meira er, þá hefur neyslumynstur þeirra breyst mikið. Þeir dvelja ekki eins lengi hér á landi og neyta ekki í sama mæli og áður. Þeir eru með öðrum orðum að spara við sig, svo sem í neyslu og afþreyingu, meðal annars vegna sterks gengis,“ segir Helga.Hún bendir á að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafi fjárfest verulega síðustu misseri til þess að byggja upp innviði til þess að taka á móti öllum þeim ferðamönnum sem sótt hafa landið heim. Hrósa megi fyrirtækjunum fyrir það. „En á sama tíma eru þau viðkvæmari en áður fyrir áföllum. Mörg fyrirtæki eru tiltölulega skuldsett og hafa á sama tíma þurft að takast á við miklar launahækkanir og gengisstyrkingu. Það eru ákveðnar blikur á lofti og mörg fyrirtæki hafa áhyggjur af stöðunni.“ Ekki sé óeðlilegt að við slíkar aðstæður reyni fyrirtækin að leita leiða til þess að bregðast við og hagræða í rekstri. „Við fundum fyrir því í vor að það voru ákveðin teikn á lofti. Það hefur raungerst í sumar og þess vegna er ekki óeðlilegt að fyrirtæki hafi áhyggjur. En það er ekki síður mikilvægt að það náist meiri stöðugleiki í rekstrarumhverfi atvinnugreinarinnar. Rekstrarumhverfið hefur verið gríðarlega óstöðugt undanfarið og það hefur reynst fyrirtækjunum erfitt.“Skattahækkanir mesta ógnin Jón Þór segir ljóst að gengisstyrking krónunnar sem og miklar kostnaðarhækkanir, þar á meðal launa- og skattahækkanir, ógni afkomu margra fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Ég held að mörg fyrirtæki, sem hafa gengið í gegnum uppbyggingarfasa undanfarin ár og séð fram á batnandi afkomu, horfi núna upp á samdrátt og versnandi afkomu. Vöxtur greinarinnar hefur verið mikill síðustu ár og hafa fyrirtæki þurft að ráðast í miklar fjárfestingar til þess að halda í við hann.“ Þegar afkoman dragist saman leiti fyrirtækin leiða til að lækka kostnað, meðal annars með því að skoða sameiningar. „Við sjáum að þessi þróun er nú að eiga sér stað innan ferðaþjónustunnar og tel ég mjög líklegt að það verði meira um sameiningar á næstu árum.“"Mesta ógnin við rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu er hins vegar græðgi hins opinbera," segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures.Jón Þór segir rekstur Arctic Adventures ganga vel og framtíðarhorfur vera góðar. „Ég hef trú á því að ferðaþjónustan muni halda áfram að vaxa, þó hægar en hingað til, og að ferðamenn haldi áfram að koma hingað til lands. Mesta ógnin við rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu er hins vegar græðgi hins opinbera. Stjórnvöld hafa boðað gríðarlegar álögur á ferðaþjónustuna og þá er ég ekki aðeins að tala um boðaða hækkun á virðisaukaskatti, heldur einnig til dæmis nýja skatta í þjóðgörðunum. Ef fram heldur sem horfir munu fyrirtæki horfa fram á milljóna ef ekki tugmilljóna kostnaðarhækkanir. Einhver fyrirtæki, og þá sér í lagi þau minni og fyrirtæki á landsbyggðinni, munu illa ráða við þær. Ef þessar skattahækkanirnar verða að veruleika spái ég því að það verði einhver gjaldþrot í greininni.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira