Stöðvaði nýhafna gjaldtöku vegna almannahættu Nadine Guðrún Yaghi og Þórdís Valsdóttir skrifar 9. október 2017 20:50 Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“ Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Lögreglan á vesturlandi stöðvaði í dag nýhafna gjaldtöku við Hraunfossa vegna almannahaættu. Nokkur ringulreið var á svæðinu en óvissa var meðal ferðamanna hvort greiða ætti fyrir bílastæði eða ekki. Landeigendur hófu að innheimta gjald af bílastæðum við Hraunfossa á föstudag í óþökk bæði nágranna og yfirvalda. Samkvæmt Umhverfisstofnun er um að ræða skýrt brot á náttúruverndarlögum. Landeigendur og þeir sem hafa tekið á leigu hluta lands, þeir sem innheimta nú gjaldið, segja að gjaldtakan sé heimil og ætla að halda henni til streitu. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun mun stofnunin leita allra leiða sem henni er heimilt til að stöðva gjaldtökuna, til dæmis lögbanns, verði ekki brugðist strax við.Eigendur veitingahúss við fossana eru afar ósáttir Kristrún Snorradóttir rekur veitingastað við fossana ásamt fjölskyldu sinni. „Við erum algjörlega andfallin þessari gjaldheimtu. Í fyrsta lagi þá tilheyra ekki öll bílastæðin þessum mönnum og þetta er byggt fyrir opinbert fé. Okkar besta vitund er að þetta sé bara ólöglegt,“ segir Kristrún. Gjaldið sem innheimt er er á bilinu 1500 til 6000 krónur, allt eftir stærð bílanna. „Það er fullt af fólki sem hefur borgað og aðrir hafa bara snúið við og farið, bara ofboðið. Fólk í nágrenninu hefur komið og varað fólk við og látið vita að þetta sé óheimilt, að það eigi ekki að borga. Fullt af fólki hefur hlustað á það og ekki borgað, en þeir eru búnir að hafa fullt af peningum af fólki hérna,“ segir Kristrún.Ferðamenn ruglaðir á ástandinu Ferðamönnum fannst ansi ruglandi og óþægilegt að vita ekki hvort þeir ættu að greiða gjaldið eða ekki. Fyrst voru þeir stöðvaðir af Íslendingi sem sagði þeim að greiða ekki en svo stuttu síðar voru þeir rukkaðir af öðrum aðila. Þá myndaðist talsverð hætta á svæðinu þar sem rútur létu ferðamenn út á þjóðveginum til að sleppa við að greiða gjaldið. Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði gjaldtökuna nú síðdegis vegna þessa á grundvelli vegalaga. „Þetta er svolítið svakalegt þegar farin er að skapast slysahætta út af þessu. Rútufyrirtækin eru komin með fyrirmæli um að fara ekki inn á bílastæðin því það er rukkað og þeir fólkinu út á þjóðveginum, þetta er klárlega hættulegt,“ segir Kristrún.Ósátt við vinnubrögð yfirvalda Kristrún er ósátt við vinnubrögð Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar í málinu. „Nú er bara að bíða og sjá hvort hið opinbera hysji upp um sig buxurnar.“ Eva B. Helgadóttir, lögmaður landeigendanna veltir því fyrir sér hvers vegna aðrar reglur gilda um íslenska ríkið en aðra landeigendur. „Það er vel þekkt um land allt að það sé verið að taka gjald af bílum þar sem er lagt og það er ekki túlkað þannig að það feli í sér einhverskonar takmörkun á umferðarrétti fólks þannig að af hverju er eitthvað annað lögmál um það þegar landeigendur eða leigutaki er ekki íslenska ríkið?“
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira