Fótbolti

Sitja Króatar eftir með sárt ennið?

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Luka Modric gæti þurft að horfa á HM í Rússlandi heima í stofu
Luka Modric gæti þurft að horfa á HM í Rússlandi heima í stofu vísir/ernir
Íslendingar gætu orðið eina liðið sem fer úr I-riðli og í lokakeppni Heimsmeistaramótsins.

Annað sætið í átta af níu riðlum undankeppninnar skilar sæti í umspil.

Ef að Króatar gera jafntefli við Úkraínu og leikur Wales og Írlands endar ekki með jafntefli, verða þeir stigalægsta liðið í öðru sæti og missa því af umspilssæti.

Íslendingar eru þó öruggir með umspilssæti, jafnvel þó þeir tapi fyrir Kósóvó í kvöld.

Ef bæði Króatía og Wales vinna í kvöld missa Slóvakar af umspilssæti. Ef Wales gerir jafntefli við granna sína frá Írlandi missa þeir af sætinu.


Tengdar fréttir

Íslendingar þegar farnir að líta til Rússlands

Mikill áhugi er hjá Íslendingum á flugferðum til Rússlands nú þegar íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er hársbreidd frá HM á næsta ári. Verður öðruvísi ferðalag en til Frakklands.

Hefðum alltaf tekið þessa stöðu

Aron Einar Gunnarsson leikur sinn 75. landsleik þegar Ísland tekur á móti Kósovó í kvöld. Fyrirliðinn er klár í slaginn. Hann segir að íslenska liðið sé komið með mikla reynslu af úrslitaleikjum sem þessum.

Núllstilltum okkur og fórum aftur í grunngildin

Íslenska karlalandsliðið er aðeins einum sigri á Kósovó frá því að komast á HM í fyrsta sinn. Heimir Hallgrímsson segir að jarðtengingin verði að vera til staðar og það megi alls ekki vanmeta kósovóska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×