Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. október 2017 06:00 Ónýttir fermetrar. Svona er umhorfs í vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitunnar. vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. Leigusalinn hefur ekkert slegið af leigunni en forsvarsmenn OR kanna nú stöðu sína í von um að fá afslátt. Í janúar síðastliðnum var vesturhúsið rýmt vegna raka og myglu sem farin var að hafa áhrif á starfsfólk og samhliða því hófust tilraunaviðgerðir. Sem kunnugt er skiluðu þær ekki viðunandi árangri.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi fasteignir sínar að Bæjarhálsi 1 til Foss fasteignafélags í lok árs 2013 og gerði leigusamning til 20 ára. OR greiðir 223,9 milljónir króna á ári í leigu, fyrstu 10 ár leigusamningsins eða um 18,6 milljónir á mánuði. Allar fasteignirnar að Bæjarhálsi 1 eru um 22 þúsund fermetrar. Flatarmál skrifstofuhluta vesturhússins, sem nú stendur auður, er um 4 þúsund fermetrar. Miðað við þetta er OR því að greiða um 845 krónur á hvern fermetra á mánuði í leigu eða tæpar 3,4 milljónir á mánuði fyrir hið auða vesturhús. Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að enn sé verið að greiða leigu af vesturhúsinu en að verið sé að skoða leiðir til að fá slegið af leigunni í ljósi ástandsins. „Við erum að kanna okkar stöðu í þeim efnum.“ Þá rúmu sjö mánuði síðan vesturhúsið var rýmt hefur OR samkvæmt þessum útreikningum greitt tæpar 24 milljónir króna í leigu fyrir auða rýmið. Á ári gera það rúmar 40 milljónir króna. Alls hefur Orkuveitan greitt um 900 milljónir króna í leigu til Foss síðan fasteignafélagið keypti húsin á 5,1 milljarð. Á móti kemur að fyrirtækið hefur ávaxtað þennan 5,1 milljarð sem fékkst með sölunni um 1,2 milljarða á sama tíma. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. Leigusalinn hefur ekkert slegið af leigunni en forsvarsmenn OR kanna nú stöðu sína í von um að fá afslátt. Í janúar síðastliðnum var vesturhúsið rýmt vegna raka og myglu sem farin var að hafa áhrif á starfsfólk og samhliða því hófust tilraunaviðgerðir. Sem kunnugt er skiluðu þær ekki viðunandi árangri.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi fasteignir sínar að Bæjarhálsi 1 til Foss fasteignafélags í lok árs 2013 og gerði leigusamning til 20 ára. OR greiðir 223,9 milljónir króna á ári í leigu, fyrstu 10 ár leigusamningsins eða um 18,6 milljónir á mánuði. Allar fasteignirnar að Bæjarhálsi 1 eru um 22 þúsund fermetrar. Flatarmál skrifstofuhluta vesturhússins, sem nú stendur auður, er um 4 þúsund fermetrar. Miðað við þetta er OR því að greiða um 845 krónur á hvern fermetra á mánuði í leigu eða tæpar 3,4 milljónir á mánuði fyrir hið auða vesturhús. Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að enn sé verið að greiða leigu af vesturhúsinu en að verið sé að skoða leiðir til að fá slegið af leigunni í ljósi ástandsins. „Við erum að kanna okkar stöðu í þeim efnum.“ Þá rúmu sjö mánuði síðan vesturhúsið var rýmt hefur OR samkvæmt þessum útreikningum greitt tæpar 24 milljónir króna í leigu fyrir auða rýmið. Á ári gera það rúmar 40 milljónir króna. Alls hefur Orkuveitan greitt um 900 milljónir króna í leigu til Foss síðan fasteignafélagið keypti húsin á 5,1 milljarð. Á móti kemur að fyrirtækið hefur ávaxtað þennan 5,1 milljarð sem fékkst með sölunni um 1,2 milljarða á sama tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00
Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00