Orkuveitan greiðir milljónir á mánuði í leigu á auðu rými Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. október 2017 06:00 Ónýttir fermetrar. Svona er umhorfs í vesturhúsi höfuðstöðva Orkuveitunnar. vísir/vilhelm Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. Leigusalinn hefur ekkert slegið af leigunni en forsvarsmenn OR kanna nú stöðu sína í von um að fá afslátt. Í janúar síðastliðnum var vesturhúsið rýmt vegna raka og myglu sem farin var að hafa áhrif á starfsfólk og samhliða því hófust tilraunaviðgerðir. Sem kunnugt er skiluðu þær ekki viðunandi árangri.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi fasteignir sínar að Bæjarhálsi 1 til Foss fasteignafélags í lok árs 2013 og gerði leigusamning til 20 ára. OR greiðir 223,9 milljónir króna á ári í leigu, fyrstu 10 ár leigusamningsins eða um 18,6 milljónir á mánuði. Allar fasteignirnar að Bæjarhálsi 1 eru um 22 þúsund fermetrar. Flatarmál skrifstofuhluta vesturhússins, sem nú stendur auður, er um 4 þúsund fermetrar. Miðað við þetta er OR því að greiða um 845 krónur á hvern fermetra á mánuði í leigu eða tæpar 3,4 milljónir á mánuði fyrir hið auða vesturhús. Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að enn sé verið að greiða leigu af vesturhúsinu en að verið sé að skoða leiðir til að fá slegið af leigunni í ljósi ástandsins. „Við erum að kanna okkar stöðu í þeim efnum.“ Þá rúmu sjö mánuði síðan vesturhúsið var rýmt hefur OR samkvæmt þessum útreikningum greitt tæpar 24 milljónir króna í leigu fyrir auða rýmið. Á ári gera það rúmar 40 milljónir króna. Alls hefur Orkuveitan greitt um 900 milljónir króna í leigu til Foss síðan fasteignafélagið keypti húsin á 5,1 milljarð. Á móti kemur að fyrirtækið hefur ávaxtað þennan 5,1 milljarð sem fékkst með sölunni um 1,2 milljarða á sama tíma. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur greiðir um 3,4 milljónir króna á mánuði í leigu fyrir þá fermetra sem standa nú auðir og ónotaðir vegna rakaskemmda í vesturhúsi höfuðstöðva fyrirtækisins. Leigusalinn hefur ekkert slegið af leigunni en forsvarsmenn OR kanna nú stöðu sína í von um að fá afslátt. Í janúar síðastliðnum var vesturhúsið rýmt vegna raka og myglu sem farin var að hafa áhrif á starfsfólk og samhliða því hófust tilraunaviðgerðir. Sem kunnugt er skiluðu þær ekki viðunandi árangri.Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri OR.OR seldi fasteignir sínar að Bæjarhálsi 1 til Foss fasteignafélags í lok árs 2013 og gerði leigusamning til 20 ára. OR greiðir 223,9 milljónir króna á ári í leigu, fyrstu 10 ár leigusamningsins eða um 18,6 milljónir á mánuði. Allar fasteignirnar að Bæjarhálsi 1 eru um 22 þúsund fermetrar. Flatarmál skrifstofuhluta vesturhússins, sem nú stendur auður, er um 4 þúsund fermetrar. Miðað við þetta er OR því að greiða um 845 krónur á hvern fermetra á mánuði í leigu eða tæpar 3,4 milljónir á mánuði fyrir hið auða vesturhús. Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að enn sé verið að greiða leigu af vesturhúsinu en að verið sé að skoða leiðir til að fá slegið af leigunni í ljósi ástandsins. „Við erum að kanna okkar stöðu í þeim efnum.“ Þá rúmu sjö mánuði síðan vesturhúsið var rýmt hefur OR samkvæmt þessum útreikningum greitt tæpar 24 milljónir króna í leigu fyrir auða rýmið. Á ári gera það rúmar 40 milljónir króna. Alls hefur Orkuveitan greitt um 900 milljónir króna í leigu til Foss síðan fasteignafélagið keypti húsin á 5,1 milljarð. Á móti kemur að fyrirtækið hefur ávaxtað þennan 5,1 milljarð sem fékkst með sölunni um 1,2 milljarða á sama tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00 Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Sjá meira
Hugmyndir á lofti um að OR kaupi höfuðstöðvarnar aftur Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hafa rætt hugmyndir þess efnis að kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins aftur af fasteignafélaginu Fossi. 7. október 2017 06:00
Útveggirnir kostuðu hundruð milljóna Útveggjakerfið sem var hannað fyrir hús Orkuveitu Reykjavíkur kostaði yfir tvö hundruð milljónir. Óháður dómkvaddur matsmaður mun skera úr um hvort kerfið hafi verið ranglega sett upp. 29. ágúst 2017 06:00