Útrýma einbreiðum brúm og stytta hringveginn í Öræfum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2017 20:48 Séð frá Skeiðarárbrú til Öræfajökuls. Núverandi hringvegur beygir til vinstri til Skaftafells en áformað er að nýr vegarkafli beygi til hægri. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Átak er að hefjast við að útrýma einbreiðum brúm í Öræfasveit. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og stytta hringveginn um fimm kílómetra framhjá Skaftafelli. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Reyni Gunnarsson, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Höfn. Með ört vaxandi umferð ferðamanna hafa einbreiðu brýrnar í Öræfasveit sýnt sig að vera með þeim hættulegri á hringveginum og kostað nokkur alvarleg slys á undanförnum árum, þar á meðal banaslys. Og nú ætlar Vegagerðin að fara að bæta úr.Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það er fyrirhugað að byrja á Hólá og Stigá í haust, í nóvember. Þær verða kláraðar næsta vor. Og jafnvel svo áfram eitthvað. Það er ekki endanlega búið að ákveða hverjar verða teknar næst,“ segir Reynir. Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit eru samtals átta talsins. Fjórar þeirra vill Vegagerðin gera hættuminni með því leggja hringveginn einfaldlega framhjá þeim, með nýrri leið sem lægi frá gömlu Skeiðarárbrúnni, og suður fyrir Svínafell og bæta síðan umferðaröryggi enn frekar með því að færa veginn fjær Sandfelli, þar sem hættulegustu vindhviðurnar verða í Öræfum.Hér má sjá hugmyndir um hvernig ný veglína gæti legið. Tekið skal fram að vegstæði hefur ekki verið ákveðið.Grafík/Stöð 2.Rekstrarstjóri Vegagerðarinnar telur þetta vegstæði mun betra. Bæði sé betra veðurfar þar og stytting vegarins mikil.Einbreiðu brýrnar í Öræfasveit hafa með vaxandi umferð sýnt sig að vera með þeim hættulegri á landinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Breytingin þýddi að hringvegurinn færðist fjær Skaftafelli. Fyrir þá sem ekki eiga beinlínis leið í þjóðgarðsmiðstöðina fengist stytting á hringveginum sem verulega munar um, eða um 5-6 kílómetra. En hvenær gæti lagning þessa nýja vegarkafla hafist? „Nú er þetta ekki komið endanlega inn á vegaáætlun. En það eru ábyggilega ekki mörg ár í þetta. Það eru lélegar brýr þarna margar og það er orðið brýnt að fara í þetta,“ segir Reynir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00 Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Lengsta brú landsins bíður örlaga sinna Lengsta brú landsins, Skeiðarárbrú, bíður nú örlaga sinna eftir að hún var leyst af hólmi með nýrri Morsárbrú. "Hún er eins og hefðarfrú, ég held sé best hún standi.“ 11. september 2017 21:00
Hornafjarðarbrú boðin út í skugga átaka um veglínu Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfanga nýrrar brúar yfir Hornafjörð. Bæjarstjórinn segir þetta mikla samgöngubót. Andstæðingar segjast ætla að leita til dómstóla. 14. september 2017 21:30