Erlent

„Afsakið en aðeins eitt mun virka“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Trump hefur ítrekað kallað Kim Jong Un litla eldflaugamanninn.
Trump hefur ítrekað kallað Kim Jong Un litla eldflaugamanninn. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twittersíðu sinni að aðeins eitt muni virka í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrir ekki nánar hvað í því felst. Hann segir að bandarísk stjórnvöld hafi átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur.

Trump segir stjórnvöld í Norður-Koreu hafa fótum troðið samninga „áður en blekið náði að þorna“ og þannig haft samningamenn að háði og spotti.

Með orðunum vekur Trump frekar spurningar í staðinn fyrir að eyða óvissu. Forsetinn hefur áður gefið í skyn að bregðast þurfi við kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna með hernaðaraðgerðum. Trump hefur gengið svo langt að hóta gereyðingu landsins og sagt að „þeir skilji bara eitt.“ Þann 1. október sagði Trump á sama vettvangi að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, væri að eyða tíma sínum með því að reyna að semja við „litla eldflaugamanninn.“

Þann 23. september sýndu Bandaríkin fram á þau miklu hernaðarúrræði sem þau hefðu yfir að ráða með því að fljúga sprengju- og orrustuþotum norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en flogið hefur verið á 21. öldinni.

Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trump og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum er þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars.


Tengdar fréttir

Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu

Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund.

Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu

Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×