„Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 23:29 Trump hefur ítrekað kallað Kim Jong Un litla eldflaugamanninn. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twittersíðu sinni að aðeins eitt muni virka í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrir ekki nánar hvað í því felst. Hann segir að bandarísk stjórnvöld hafi átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Trump segir stjórnvöld í Norður-Koreu hafa fótum troðið samninga „áður en blekið náði að þorna“ og þannig haft samningamenn að háði og spotti. Með orðunum vekur Trump frekar spurningar í staðinn fyrir að eyða óvissu. Forsetinn hefur áður gefið í skyn að bregðast þurfi við kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna með hernaðaraðgerðum. Trump hefur gengið svo langt að hóta gereyðingu landsins og sagt að „þeir skilji bara eitt.“ Þann 1. október sagði Trump á sama vettvangi að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, væri að eyða tíma sínum með því að reyna að semja við „litla eldflaugamanninn.“ Þann 23. september sýndu Bandaríkin fram á þau miklu hernaðarúrræði sem þau hefðu yfir að ráða með því að fljúga sprengju- og orrustuþotum norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en flogið hefur verið á 21. öldinni. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trump og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum er þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars.Presidents and their administrations have been talking to North Korea for 25 years, agreements made and massive amounts of money paid......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 ...hasn't worked, agreements violated before the ink was dry, makings fools of U.S. negotiators. Sorry, but only one thing will work!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Tengdar fréttir Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína 28. september 2017 15:11 Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twittersíðu sinni að aðeins eitt muni virka í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrir ekki nánar hvað í því felst. Hann segir að bandarísk stjórnvöld hafi átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Trump segir stjórnvöld í Norður-Koreu hafa fótum troðið samninga „áður en blekið náði að þorna“ og þannig haft samningamenn að háði og spotti. Með orðunum vekur Trump frekar spurningar í staðinn fyrir að eyða óvissu. Forsetinn hefur áður gefið í skyn að bregðast þurfi við kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna með hernaðaraðgerðum. Trump hefur gengið svo langt að hóta gereyðingu landsins og sagt að „þeir skilji bara eitt.“ Þann 1. október sagði Trump á sama vettvangi að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, væri að eyða tíma sínum með því að reyna að semja við „litla eldflaugamanninn.“ Þann 23. september sýndu Bandaríkin fram á þau miklu hernaðarúrræði sem þau hefðu yfir að ráða með því að fljúga sprengju- og orrustuþotum norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en flogið hefur verið á 21. öldinni. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trump og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum er þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars.Presidents and their administrations have been talking to North Korea for 25 years, agreements made and massive amounts of money paid......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 ...hasn't worked, agreements violated before the ink was dry, makings fools of U.S. negotiators. Sorry, but only one thing will work!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017
Tengdar fréttir Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína 28. september 2017 15:11 Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00
Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04
Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00