„Afsakið en aðeins eitt mun virka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 23:29 Trump hefur ítrekað kallað Kim Jong Un litla eldflaugamanninn. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twittersíðu sinni að aðeins eitt muni virka í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrir ekki nánar hvað í því felst. Hann segir að bandarísk stjórnvöld hafi átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Trump segir stjórnvöld í Norður-Koreu hafa fótum troðið samninga „áður en blekið náði að þorna“ og þannig haft samningamenn að háði og spotti. Með orðunum vekur Trump frekar spurningar í staðinn fyrir að eyða óvissu. Forsetinn hefur áður gefið í skyn að bregðast þurfi við kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna með hernaðaraðgerðum. Trump hefur gengið svo langt að hóta gereyðingu landsins og sagt að „þeir skilji bara eitt.“ Þann 1. október sagði Trump á sama vettvangi að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, væri að eyða tíma sínum með því að reyna að semja við „litla eldflaugamanninn.“ Þann 23. september sýndu Bandaríkin fram á þau miklu hernaðarúrræði sem þau hefðu yfir að ráða með því að fljúga sprengju- og orrustuþotum norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en flogið hefur verið á 21. öldinni. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trump og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum er þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars.Presidents and their administrations have been talking to North Korea for 25 years, agreements made and massive amounts of money paid......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 ...hasn't worked, agreements violated before the ink was dry, makings fools of U.S. negotiators. Sorry, but only one thing will work!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 Tengdar fréttir Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína 28. september 2017 15:11 Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir á Twittersíðu sinni að aðeins eitt muni virka í samskiptum við Norður-Kóreu en útskýrir ekki nánar hvað í því felst. Hann segir að bandarísk stjórnvöld hafi átt í pólitískum viðræðum við stjórnvöld í Norður-Kóreu síðastliðin 25 ár og að það hafi ekki borið árangur. Trump segir stjórnvöld í Norður-Koreu hafa fótum troðið samninga „áður en blekið náði að þorna“ og þannig haft samningamenn að háði og spotti. Með orðunum vekur Trump frekar spurningar í staðinn fyrir að eyða óvissu. Forsetinn hefur áður gefið í skyn að bregðast þurfi við kjarnorkutilraunum Norður-Kóreumanna með hernaðaraðgerðum. Trump hefur gengið svo langt að hóta gereyðingu landsins og sagt að „þeir skilji bara eitt.“ Þann 1. október sagði Trump á sama vettvangi að Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, væri að eyða tíma sínum með því að reyna að semja við „litla eldflaugamanninn.“ Þann 23. september sýndu Bandaríkin fram á þau miklu hernaðarúrræði sem þau hefðu yfir að ráða með því að fljúga sprengju- og orrustuþotum norðar meðfram austurströnd Norður-Kóreu en flogið hefur verið á 21. öldinni. Spennan á milli þjóðhöfðingjanna Donalds Trump og Kims Jong-un stigmagnast með hverjum deginum er þeir hafa haft í hótunum um að gereyðileggja ríki hvors annars.Presidents and their administrations have been talking to North Korea for 25 years, agreements made and massive amounts of money paid......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017 ...hasn't worked, agreements violated before the ink was dry, makings fools of U.S. negotiators. Sorry, but only one thing will work!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 7, 2017
Tengdar fréttir Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00 Norður-Kóreu gert að loka fyrirtækjum sínum í Kína 28. september 2017 15:11 Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04 Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Harðari þvinganir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti undirritaði í gær tilskipun um nýjar viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu. Kínverskum bönkum gert að hætta viðskiptum við nágrannaríkið. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu líkti Bandaríkjaforseta við geltandi hund. 22. september 2017 06:00
Trump ætlar að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Bandaríkjaforseti fór ekki nánar út í hverjar aðgerðirnar yrðu. 21. september 2017 15:04
Vara Norður-Kóreu enn einu sinni við eyðileggingu Helstu ráðgjafar Donald Trump fóru fram á að Norður-Kóreumenn létu af eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum sínum og hættu að hóta Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra. 17. september 2017 20:00