Efnahagsleg hagsæld verði að skila sér inn í velferðarkerfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 22:22 Katrín Jakobsdóttir vill að almenningur njóti góðs af góðærinu. Vísir/Ernir Eyjólfsson „Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira
„Það eru raunverulegar áhyggjur af því að við séum ekki að nýta það góðæri sem okkur er sagt að hér sé í landinu til þess í raun og veru að rétta okkur við, til þess að rétta við þessa innviði samfélagsins sem eru það sem gera þetta samfélag.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hún var gestur Heimis Más Péturssonar í þjóðmálaþættinum Víglínunni. Flokkurinn hefur átt góðu gengi að fagna í skoðanakönnunum upp á síðkastið. Í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið kom í ljós að Vinstri græn njóta stuðnings 28,2% kjósenda og þannig langstærsti flokkurinn. Katrín segist bæði finna ákall um stefnubreytingu í stjórnmálum og að Vinstri græn komi að forystu í samfélaginu. Hún segir flokkinn vera tilbúinn til að takast á við það verkefni. „Við finnum það að sú stefna sem við töluðum fyrir fyrir síðustu kosningar og tölum enn fyrir, það er að segja þessi efnahagslega hagsæld sem við sjáum, sem allir mælikvarðar sína, hún verður að skila sér í auknum mæli til fólksins í landinu. Hún verður að skila sér inn í heilbrigðiskerfið, skólana og velferðarsamfélagið,“ segir Katrín. Hún segir auk þess að almenningur kalli eftir breyttum stjórnunarháttum. „Ég hef auðvitað bent á það að ríkisstjórnin sem nú er að fara frá sem sat með minnsta mögulega meirihluta en lagði sig ekki fram við það, að mínu viti, að reyna að skapa breiða samstöðu um mál og ég heyri það mjög mikið á fólki að það segir: „Við viljum ekki endilega kollsteypur í hvert sinn sem kosið er, við viljum að fólk leggi það á sig að ná meiri samstöðu um mál,“ og það er líka okkar leiðarljós inn í þessar kosningar,“ segir Katrín. Katrín lætur engan í vafa um stefnu Vinstri grænna í skattamálum. „Við ætlum ekki að hækka skatta á almenning í landinu en við teljum að það sé hægt að hliðra til í skattkerfinu þannig að það verði réttlátara og sanngjarnara en við segjum líka að við viljum efna til samtals stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins, verkalýðshreyfinguna og samtaka atvinnulífsins um þessa framtíðarsýn fyrir skattkerfið í landinu.“Hægt að horfa á viðtalið við Katrínu Jakobsdóttur í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira