Innlent

Þórunn og Líneik fara fyrir Framsókn í Norðausturkjördæmi

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þórunn Egilsdóttir þingmaður flokksins skipar fyrsta sæti listans og Líneik Anna Sævarsdóttir fyrrverandi alþingismaður skipar annað sætið.
Þórunn Egilsdóttir þingmaður flokksins skipar fyrsta sæti listans og Líneik Anna Sævarsdóttir fyrrverandi alþingismaður skipar annað sætið.
Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmis samþykkti í dag framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þórunn Egilsdóttir þingmaður flokksins skipar fyrsta sæti listans og Líneik Anna Sævarsdóttir fyrrverandi alþingismaður skipar annað sætið.

Í þriðja sætinu situr Þórarinn Ingi Pétursson, fyrrverandi formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.

Kjördæmisþingið stendur enn yfir, en í tilkynningu segir að í umræðum hefur verið lögð áhersla á mikilvægi málefna á borð við nauðsynlegar breytingar á menntakerfinu, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, jöfnuð í samfélaginu, áframhaldandi uppstokkun á fjármálakerfinu og uppbyggingu á samgöngukerfinu.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi 2017:

1. Þórunn Egilsdóttir, Vopnafirði

2. Líneik Anna Sævarsdóttir, Fjarðabyggð

3. Þórarinn Ingi Pétursson, Grýtubakkahreppi

4. Hjálmar Bogi Hafliðason, Norðurþingi

5. Jóhannes Gunnar Bjarnason, Akureyri

6. Mínerva Björg Sverrisdóttir, Akureyri

7. Örvar Jóhannsson, Seyðisfirði

8. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Fljótsdalshéraði

9. Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri

10. Birna Björnsdóttir, Norðurþingi

11. Gunnlaugur Stefánsson, Norðurþingi

12. Eiður Ragnarsson, Djúpavogshreppi

13. Petrea Ósk Sigurðardóttir, Akureyri

14. Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir, Fljótsdalshéraði

15. Þorgeir Bjarnason, Fjallabyggð

16. Heiðar Hrafn Halldórsson, Norðurþingi

17. Svanhvít Aradóttir, Fjarðabyggð

18. Eiríkur Haukur Hauksson, Svalbarðsstrandarhreppi

19. Margrét Jónsdóttir, Þingeyjarsveit

20. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, Norðurþingi 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×