Röndóttir fuglar vekja furðu í Þingeyjarsýslu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2017 11:21 Kvenfélagskonurnar Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir sýndu fréttamanni röndóttu endurnar í skrúðgarðinum á Húsavík. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Tvær litskrúðugar endur hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík frá því í fyrravetur og vekja mikla athygli. Bæjarbúar sjást iðulega liggja á tjarnarbakkanum til að ná myndum af þessum óvenjulega fögru fuglum. Myndir af þeim voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skrúðgarðurinn er leynd perla meðfram Búðará í hjarta Húsavíkur sem kvenfélagskonur beittu sér fyrir að yrði ræktaður upp fyrir rúmum fjörutíu árum. Tvær úr þeirra hópi, þær Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir, vekja athygli okkar á sjaldséðum gestum sem glatt hafa Húsvíkinga með nærveru sinni síðustu misseri.Mandarínsteggirnir tveir hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík undanfarna mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er mandarínendur sem eru búnar að halda hérna til, allavega í allan vetur, síðan í fyrrahaust held ég frekar en vor, og vekja mikla athygli,” segir Friðrika. „Hér hafa menn legið á bakkanum hérna við að reyna að ná myndum af þeim því þær þykja svo merkilegar. Þetta eru einhverjir flækingar hérna.” Mandarínendur eru, eins og nafnið bendir til, ættaðar frá Austur-Asíu, en aðalheimkynni þeirra eru í löndum eins og Kína og Japan. Það er þó líklegast að þessar komi frá Bretlandseyjum eða Norður-Evrópu en vegna skrautlegs útlits voru margar fluttar í evrópska andagarða á tuttugustu öld þaðan sem þær hafa breiðst út.Mandarínblikar eru afar litskrúðugir, með rauðan gogg, hvíta augnumgjörð, fjólubláa bringu og appelsínugult bak, og svo hinar óvenjulegu rendur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þessar tvær eru steggir en karlfuglarnir eru mun litskrúðugari og þekkjast á lóðréttum röndum. Þeir hafa rauðan gogg, hvíta flekki í kringum augun og rauðleitt andlit. Bringan er fjólublá með lóðréttu röndunum og bakið er appelsínugult. „Þær eru alveg rosalega fallegar, litfagrar og skrautlegar,” segir Friðrika. „Þær kunna vel við sig á Húsavík líka, greinilega,” segir Lilja. „Og völdu sér skrúðgarðinn,” bætir Friðrika við en kvenfélagskonur eru stoltar af garðinum.Þær Lilja og Friðrika sýna hvar mandarínendurnar synda meðal annarra anda í skrúðgarðinum á Húsavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er paradísin. Hér má enginn fara án þess að skoða þessa paradís hér. Þetta er staðurinn, hvort heldur er vetur eða sumar.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira
Tvær litskrúðugar endur hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík frá því í fyrravetur og vekja mikla athygli. Bæjarbúar sjást iðulega liggja á tjarnarbakkanum til að ná myndum af þessum óvenjulega fögru fuglum. Myndir af þeim voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Skrúðgarðurinn er leynd perla meðfram Búðará í hjarta Húsavíkur sem kvenfélagskonur beittu sér fyrir að yrði ræktaður upp fyrir rúmum fjörutíu árum. Tvær úr þeirra hópi, þær Friðrika Baldvinsdóttir og Lilja Skarphéðinsdóttir, vekja athygli okkar á sjaldséðum gestum sem glatt hafa Húsvíkinga með nærveru sinni síðustu misseri.Mandarínsteggirnir tveir hafa haldið til í skrúðgarðinum á Húsavík undanfarna mánuði.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Þetta er mandarínendur sem eru búnar að halda hérna til, allavega í allan vetur, síðan í fyrrahaust held ég frekar en vor, og vekja mikla athygli,” segir Friðrika. „Hér hafa menn legið á bakkanum hérna við að reyna að ná myndum af þeim því þær þykja svo merkilegar. Þetta eru einhverjir flækingar hérna.” Mandarínendur eru, eins og nafnið bendir til, ættaðar frá Austur-Asíu, en aðalheimkynni þeirra eru í löndum eins og Kína og Japan. Það er þó líklegast að þessar komi frá Bretlandseyjum eða Norður-Evrópu en vegna skrautlegs útlits voru margar fluttar í evrópska andagarða á tuttugustu öld þaðan sem þær hafa breiðst út.Mandarínblikar eru afar litskrúðugir, með rauðan gogg, hvíta augnumgjörð, fjólubláa bringu og appelsínugult bak, og svo hinar óvenjulegu rendur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þessar tvær eru steggir en karlfuglarnir eru mun litskrúðugari og þekkjast á lóðréttum röndum. Þeir hafa rauðan gogg, hvíta flekki í kringum augun og rauðleitt andlit. Bringan er fjólublá með lóðréttu röndunum og bakið er appelsínugult. „Þær eru alveg rosalega fallegar, litfagrar og skrautlegar,” segir Friðrika. „Þær kunna vel við sig á Húsavík líka, greinilega,” segir Lilja. „Og völdu sér skrúðgarðinn,” bætir Friðrika við en kvenfélagskonur eru stoltar af garðinum.Þær Lilja og Friðrika sýna hvar mandarínendurnar synda meðal annarra anda í skrúðgarðinum á Húsavík.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er paradísin. Hér má enginn fara án þess að skoða þessa paradís hér. Þetta er staðurinn, hvort heldur er vetur eða sumar.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hætta á á Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Sjá meira