Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. október 2017 06:00 Bjarni Benediktsson segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. Öllum Íslendingum hafi verið ljóst að eitthvað alvarlegt væri að gerast í bankakerfinu. "Ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum,“ segir Bjarni. Vísir/Ernir Allt frá bankahruni hafa einungis fjórar ákærur verið gefnar út vegna innherjasvika. Tvær þeirra enduðu með því að hinir ákærðu voru dæmdir í Hæstarétti, ein var afturkölluð vegna formgalla og enn ein er til meðferðar fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari (áður sérstakur saksóknari efnahagsbrotamála) segir sönnunarfærslu í innherjasvikamálum erfiða. „Þá þarftu að vera með upplýsingar um tiltekin atriði sem snúa að beitingu innherjaupplýsinga,“ segir Ólafur. Ekki sé nægjanlegt að hafa upplýsingar um að viðkomandi aðili hafi selt tilteknar eignir. Ólafur segist ekkert geta tjáð sig um mál Bjarna eða að hvaða marki það hafi verið rannsakað. Í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni Benediktsson við því að hafa átt eignir í sjóðnum og selt eitthvað dagana fyrir bankahrunið. Hann sagði þó að sig ræki ekki minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli“. Stundin greindi svo frá því í ítarlegri fréttaskýringu í gær að upphæðin næmi 50 milljónum króna og Bjarni hefði selt á fyrstu dögum í október 2008. Þá er rifjað upp í Stundinni að Bjarni hafi setið fund með stjórnendum Glitnis kvöldið áður en tilkynnt var að íslenska ríkið hygðist taka yfir 75 prósent hlut í Glitni þar sem erfið staða bankans var rædd. Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. „Þegar ég óska eftir því að bréf séu seld úr sjóði 9 og færð yfir í sjóði 7 og 5 í bankanum – allt áfram geymt í bankanum – þá liggur fyrir að ríkið hugðist taka 75% stöðu í bankanum. Öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir neinum öðrum leiðum,“ segir Bjarni. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media er unnin í samstarfi við breska blaðið The Guardian. Blaðamaðurinn Jon Henley hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upphaflegri útgáfu hennar og í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði að erfið staða Glitnis hafi verið rædd á fundum efnahags-og skattanefndar þingsins sem Bjarni sat. Ekki er rétt að fundað hafi verið um erfiða stöðu Glitnis í nefndinni og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Allt frá bankahruni hafa einungis fjórar ákærur verið gefnar út vegna innherjasvika. Tvær þeirra enduðu með því að hinir ákærðu voru dæmdir í Hæstarétti, ein var afturkölluð vegna formgalla og enn ein er til meðferðar fyrir dómstólum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari (áður sérstakur saksóknari efnahagsbrotamála) segir sönnunarfærslu í innherjasvikamálum erfiða. „Þá þarftu að vera með upplýsingar um tiltekin atriði sem snúa að beitingu innherjaupplýsinga,“ segir Ólafur. Ekki sé nægjanlegt að hafa upplýsingar um að viðkomandi aðili hafi selt tilteknar eignir. Ólafur segist ekkert geta tjáð sig um mál Bjarna eða að hvaða marki það hafi verið rannsakað. Í þættinum Víglínunni í desember í fyrra gekkst Bjarni Benediktsson við því að hafa átt eignir í sjóðnum og selt eitthvað dagana fyrir bankahrunið. Hann sagði þó að sig ræki ekki minni til að það hefðu verið upphæðir sem hafi „skipt einhverju máli“. Stundin greindi svo frá því í ítarlegri fréttaskýringu í gær að upphæðin næmi 50 milljónum króna og Bjarni hefði selt á fyrstu dögum í október 2008. Þá er rifjað upp í Stundinni að Bjarni hafi setið fund með stjórnendum Glitnis kvöldið áður en tilkynnt var að íslenska ríkið hygðist taka yfir 75 prósent hlut í Glitni þar sem erfið staða bankans var rædd. Bjarni segist ekki hafa haft neinar innherjaupplýsingar. „Þegar ég óska eftir því að bréf séu seld úr sjóði 9 og færð yfir í sjóði 7 og 5 í bankanum – allt áfram geymt í bankanum – þá liggur fyrir að ríkið hugðist taka 75% stöðu í bankanum. Öllum Íslendingum var ljóst að það var eitthvað mjög alvarlegt að gerast í bankakerfinu og ég bjó ekki yfir neinum trúnaðarupplýsingum. Hvorki höfðu þær komið fram á þessum fundi né hafði ég fengið þær eftir neinum öðrum leiðum,“ segir Bjarni. Umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media er unnin í samstarfi við breska blaðið The Guardian. Blaðamaðurinn Jon Henley hefur séð skjölin sem sýna hvernig viðskiptin gengu fyrir sig. Í grein hans segir að ekkert bendi til þess að lög hafi verið brotin. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upphaflegri útgáfu hennar og í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði að erfið staða Glitnis hafi verið rædd á fundum efnahags-og skattanefndar þingsins sem Bjarni sat. Ekki er rétt að fundað hafi verið um erfiða stöðu Glitnis í nefndinni og hefur fréttin verið leiðrétt í samræmi við það.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira