Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Bjarni Benediktsson segist ekki hafa búið yfir neinum trúnaðarupplýsingum um stöðu Glitnis mánuðina fyrir hrun bankans haustið 2008. Hann hafi hins vegar séð, eins og öllum mátti vera ljóst, að íslensku bankarnir voru þegar í ársbyrjun þess árs komnir í mikinn vanda.

Stundin og breska blaðið The Guardian birta viðamikla úttekt á viðskiptum Bjarna í dag en ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Þá verður fréttastofan í beinni útsendingu frá landsfundi VG sem stendur yfir þessa stundina.

Við kíkjum líka á stórleikinn hjá strákunum okkar í Tyrklandi og heimsækjum upprennandi myndlistarmenn í Seljaskóla, en þar fengu gamlir skápar ansi skemmtilega yfirhalningu á dögunum. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×