Innlent

Innköllun á spínati og klettasalati frá Náttúru

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt Náttúru klettasalat og Náttúru lífrænt spínat.
Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt Náttúru klettasalat og Náttúru lífrænt spínat. Innes
Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt Náttúru klettasalat 75 gr og Náttúru lífrænt spínat 100 gr vegna þess að stakt tveggja sentímetra skriðdýr fannst. Um er að ræða innköllun í varúðarsjónarmiði með tilliti til neytendaverndar.

Innköllunin á við um 75 gr Náttúru klettasalat frá Hollandi í pokum dagsettum með best fyrir 04.10.17 og Náttúru lífrænt spínat frá Ítalíu í pokum dagsettum með best fyrir 10.10.17. Vörunum er dreift um land allt.

Innnes hvetur alla þá sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu verslun gegn endurgreiðslu vörunnar eða til Innnes ferskvörusviðs að Bæjarflöt 2 Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×