Innlent

Maðurinn sem lést í eldsvoða á Laugarnesvegi var á áttræðisaldri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglan segir ekki unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.
Lögreglan segir ekki unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Vísir
Maðurinn sem lést í eldsvoða í íbúð sinni í fjölbýli á Laugarnesvegi í Reykjavík á laugardag var á áttræðisaldri að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Greint var frá andláti mannsins í Fréttablaðinu í dag en þar kom fram að maðurinn hefði látist á laugardeginum en lík hans ekki fundist fyrr en á mánudag. Lögreglan var þá kölluð til og þegar hún kom á vettvang vettvangi „var ljóst að eldur hafði kviknað í íbúðinni en ekki náð að breiða úr sér og slokknað.  

Unnið er að rannsókn málsins, þ.m.t. tæknirannasókn, en málið er ekki rannsakað sem sakamál og ekki er unnt að gefa frekari upplýsingar á þessu stigi.  Kennslanefnd ríkislögreglustjóra kemur að rannsókninni, eins og venjan er þegar slík atvik koma upp.  Hinn látni var á áttræðisaldri og er ekki hægt að greina frá nafni hans að svo stöddu,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×