May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 22:44 Hrekkjalómurinn sagði að uppsagnarbréfið sem hann afhenti May í miðri ræðu kæmi frá Boris Johnson. Vísir/AFP Aðstoðarmaður Theresu May segir að hún ætli sér að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands. May er undir miklum þrýstingi innan Íhaldsflokksins og misheppnuð ræða hennar á flokksþingi í gær hefur orðið til að bæta gráu ofan á svart. Öll spjót standa nú á May en öfl innan Íhaldsflokksins hafa reynt að grafa undan formennsku hennar. Fremstur í flokki hefur farið Boris Johnson, utanríkisráðherrann, sem hefur leikið einleik þegar kemur að stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi gönguna úr Evrópusambandinu. „Ég veit að hún er eins ákveðið og nokkru sinni áður í að halda starfinu áfram, hún telur það skyldu sína að gera það þannig að hún mun halda áfram og hún mun ná árangri með þessari ríkisstjórn,“ sagði Damian Green, staðgengill forsætisráðherra, við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Allt gekk á afturfótunum þegar May ávarpaði þing Íhaldsflokksins í gær. Hrekkjalómur truflaði ræðu hennar með því að afhenda henni „uppsagnarbréf“, hún fékk óstjórnlegt hóstakast og á endanum byrjaði hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana að detta í sundur. Ed Vaizey sem May rak sem menningarmálaráðherra þegar hún tók við forsætisráðuneytinu í fyrra segir að ræða hennar hafi fullvissað marga þingmenn flokksins um að hún þurfi að stíga til hliðar, að því er segir í frétt The Guardian. Staða May veiktist ekki síst eftir að hún boðaði óvænt til kosninga fyrr á þessu ári þegar skoðanakannanir bentu til yfirburðasigurs Íhaldsflokksins. Kosningarnar fóru þó á annan veg og þurfa íhaldsmenn nú að reiða sig á íhaldssaman flokk norður-írskra sambandssinna sem verja minnihlutastjórn þeirra falli. Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Aðstoðarmaður Theresu May segir að hún ætli sér að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands. May er undir miklum þrýstingi innan Íhaldsflokksins og misheppnuð ræða hennar á flokksþingi í gær hefur orðið til að bæta gráu ofan á svart. Öll spjót standa nú á May en öfl innan Íhaldsflokksins hafa reynt að grafa undan formennsku hennar. Fremstur í flokki hefur farið Boris Johnson, utanríkisráðherrann, sem hefur leikið einleik þegar kemur að stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi gönguna úr Evrópusambandinu. „Ég veit að hún er eins ákveðið og nokkru sinni áður í að halda starfinu áfram, hún telur það skyldu sína að gera það þannig að hún mun halda áfram og hún mun ná árangri með þessari ríkisstjórn,“ sagði Damian Green, staðgengill forsætisráðherra, við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Allt gekk á afturfótunum þegar May ávarpaði þing Íhaldsflokksins í gær. Hrekkjalómur truflaði ræðu hennar með því að afhenda henni „uppsagnarbréf“, hún fékk óstjórnlegt hóstakast og á endanum byrjaði hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana að detta í sundur. Ed Vaizey sem May rak sem menningarmálaráðherra þegar hún tók við forsætisráðuneytinu í fyrra segir að ræða hennar hafi fullvissað marga þingmenn flokksins um að hún þurfi að stíga til hliðar, að því er segir í frétt The Guardian. Staða May veiktist ekki síst eftir að hún boðaði óvænt til kosninga fyrr á þessu ári þegar skoðanakannanir bentu til yfirburðasigurs Íhaldsflokksins. Kosningarnar fóru þó á annan veg og þurfa íhaldsmenn nú að reiða sig á íhaldssaman flokk norður-írskra sambandssinna sem verja minnihlutastjórn þeirra falli.
Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17