Rúmlega fjórðungur íslenskra barna á aldrinum 5 til 8 ára á sína eigin spjaldtölvu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 15:21 Rannsókn Steingerðar snýr að miðlanotkun barna á aldrinum 0 til 8 ára. vísir/getty 27 prósent íslenskra barna á aldrinum 5 til 8 ára sem tóku þátt í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, eiga sína eigin spjaldtölvu og 85 prósent þeirra hafa aðgang að spjaldtölvu. Þá nota yfir 30 prósent barna á fyrsta og öðru aldursári spjaldtölvu eða tölvu. Steingerður, sem er lektor á Menntavísindasviði, kynnir fyrsta yfirlit úr rannsókn sinni á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs, á morgun. Rannsóknin er unnin í samstarfi við skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Heimili og skóla, SAFT. „Rannsóknin snýr að miðlanotkun 0 til 8 ára barna. Ég skoðaði hvaða tæki og miðla börnin nota, hvaða tæki þau eiga eða hafa aðgang að. Þá var ég einnig að kanna viðhorf foreldra. Það voru sendir út 1448 spurningalistar og svör bárust frá 860 foreldrum svo svarhlutfallið var 59 prósent,“ segir Steingerður í samtali við Vísi.Steingerður Ólafsdóttir, lektor.85 prósent barna á aldrinum 5 til 8 ára hafa aðgang að spjaldtölvu samkvæmt rannsókn Steingerðar, það er samtals þau sem eiga sína eigin spjaldtölvu og þau sem hafa aðgang að henni heima hjá sér.. 10 prósent barna á aldrinum 2 til 4 eiga síðan sína eigin spjaldtölvu og samtals hafa 70 prósent þeirra aðgang að spjaldtölvu. Steingerður bendir á að þó að börn hafi aðgang að spjaldtölvu þýði það ekki að þau noti hana. Þá þurfi þetta alls ekki að vera eitthvað slæmt. „Ég myndi segja að þetta væri veruleikinn á tímum þessara snjalltækja og veruleiki sem foreldrar þurfa að takast á við. Ýmis tækifæri felast í snjalltækjunum og foreldrar ættu að leggja áherslu á að vera me börnunum við miðlanotkun,“ segir Steingerður. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar í Svíþjóð frá árinu 2010 og er rannsókn Steingerðar að fyrirmynd sænsku fjölmiðlanefndarinnar. Hún segir niðurstöðurnar í nýjustu rannsókninni sem gerð var þar sambærilegar niðurstöðum í íslensku rannsókninni nú. Eins og áður segir verður rannsóknin kynnt á Menntakviku á morgun en allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira
27 prósent íslenskra barna á aldrinum 5 til 8 ára sem tóku þátt í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur, lektors við Háskóla Íslands, eiga sína eigin spjaldtölvu og 85 prósent þeirra hafa aðgang að spjaldtölvu. Þá nota yfir 30 prósent barna á fyrsta og öðru aldursári spjaldtölvu eða tölvu. Steingerður, sem er lektor á Menntavísindasviði, kynnir fyrsta yfirlit úr rannsókn sinni á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs, á morgun. Rannsóknin er unnin í samstarfi við skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Heimili og skóla, SAFT. „Rannsóknin snýr að miðlanotkun 0 til 8 ára barna. Ég skoðaði hvaða tæki og miðla börnin nota, hvaða tæki þau eiga eða hafa aðgang að. Þá var ég einnig að kanna viðhorf foreldra. Það voru sendir út 1448 spurningalistar og svör bárust frá 860 foreldrum svo svarhlutfallið var 59 prósent,“ segir Steingerður í samtali við Vísi.Steingerður Ólafsdóttir, lektor.85 prósent barna á aldrinum 5 til 8 ára hafa aðgang að spjaldtölvu samkvæmt rannsókn Steingerðar, það er samtals þau sem eiga sína eigin spjaldtölvu og þau sem hafa aðgang að henni heima hjá sér.. 10 prósent barna á aldrinum 2 til 4 eiga síðan sína eigin spjaldtölvu og samtals hafa 70 prósent þeirra aðgang að spjaldtölvu. Steingerður bendir á að þó að börn hafi aðgang að spjaldtölvu þýði það ekki að þau noti hana. Þá þurfi þetta alls ekki að vera eitthvað slæmt. „Ég myndi segja að þetta væri veruleikinn á tímum þessara snjalltækja og veruleiki sem foreldrar þurfa að takast á við. Ýmis tækifæri felast í snjalltækjunum og foreldrar ættu að leggja áherslu á að vera me börnunum við miðlanotkun,“ segir Steingerður. Svipaðar rannsóknir hafa verið gerðar í Svíþjóð frá árinu 2010 og er rannsókn Steingerðar að fyrirmynd sænsku fjölmiðlanefndarinnar. Hún segir niðurstöðurnar í nýjustu rannsókninni sem gerð var þar sambærilegar niðurstöðum í íslensku rannsókninni nú. Eins og áður segir verður rannsóknin kynnt á Menntakviku á morgun en allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast hér.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira