Dularfull hettuklædd vera á ferð í Moggahöllinni Jakob Bjarnar skrifar 5. október 2017 10:56 Skuggabaldurinn sem hafði á brott með sér þrjár tölvur virðist hafa verið sérlega útsmoginn og sá hann við öryggiskerfi hússins. Innbrotsþjófur nokkur, sannkallaður skuggabaldur, braust inn á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í Hádegismóum. Hann hafði á brott með sér tölvur og einhverja persónulega muni. Þrjár fartölvur og tvær flíkur hurfu, í það minnsta. Það vekur eftirtekt að öryggisbúnaður í húsakynnum blaðsins virkaði ekki. Björn Thors, framkvæmdastjóri tæknideildar, hefur lýst atvikinu fyrir starfsmönnum Morgunblaðsins eins og það horfir við honum og ljóst að þjófurinn hefur verið útsmoginn með afbrigðum. Atvikið átti sér stað aðfararnótt fimmtudags fyrir viku. „Þrátt fyrir öryggismyndavélar, aðgangskortakerfi og eftirlitsferðir hefur ekki tekist að finna þjófinn. Öryggismyndavélar sem hefðu átt að ná mynd af atvikinu virkuðu ekki vegna þess að slökkt hafði verið á sjálfvikum ljósabúnaði á tveim svæðum,“ segir í tölvupósti Björns. „Einu myndirnar sem við teljum að sýni þjófinn er úr öryggismyndavél í anddyri og sýnir í endurspeglun frá gleri hettuklædda veru með (fartölvu)tösku í hægra horni og síðan sést viðkomandi ganga inn í móttökustúkuna.“ Sú mynd er tekinn klukkan 23:45. Ekki eru sjáanleg merki um innbrot en hugsanlega hefur viðkomandi komist inn um opinn glugga á austurhlið hússins. „Ekki er útilokað að viðkomandi hafi haft aðgangskort en því miður var slökkt á skráningunni í aðgangskortakerfinu.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira
Innbrotsþjófur nokkur, sannkallaður skuggabaldur, braust inn á ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í Hádegismóum. Hann hafði á brott með sér tölvur og einhverja persónulega muni. Þrjár fartölvur og tvær flíkur hurfu, í það minnsta. Það vekur eftirtekt að öryggisbúnaður í húsakynnum blaðsins virkaði ekki. Björn Thors, framkvæmdastjóri tæknideildar, hefur lýst atvikinu fyrir starfsmönnum Morgunblaðsins eins og það horfir við honum og ljóst að þjófurinn hefur verið útsmoginn með afbrigðum. Atvikið átti sér stað aðfararnótt fimmtudags fyrir viku. „Þrátt fyrir öryggismyndavélar, aðgangskortakerfi og eftirlitsferðir hefur ekki tekist að finna þjófinn. Öryggismyndavélar sem hefðu átt að ná mynd af atvikinu virkuðu ekki vegna þess að slökkt hafði verið á sjálfvikum ljósabúnaði á tveim svæðum,“ segir í tölvupósti Björns. „Einu myndirnar sem við teljum að sýni þjófinn er úr öryggismyndavél í anddyri og sýnir í endurspeglun frá gleri hettuklædda veru með (fartölvu)tösku í hægra horni og síðan sést viðkomandi ganga inn í móttökustúkuna.“ Sú mynd er tekinn klukkan 23:45. Ekki eru sjáanleg merki um innbrot en hugsanlega hefur viðkomandi komist inn um opinn glugga á austurhlið hússins. „Ekki er útilokað að viðkomandi hafi haft aðgangskort en því miður var slökkt á skráningunni í aðgangskortakerfinu.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Erlent Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Erlent Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Innlent Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Erlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Staðfest að uppruni E.coli smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Sjá meira