Innlent

Tannálfurinn ætti að gefa 100 eða 500 krónur fyrir hverja tönn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tæpum tíu prósentum þátttakanda fannst að tannálfurinn ætti ekki að skilja eftir peninga undir koddum barna.
Tæpum tíu prósentum þátttakanda fannst að tannálfurinn ætti ekki að skilja eftir peninga undir koddum barna.
Hlutverk tannálfsins er að skipta nýdottnum tönnum undir koddum barna út fyrir peninga. Ekki eru allir sammála um upphæðina sem tannálfurinn ætti að skilja eftir fyrir hverja tönn sem barn setur undir koddann sinn eða hvort hann ætti að gera það yfir höfuð. Samkvæmt könnun MMR finnst flestum Íslendingum þó viðeigandi að tannálfurinn ætti að skilja eftir 100 krónur, eða 44,4 prósent. Könnunin var framkvæmd 30. ágúst - 4. september 2017.

29,6 prósentum fannst viðeigandi að tannálfurinn ætti að skilja eftir 500 krónur og 9,3 prósent þátttakanda fannst að hann ætti að skilja eftir 1.000 krónur fyrir hverja tönn. Út frá niðurstöðunum mátti sjá að því hærri sem heimilistekjur svarenda var því líklegri voru þeir til að segja að tannálfurinn ætti að skilja eftir 500 krónur fyrir hverja tönn. 20 prósent þeirra sem sögðu að tannálfurinn ætti að skilja eftir 500 krónur með undir 400 þúsund í heimilistekjur og 39 prósent með milljón eða meira í heimilistekjur.

Fæstir töldu að tannálfurinn ætti að skilja eftir lægri upphæð en 100 krónur eða hærri upphæð en 1.000 krónur. 9,9 prósent þátttakanda fannst að tannálfurinn ætti ekki að skilja eftir neinn pening.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×