Ræða May á flokksþinginu átti að vera vettvangur fyrir hana til að ná vopnum sínum eftir undirróðursstarfsemi nokkurra flokksbræðra hennar gegn formennsku hennar að undanförnu, að því er kemur fram í frétt The Guardian.
Þess í stóð fór hér um bil allt úrskeiðis sem gat farið úrskeiðis á meðan May var í pontu.
Fyrst truflaði þekktur hrekkjalómur ræðu May með því að afhenda henni uppsagnarbréf sem hann sagði að Boris Johnson, utanríkisráðherrann, hefði beðið sig um að skila til hennar. Johnson var sakaður um að grafa undan May með grein sem hann ritaði um Brexit í Daily Telepgraph í síðasta mánuði.
Eftir að hrekkjalómurinn var horfinn á braut brást May röddin og fékk hún langt hóstakast. Endaði það með að Philip Hammond, fjármálaráðherra, hennar fékk henni hálsbrjóstsykur.