Hörður Björgvin: Ég er orðinn vel pirraður Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 15:00 Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi í borginni Eskisehir á föstudagskvöldið en með sex stigum í næstu tveimur leikjum á móti Tyrkjum og Kósóvó eru strákarnir okkar öruggir með sæti í umspili um farseðil á HM 2018. „Auðvitað er þetta þægileg pæling en öll liðin eru jöfn. Ef við misstígum okkur getum við dottið niður en við erum góðir undir pressu og erum tilbúnir í slaginn. Við erum bestir undir pressu eins og sást á móti Króatíu. Þar vildum við vinna og það gerðist,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska liðsins. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Króatíu sem vannst, 1-0, en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Eftir það tók hann stöðuna af Ara Frey Skúlasyni. „Gæðin eru mikil í landsliðinu og leikmennirnir orðnir miklu betri þannig það er erfitt að komast í landsliðið og krefjast þess að fá að spila. Þegar að maður fær tækifærið reynir maður að nýta það eins vel og maður getur,“ segir hann. „Ég hef reynt að nýta mín tækifæri hingað til og vonandi heldur það bara áfram. Auðvitað er leiðinlegt fyrir aðra leikmenn sem þurfa að sitja á bekknum. Þeir eru samt alltaf tilbúnir að koma inn á þegar að kallið kemur. Það er ekki hægt að kvarta yfir liðsheildinni hérna. Það hjálpast allir að.“ Þrátt fyrir að vera byrjunarliðsmaður í landsliði sem spilaði á EM 2016 og gæti verið á leið á HM 2018 fær hann lítið sem ekkert að spila hjá B-deildarliðinu Bristol City á Englandi. „Ég er orðinn vel pirraður að innan en ég læt ekki neinn sjá það á mér. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þjálfaranum eða öðrum í teyminu. Auðvitað á ég að fá einhverja leiki þarna. Ég fæ bikarleiki sem er ekki nóg því ég verð að spila meira. Ég er ekki sáttur með þetta,“ segir Hörður Björgvin. „Ég er ánægður með að fá kallið í landsliðið en það gefur mér ekkert hjá Bristol. Það er mjög skrítið að spila vel með landsliðinu á móti góðum leikmönnum en fá ekkert fyrir það hjá félagsliðinu mínu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi í borginni Eskisehir á föstudagskvöldið en með sex stigum í næstu tveimur leikjum á móti Tyrkjum og Kósóvó eru strákarnir okkar öruggir með sæti í umspili um farseðil á HM 2018. „Auðvitað er þetta þægileg pæling en öll liðin eru jöfn. Ef við misstígum okkur getum við dottið niður en við erum góðir undir pressu og erum tilbúnir í slaginn. Við erum bestir undir pressu eins og sást á móti Króatíu. Þar vildum við vinna og það gerðist,“ segir Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður íslenska liðsins. Hörður kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Króatíu sem vannst, 1-0, en hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins. Eftir það tók hann stöðuna af Ara Frey Skúlasyni. „Gæðin eru mikil í landsliðinu og leikmennirnir orðnir miklu betri þannig það er erfitt að komast í landsliðið og krefjast þess að fá að spila. Þegar að maður fær tækifærið reynir maður að nýta það eins vel og maður getur,“ segir hann. „Ég hef reynt að nýta mín tækifæri hingað til og vonandi heldur það bara áfram. Auðvitað er leiðinlegt fyrir aðra leikmenn sem þurfa að sitja á bekknum. Þeir eru samt alltaf tilbúnir að koma inn á þegar að kallið kemur. Það er ekki hægt að kvarta yfir liðsheildinni hérna. Það hjálpast allir að.“ Þrátt fyrir að vera byrjunarliðsmaður í landsliði sem spilaði á EM 2016 og gæti verið á leið á HM 2018 fær hann lítið sem ekkert að spila hjá B-deildarliðinu Bristol City á Englandi. „Ég er orðinn vel pirraður að innan en ég læt ekki neinn sjá það á mér. Ég veit ekki hvað fer í gegnum hausinn á þjálfaranum eða öðrum í teyminu. Auðvitað á ég að fá einhverja leiki þarna. Ég fæ bikarleiki sem er ekki nóg því ég verð að spila meira. Ég er ekki sáttur með þetta,“ segir Hörður Björgvin. „Ég er ánægður með að fá kallið í landsliðið en það gefur mér ekkert hjá Bristol. Það er mjög skrítið að spila vel með landsliðinu á móti góðum leikmönnum en fá ekkert fyrir það hjá félagsliðinu mínu,“ segir Hörður Björgvin Magnússon. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30