Undirbjuggu veglegt lokahóf en félögum þótti kostnaðurinn of mikill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. október 2017 13:00 94% leikmanna í efstu deildum karla og kvenna vilja að lokahóf KSÍ verði endurvakið. Þetta kom fram í könnun sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna liðanna í Pepsi-deild karla og kvenna í sumar. Alls tóku 293 leikmenn þátt í könnuninni og svöruðu 274 spurningunni hvort þau vildu að lokahófið yrði endurvakið játandi. Þá var mikill meirihluti sem sagðist myndu mæta á hófið yrði það endurvakið. Leikmannasamtökin fóru í framhaldinu í þá vinnu að skipuleggja hófið, sem átti að fara fram á föstudaginn. Óhætt er að segja að um veglegt hóf hefði verið að ræða. Þriggja rétta matseðill, Sveppi og Auddi í veislustjórn og Stuðmenn að spila fyrir balli sem átti að vera í Kaplakrika. Miðaverð var 15 þúsund krónur sem áttu að skiptast jafnt milli KSÍ, félaganna og leikmanna Málið hafi strandað, að sögn Kristins Björgúlfssonar formanns Leikmannasamtaka Íslands, á félögunum í Íslenskum Toppfótbolta þegar kom að kostnaðinum. Óskað hafði verið eftir 150 þúsund krónum frá hverju félagi sem formenn félaganna töldu of mikið.Formaðurinn vill veglegt hóf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að hann vildi halda veglegt lokahóf KSÍ. „Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni,“ sagði Guðni. „KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna.“ Bætti Guðni við á léttum nótum að fólk sem þekkti til hans vissi að hann væri alltaf til í gott partý.Lokahófið í Háskólabíó 2009. Hér er lið ársins í Pepsi-deild kvenna.Vísir/DaníelBreytingar undanfarin ár Lokahóf KSÍ fóru fram á Broadway á Hótel Íslandi um árabil. Þar mættu leikmenn, borðuðu góðan mat og svo voru verðlaunahafar heiðraðir á sviði. Óhætt er að segja að á hápunkti sínum hafi verið um að ræða mikið partý þar sem knattspyrnufólk tók vel á því. Fjara fór undan lokahófunum fyrir um tíu árum og færði Knattspyrnusamband Íslands lokahófið í Háskólabíó þar sem boðið var upp á pinnamat. Í framhaldinu var prófað að halda hófið í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. Í fyrra og aftur í ár voru verðlaunahafar svo einfaldlega heiðraðir að loknum síðasta leik. Bestu og efnilegustu leikmenn auk markaskorara.Kristinn Björgúlfsson í háloftunum í bláum og hvítum búningi ÍR.Vísir/StefánVildu 150 þúsund krónur frá hverju félagi Kristinn Björgúlfsson hjá Leikmannasamtökunum útskýrir að undirbúningur fyrir lokahófið hafi hafist um leið og Guðni var kosinn formaður KSÍ í febrúar. Samtökin funduðu með fyrirliðum liðanna og eftir að niðurstöður úr könnuninni afgerandi lágu fyrir fóru þeir á fund Íslensks Toppfótbolta og kynntu plön sín. Undirtektirnar voru ekki sérstakar að sögn Kristins og enn dræmari þegar óskað var eftir 150 þúsund krónum frá hverju liði í lokahófið. Var það að tillögu Guðna að allir kæmu að hófinu saman, allir legðu eitthvað til. Vegna þess að hófið þótti of dýrt var farið í að breyta hófinu. Í stað þess að vera með þriggja rétt boð í Kaplakrika var lagt upp með standandi pinnapartý í Gamla bíó. Dagskráin var eftirfarandi: 18:30 Húsið opnar með fordrykk 18:45 Landsleikur Tyrkland – Ísland. 21:15 Formleg dagskrá hefst. Sveppi verður kynnir kvöldsins 21:30 Pepsímörk Karla 15 mín. Ræða og video 21:45 Úrvalslið Pepsí Karla kynnt 20-30 mín 22:15 Pepsímörk kvenna ræða og video 15 mín. 22:30 Úrvalslið kvenna kynnt 20-30 mín 23:00 Sveppi 15 mín 23:15 Adidas veitir Gull, Silfur og Brons skó.10 -15 mín 23:30 Bestu dómarar karla og kvenna 10 - 15 mín 23:45 Efnilegustu leikmenn karla og kvenna kynntir 00:15 Bestu leikmenn karla og kvenna kynntir 00:45 Sveppi lokar kvöldinu 01:00 lokahófi lýkurÁrið 2014 fór hófið fram í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.Vísir/ErnirEnginn peningur frá félögunum Leikmannasamtökin óskuðu eftir 50 þúsund krónu framlagi frá hverju liði í nýja útfærslu hófsins en félögin sögðu ekki möguleika á að leggja pening í hófið. „Þar með dró KSÍ sinn stuðning tilbaka fyrir hófinu og þar sem þetta gerist svo seint þá var ekki annað hægt en að setja hófið á ís þar til næsta ár. Við erum þegar byrjuð að vinna í lokahófinu á næsta ári og greinilegt að kynningin þarf að verða betri og félögin þurfa að vilja taka þátt,“ segir Kristinn. Handknattleikssamband Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands standa fyrir lokahófum og greinilegt er að vilji leikmanna er fyrir því að hófið verði endurvakið hjá KSÍ. „Við höfum ítrekað sagt að við skulum halda hófið, standa fyrir skipulagningu og vinna með ÍTF og KSÍ í þeim efnum,“ segir Kristinn.Að neðan má sjá myndasyrpu frá lokahófum KSÍ á árunum 2003 til 2007 þegar þau fóru enn fram á Broadway. Eins og sjá má var mikil stemmning á hófunum. Verðlaunahafra á lokahófinu árið 2005 með Tryggva Guðmundsson markahrók í broddi fylkingar.Vísir/Teitur JónassonVísir/DaníelGuðni Bergsson á lokahófi KSÍ á Broadway árið 2007. Með honum á myndinni eru markaskorararnir Ríkharður Daðason og Anthony Karl Gregory.vísir/daníel Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Aðgerða er þörf KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. 2. október 2017 06:00 Guðni vill halda veglegt lokahóf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. 2. október 2017 10:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
94% leikmanna í efstu deildum karla og kvenna vilja að lokahóf KSÍ verði endurvakið. Þetta kom fram í könnun sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna liðanna í Pepsi-deild karla og kvenna í sumar. Alls tóku 293 leikmenn þátt í könnuninni og svöruðu 274 spurningunni hvort þau vildu að lokahófið yrði endurvakið játandi. Þá var mikill meirihluti sem sagðist myndu mæta á hófið yrði það endurvakið. Leikmannasamtökin fóru í framhaldinu í þá vinnu að skipuleggja hófið, sem átti að fara fram á föstudaginn. Óhætt er að segja að um veglegt hóf hefði verið að ræða. Þriggja rétta matseðill, Sveppi og Auddi í veislustjórn og Stuðmenn að spila fyrir balli sem átti að vera í Kaplakrika. Miðaverð var 15 þúsund krónur sem áttu að skiptast jafnt milli KSÍ, félaganna og leikmanna Málið hafi strandað, að sögn Kristins Björgúlfssonar formanns Leikmannasamtaka Íslands, á félögunum í Íslenskum Toppfótbolta þegar kom að kostnaðinum. Óskað hafði verið eftir 150 þúsund krónum frá hverju félagi sem formenn félaganna töldu of mikið.Formaðurinn vill veglegt hóf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagði í Bítinu á Bylgjunni í gær að hann vildi halda veglegt lokahóf KSÍ. „Ég ræddi þetta fyrir tímabilið við fyrirliða félaganna og forsvarsmann leikmannasamtakanna þar sem var rætt um að koma þessu á. Þó auðvitað með þeim fyrirvara að það væri í samvinnu við félögin í deildinni,“ sagði Guðni. „KSÍ var tilbúið að koma að þessu en það tókst einhverra hluta vegna ekki að koma þessu á legg með félögunum. Ég myndi vilja setjast niður með félögunum og ræða þetta því mér finnst vera meiri bragur á því að halda veglegt lokahóf.“ „Nú eru félögin sjálf með sín lokahóf sem jafnvel eru líka fjáröflun fyrir félögin. Ég sjálfur setti á oddinn að vera með lokahóf en það verður illa gert án aðkomu félaganna.“ Bætti Guðni við á léttum nótum að fólk sem þekkti til hans vissi að hann væri alltaf til í gott partý.Lokahófið í Háskólabíó 2009. Hér er lið ársins í Pepsi-deild kvenna.Vísir/DaníelBreytingar undanfarin ár Lokahóf KSÍ fóru fram á Broadway á Hótel Íslandi um árabil. Þar mættu leikmenn, borðuðu góðan mat og svo voru verðlaunahafar heiðraðir á sviði. Óhætt er að segja að á hápunkti sínum hafi verið um að ræða mikið partý þar sem knattspyrnufólk tók vel á því. Fjara fór undan lokahófunum fyrir um tíu árum og færði Knattspyrnusamband Íslands lokahófið í Háskólabíó þar sem boðið var upp á pinnamat. Í framhaldinu var prófað að halda hófið í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll. Í fyrra og aftur í ár voru verðlaunahafar svo einfaldlega heiðraðir að loknum síðasta leik. Bestu og efnilegustu leikmenn auk markaskorara.Kristinn Björgúlfsson í háloftunum í bláum og hvítum búningi ÍR.Vísir/StefánVildu 150 þúsund krónur frá hverju félagi Kristinn Björgúlfsson hjá Leikmannasamtökunum útskýrir að undirbúningur fyrir lokahófið hafi hafist um leið og Guðni var kosinn formaður KSÍ í febrúar. Samtökin funduðu með fyrirliðum liðanna og eftir að niðurstöður úr könnuninni afgerandi lágu fyrir fóru þeir á fund Íslensks Toppfótbolta og kynntu plön sín. Undirtektirnar voru ekki sérstakar að sögn Kristins og enn dræmari þegar óskað var eftir 150 þúsund krónum frá hverju liði í lokahófið. Var það að tillögu Guðna að allir kæmu að hófinu saman, allir legðu eitthvað til. Vegna þess að hófið þótti of dýrt var farið í að breyta hófinu. Í stað þess að vera með þriggja rétt boð í Kaplakrika var lagt upp með standandi pinnapartý í Gamla bíó. Dagskráin var eftirfarandi: 18:30 Húsið opnar með fordrykk 18:45 Landsleikur Tyrkland – Ísland. 21:15 Formleg dagskrá hefst. Sveppi verður kynnir kvöldsins 21:30 Pepsímörk Karla 15 mín. Ræða og video 21:45 Úrvalslið Pepsí Karla kynnt 20-30 mín 22:15 Pepsímörk kvenna ræða og video 15 mín. 22:30 Úrvalslið kvenna kynnt 20-30 mín 23:00 Sveppi 15 mín 23:15 Adidas veitir Gull, Silfur og Brons skó.10 -15 mín 23:30 Bestu dómarar karla og kvenna 10 - 15 mín 23:45 Efnilegustu leikmenn karla og kvenna kynntir 00:15 Bestu leikmenn karla og kvenna kynntir 00:45 Sveppi lokar kvöldinu 01:00 lokahófi lýkurÁrið 2014 fór hófið fram í höfuðstöðvum KSÍ við Laugardalsvöll.Vísir/ErnirEnginn peningur frá félögunum Leikmannasamtökin óskuðu eftir 50 þúsund krónu framlagi frá hverju liði í nýja útfærslu hófsins en félögin sögðu ekki möguleika á að leggja pening í hófið. „Þar með dró KSÍ sinn stuðning tilbaka fyrir hófinu og þar sem þetta gerist svo seint þá var ekki annað hægt en að setja hófið á ís þar til næsta ár. Við erum þegar byrjuð að vinna í lokahófinu á næsta ári og greinilegt að kynningin þarf að verða betri og félögin þurfa að vilja taka þátt,“ segir Kristinn. Handknattleikssamband Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands standa fyrir lokahófum og greinilegt er að vilji leikmanna er fyrir því að hófið verði endurvakið hjá KSÍ. „Við höfum ítrekað sagt að við skulum halda hófið, standa fyrir skipulagningu og vinna með ÍTF og KSÍ í þeim efnum,“ segir Kristinn.Að neðan má sjá myndasyrpu frá lokahófum KSÍ á árunum 2003 til 2007 þegar þau fóru enn fram á Broadway. Eins og sjá má var mikil stemmning á hófunum. Verðlaunahafra á lokahófinu árið 2005 með Tryggva Guðmundsson markahrók í broddi fylkingar.Vísir/Teitur JónassonVísir/DaníelGuðni Bergsson á lokahófi KSÍ á Broadway árið 2007. Með honum á myndinni eru markaskorararnir Ríkharður Daðason og Anthony Karl Gregory.vísir/daníel
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Aðgerða er þörf KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. 2. október 2017 06:00 Guðni vill halda veglegt lokahóf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. 2. október 2017 10:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Aðgerða er þörf KSÍ er hætt að halda hóf fyrir liðin og þetta hefur farið úr risastóru partýi á Hótel Íslandi niður í verðlaunaafhendingu í Háskólabíói og í það að KSÍ dreifi verðlaunum eins og áður er upptalið. 2. október 2017 06:00
Guðni vill halda veglegt lokahóf Guðni Bergsson, formaður KSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun til þess að svara gagnrýni í Fréttablaðinu í dag. 2. október 2017 10:45