Fótbolti

Hitinn of mikill fyrir hádegisæfingu hjá strákunum okkar

Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar
Heimir Hallgrímsson þarf ekki úlpu né húfu í Antalya.
Heimir Hallgrímsson þarf ekki úlpu né húfu í Antalya. vísir/eyþór
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta eru staddir í Antalya í Tyrklandi þar sem þeir æfa í dag og á morgun áður en flogið verður yfir til Eskisehir þar sem Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöldið.

Til stóð að strákarnir myndu æfa klukkan 11.00 í dag að staðartíma eða klukkan 8.00 að íslenskum tíma en æfingunni þurfti að fresta um sex klukkustundir vegna hitans í Antalya.

Nú undir hádegið er hitinn að nálgast 30 gráður í Antalya og vildi Heimir Hallgrímsson því frekar láta strákana æfa þegar hitinn verður minni en talið er að hann falli um allt að fimmtán gráður á þessum sex klukkutímum.

Leikurinn sjálfur fer ekki fram í miklum hita en klukkan verður orðin 21.45 að staðartíma þegar hann hefst í Eskisehir á föstudagskvöldið.

Fréttamenn 365 eru mættir til Antalya og munu flytja fréttir af strákunum okkar allt þar til leiknum mikilvæga gegn Tyrklandi lýkur á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×