Bókaprentun á ekki afturkvæmt til Íslands Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. október 2017 22:05 Aldrei hefur hærra hlutfall íslenskra bóka verið prentað utan landssteinanna. Vísir/Valli Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann. Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Sterkt gengi krónunnar er ein helsta ástæðan fyrir því að meira en helmingur innbundinna íslenskra bóka er prentaður erlendis. Framkvæmdastjóri prentsmiðjunnar Odda segir að aðeins annað hrun geti gert það hagstæðara að prenta á Íslandi. Oddi tilkynnti fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að hætta að prenta innbundnar bækur í byrjun næsta árs. Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Odda, segir það hafa aðeins verið tímaspursmál hvenær slík ákvörðun yrði tekin. „Það má segja að við höfum gefið þessu lengri möguleika en við hefðum átt að gera. Nú er bara staðan orðin þannig að við treystum ekki til að halda áfram lengur með þessa framleiðslu,“ segir hann. Í samkeppnislöndum séu önnur laun og gengi krónunnar hafi unnið gegn íslenskum prentsmiðjum undanfarið.Hærra hlutfall prentað erlendis en nokkru sinni áður Georg Páll Skúlason, formaður stéttarfélagsins Grafíu sem bókagerðarmenn tilheyra, segir að 52,5% íslenskra bóka hafi verið prentaðar erlendis síðast þegar könnun var gerð á því. Það sé hæsta hlutfall frá því að slíkar mælingar hófust. Hann segir félagsmenn ágætlega í stakk búna fyrir breytingar. Félagið hafi unnið í því að undirbúa félagsmenn fyrir nýjungar. Einnig hjálpi að atvinnuástand sé almennt gott. Kristján Geir á ekki von á að prentun bóka færist aftur til Íslands í bráð. Á hrunárunum hafi það orðið hagstæðara að prenta á Íslandi en hann ætli sér þó ekki að spá öðru hruni. „Það er í rauninni það eina sem myndi búa til umhverfi til þess að við myndum fara að snúa til baka. Það er ekki að fara að gerast,“ segir hann.
Menning Tengdar fréttir Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Innbundið prent of dýrt hjá Odda "Framleiðsla innbundinna bóka á Íslandi hefur átt undir högg að sækja um langt skeið,“ segir í fréttatilkynningu frá Odda þar sem fram kemur að fyrirtækið hætti prentun og framleiðslu á innbundnum bókum eftir áramót. 29. september 2017 06:00