Innlent

Enn á eftir að skipa rektor MR

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yngvi Pétursson var kvaddur á föstudaginn.
Yngvi Pétursson var kvaddur á föstudaginn. vísir/stefán
Enn hefur ekki verið skipað í stöður rektors Menntaskólans í Reykjavík og Fjölbrautaskólans við Ármúla. Skipa átti í stöðurnar frá og með 1. október síðastliðnum.

Umsóknarfrestur um stöðurnar rann út 8. ágúst síðastliðinn eða fyrir rúmum tveimur mánuðum. Níu sóttu um stöðu rektors MR og fjórir um stöðu skólameistara Fjölbrautaskólans við Ármúla.

Kveðjuathöfn var haldin til heiðurs Yngva Péturssyni, rektor MR, á föstudaginn. Hann lét af störfum í gær. Það var skólafélagið og nemendur sem stóðu fyrir kveðju­athöfninni.

Starfandi skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla er Ólafur H. Sigurjónsson. Hann hefur verið aðstoðarskólameistari um árabil en er ekki á meðal umsækjenda um stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×