Max Verstappen vann í Malasíu | Sebastian Vettel fjórði Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. október 2017 08:27 Max Verstappen fór fram úr Lewis Hamilton snemma í keppninni og sá fáa eftir það. Vísir/Getty Max Verstappen á Red Bull vann malasíska kappaksturinn í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Helsti keppinautur Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna, Sebastian Vettel átti afleiddan dag í gær og ræsti aftastur. Hann varð þó fjórði í keppninni. Hann náði þá að lágmarka skaðan eins og best varð. Munurinn var 28 stig fyrir keppnina og varð 34 stig í dag. Brautin var rök í ræsingunni og þeir sem ræstu í oddatölusætunum voru á blautari hluta brautarinnar. Kimi Raikkonen gat ekki ræst á brautinni, það kom upp túrbínuvandamál á leiðinni á ráslínuna. Honum var svo trillað af ráslínunni og inn í bílskúr til að reyna að gera við bílinn. Ferrari menn áttu ekki mikla von á stigum þegar keppnin var ræst. Sebastian Vettel var síðastur og Raikkonen á þjónustusvæðinu og ekki að fara neitt. Hamilton átti frábæra ræsingu og var hreinlega einmanna í gegnum fyrstu beygjurnar. Sebastian Vettel á Ferrari var orðinn 13. eftir fyrsta hring. Hann fór upp um sex sæti á fyrsta hring. Verstappen tók fram úr Hamilton í fyrstu beygju á fjórða hring með djarfri dýfu. Verstappen bjó til bil og losnaði við Hamilton út úr DRS svæðinu, þar sem Hamilton má opna afturvænginn. Ricciardo stal þriðja sætinu af Valtteri Bottas á Mercedes á níunda hring. Vettel var orðinn sjötti á 14. hring. Hann hafði þá unnið sig upp um fjórtán sæti. Hann hirti svo fimmta sætið af Sergio Perez á Force India á 21. hring. Fyrir framan Vettel á þeim tímapunkti voru Red Bull og Mercedes ökumennirnir.Vettel var mikið í þessu í dag, að taka fram úr.Vísir/GettyHamilton tók þjónustuhlé á 27. hring, hann tók notuð mjúk dekk undir bílinn. Vettel kom svo inn á næsta hring, ásamt Verstappen. Vettel kom út í sjötta sæti á eftir Perez, Red Bull og Mercedes ökumenn. Vettel komst fram úr Bottas í gegnum þjónustushlé. Ricciardo kom svo inn á 30. hring og fékk mjúk dekk undir. Vettel komst í fjórða sæti þegar Perez fór inn á þjónusstusvæðið á 31. hring. Þá var spurning hvort Vettel kæmist hreinlega ofar. Vettel gerði sig líklegan til að taka þriðja sætið af Ricciardo á 36. hring þegar tíu hringir voru eftir. Vettel gerði heiðarlega tilraun á hring 49. en Ricciardo lokaði heldur snaggaralega á Vettel. Þegar 50. hringur rann upp virtist sem allt loft væri úr Vettel. Hann hefur sennilega klárað dekkin í baráttunni við Ricciardo. Verstappen sigldi 25 stigum heim sem er ágætis búbót fyrir hann í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann hafði hingað til fallið úr leik í sjö keppnum af fjórtán. Vettel lenti í samstuði við Lance Stroll á leiðinni inn á þjónustusvæðið og Ferrari bíllinn kom illa út úr því. Það gæti kostað hann gírkassa fyrir næstu keppni. Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45 Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. september 2017 12:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Max Verstappen á Red Bull vann malasíska kappaksturinn í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji. Helsti keppinautur Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna, Sebastian Vettel átti afleiddan dag í gær og ræsti aftastur. Hann varð þó fjórði í keppninni. Hann náði þá að lágmarka skaðan eins og best varð. Munurinn var 28 stig fyrir keppnina og varð 34 stig í dag. Brautin var rök í ræsingunni og þeir sem ræstu í oddatölusætunum voru á blautari hluta brautarinnar. Kimi Raikkonen gat ekki ræst á brautinni, það kom upp túrbínuvandamál á leiðinni á ráslínuna. Honum var svo trillað af ráslínunni og inn í bílskúr til að reyna að gera við bílinn. Ferrari menn áttu ekki mikla von á stigum þegar keppnin var ræst. Sebastian Vettel var síðastur og Raikkonen á þjónustusvæðinu og ekki að fara neitt. Hamilton átti frábæra ræsingu og var hreinlega einmanna í gegnum fyrstu beygjurnar. Sebastian Vettel á Ferrari var orðinn 13. eftir fyrsta hring. Hann fór upp um sex sæti á fyrsta hring. Verstappen tók fram úr Hamilton í fyrstu beygju á fjórða hring með djarfri dýfu. Verstappen bjó til bil og losnaði við Hamilton út úr DRS svæðinu, þar sem Hamilton má opna afturvænginn. Ricciardo stal þriðja sætinu af Valtteri Bottas á Mercedes á níunda hring. Vettel var orðinn sjötti á 14. hring. Hann hafði þá unnið sig upp um fjórtán sæti. Hann hirti svo fimmta sætið af Sergio Perez á Force India á 21. hring. Fyrir framan Vettel á þeim tímapunkti voru Red Bull og Mercedes ökumennirnir.Vettel var mikið í þessu í dag, að taka fram úr.Vísir/GettyHamilton tók þjónustuhlé á 27. hring, hann tók notuð mjúk dekk undir bílinn. Vettel kom svo inn á næsta hring, ásamt Verstappen. Vettel kom út í sjötta sæti á eftir Perez, Red Bull og Mercedes ökumenn. Vettel komst fram úr Bottas í gegnum þjónustushlé. Ricciardo kom svo inn á 30. hring og fékk mjúk dekk undir. Vettel komst í fjórða sæti þegar Perez fór inn á þjónusstusvæðið á 31. hring. Þá var spurning hvort Vettel kæmist hreinlega ofar. Vettel gerði sig líklegan til að taka þriðja sætið af Ricciardo á 36. hring þegar tíu hringir voru eftir. Vettel gerði heiðarlega tilraun á hring 49. en Ricciardo lokaði heldur snaggaralega á Vettel. Þegar 50. hringur rann upp virtist sem allt loft væri úr Vettel. Hann hefur sennilega klárað dekkin í baráttunni við Ricciardo. Verstappen sigldi 25 stigum heim sem er ágætis búbót fyrir hann í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hann hafði hingað til fallið úr leik í sjö keppnum af fjórtán. Vettel lenti í samstuði við Lance Stroll á leiðinni inn á þjónustusvæðið og Ferrari bíllinn kom illa út úr því. Það gæti kostað hann gírkassa fyrir næstu keppni.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45 Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30 Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. september 2017 12:00 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton á ráspól og Vettel aftastur Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel lenti í bilunum og setti ekki tíma. 30. september 2017 09:45
Max Verstappen og Sebastian Vettel fljótastir á föstudegi Max Verstappen á Red Bull var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir malasíska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á seinni æfingunni. 29. september 2017 21:30
Hamilton: Skemmtilega óvænt að ná ráspól Lewis Hamilton á Mercedes náði sínum fjórða ráspól í röð í dag. Hann náði einnig sínu 70. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 30. september 2017 12:00