Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 07:53 Erfiðlega hefur gengið að keyra birgðum um götur og vegi Puerto Rico vegna skemmda og braks. Vísir/AFP Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira