Þingmaður grét þegar hann ræddi Puerto Rico Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2017 07:53 Erfiðlega hefur gengið að keyra birgðum um götur og vegi Puerto Rico vegna skemmda og braks. Vísir/AFP Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Þingmaðurinn Luis V. Gutiérrez, einn fjögurra þingmanna Bandaríkjanna sem fæddist í Puerto Rico, brast í grát í viðtali í gærkvöldi. Þar var hann að ræða ástandið í Puerto Rico eftir fellibylinn Maria og viðbrögð stjórnvalda og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann sagði stjórnvöld hafa staðið sig „skammarlega“ við að aðstoða þær 3,4 milljónir Bandaríkjamanna sem búa í Puerto Rico. Eyðileggingin er mikil eftir Mariu og eru innviði eyjunnar í rúst. Minnst sextán létu lífið. Eftir að borgarstjóri San Juan gagnrýndi Trump opinberlega veittist hann að henni og öllum íbúum Puerto Rico á Twitter í gær. Hann sagði hana hafa sýnt lélega leiðtogahæfileika og að íbúar Puerto Rico vildu fá allt upp í hendurnar.Sjá einnig: Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar.Gutiérrez, sem er repúblikani, sagði að átta dögum eftir Mariu hefðu viðbragðsaðilar verið að láta fimm manna fjölskyldur hafa eina flösku af vatni og eina máltíð. „Bandaríkin eru öflugasta og auðugasta þjóð heimsins og þetta eru ekki viðbrögð sem sýna mátt okkar og auð,“ sagði Gutiérrez við CNN.Rep. Luis Gutierrez: U.S. work on the ground in Puerto Rico is "disgraceful," inadequate response is costing lives https://t.co/yE2txd0l6d— OutFrontCNN (@OutFrontCNN) September 29, 2017 Trump hefur orðið fyrir gagnrýni vegna viðbragða ríkisstjórnar hans. Fyrstu fjóra dagana eftir að Maria skall á Puerto Rico, þann 20. september, heyrðist lítið frá Hvíta húsinu samkvæmt frétt Washington Post (sem mögulega þarf að greiða aðgang fyrir).Íbúar eyjunnar sem CNN ræddi við sögðu viðbrögð stjórnvalda hafa verið allt önnur þegar fellibyljirnir Harvey og Irma fóru yfir Texas og Flórída.Rúmlega ellefu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú sagðir vera í Puerto Rico við hjálparstörf og viðgerðir. Yfirvöld hafa nú lofað að koma 1,7 milljón máltíða og 2,5 milljón lítrum af vatni til Puerto Rico. Það hefur þó reynst erfitt að koma vörum frá höfnum og flugvöllum Puerto Rico þar sem vegir og önnur innviði eru illa farnir.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira