Enn tapar Everton í Evrópudeildinni | Sjáðu mörkin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2017 21:00 Gylfi og Williams fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. Leikurinn byrjaði ömurlega fyrir Everton því liðið fékk dæmt á sig víti eftir um fimm mínútna leik. Úr henni skoraði Nabil Fekir fyrir Lyon. Það var samvinna tveggja fyrrum Swansea-manna sem skilaði Everton jöfnunarmarki á 69. mínútu. Gylfi Þór með glæsilega sendingu á Ashley Williams sem kláraði færið vel. Þá voru aðeins 223 sekúndur liðnar frá því að Williams fékk gula spjaldið í leiknum en hefði líklega átt að fá rautt er upp úr sauð milli liðanna. Everton var nánast enn að fagna markinu er Bertrand Traore skoraði fyrir Lyon og kom þeim yfir á nýjan leik. Það reyndist vera sigurmark leiksins. Everton er í neðsta sæti E-riðils eftir þrjá leiki með aðeins eitt stig. Lyon er í öðru sæti með fimm. Sjá má mörkin í leiknum hér að neðan.Úrslit: Everton - Lyon 1-2 Villarreal - Slavia Prag 2-2 Skenderbeu Korce - Partizan 0-0 Dynamo Kiev - Young Boys 2-2 AC Milan - AEK 0-0 Austria Vín - Rijeka 1-3 Atalanta - Apollon 3-1 Braga - Ludogorets 0-2 Hoffenheim - Buyuksehir 3-1 Sheriff - Lokomotiv Moskva 1-1 Zlín - FCK 1-1Staðan í Evrópudeildinni. Evrópudeild UEFA
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark fyrir Everton í kvöld en það dugði ekki til því liðið tapaði, 1-2, á heimavelli gegn Lyon. Leikurinn byrjaði ömurlega fyrir Everton því liðið fékk dæmt á sig víti eftir um fimm mínútna leik. Úr henni skoraði Nabil Fekir fyrir Lyon. Það var samvinna tveggja fyrrum Swansea-manna sem skilaði Everton jöfnunarmarki á 69. mínútu. Gylfi Þór með glæsilega sendingu á Ashley Williams sem kláraði færið vel. Þá voru aðeins 223 sekúndur liðnar frá því að Williams fékk gula spjaldið í leiknum en hefði líklega átt að fá rautt er upp úr sauð milli liðanna. Everton var nánast enn að fagna markinu er Bertrand Traore skoraði fyrir Lyon og kom þeim yfir á nýjan leik. Það reyndist vera sigurmark leiksins. Everton er í neðsta sæti E-riðils eftir þrjá leiki með aðeins eitt stig. Lyon er í öðru sæti með fimm. Sjá má mörkin í leiknum hér að neðan.Úrslit: Everton - Lyon 1-2 Villarreal - Slavia Prag 2-2 Skenderbeu Korce - Partizan 0-0 Dynamo Kiev - Young Boys 2-2 AC Milan - AEK 0-0 Austria Vín - Rijeka 1-3 Atalanta - Apollon 3-1 Braga - Ludogorets 0-2 Hoffenheim - Buyuksehir 3-1 Sheriff - Lokomotiv Moskva 1-1 Zlín - FCK 1-1Staðan í Evrópudeildinni.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti