Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2017 10:05 Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns yfirgefa opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Eyþór Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt. Þetta kom fram í máli Brynjars Kvaran, sviðsstjóra fullnustusviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlisnefndar um málið nú í morgun. Fulltrúar Pírata og Vinstri grænna í nefndinni óskuðu eftir fundinum. Þau hafa einnig farið fram á það að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aðgang að öllum gögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins. Í því samhengi er vísað á 51. Grein laga um þingsköp. Úr lögum um þingsköp:[[51. gr.]1) Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarinnar þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar. Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns og Brynjar Kvaran sviðsstjóri fullnustusviðs eru fyrstu gestir fundarins. Þau hafa skýrt tekið fram að þau geti lítið tjáð sig beint um einstök mál. Þau segja þessu tiltekna máli hins vegar lokið hjá embætti sýslumanns. „Þegar lögbannsbeiðni kemur til sýslumanns þá þarf yfirleitt að bregðast mjög skjótt við. Það skiptir ekki máli hvaða aðila er um að ræða eða hvaða aðstæður eru uppi í samfélaginu,“ segir Þuríður. Mögulegt að fara fram á endurupptökuLögbann er í eðli sínu bráðabirgðaaðgerð, eins og kemur ítrekað fram í máli fulltrúa sýslumannsins. Lögbann gildir í eina viku og ef því er ekki skotið til dómstóla fellur það niður. Hins vegar geta báðir aðilar málsins farið fram á endurupptöku málsins. Ef dómstóll kemst að því að lögbann hafi ekki verið réttmætt, getur sá sem fer fram á lögbannið verið skaðabótaskyldur gagnvart gerðarþola. „Það er ákvæði um endurupptöku. Aðilar málsins geta lagt inn beiðni að endurupptöku, gerðarbeiðandi og gerðarþoli. Það má rétt hnykkja á því líka að þessar gerðir eru gerðar, þetta er framkvæmd á ábyrgð gerðarbeiðanda. Það er sérstakur kafli um skaðabætur í lögunum vegna kyrrsetningar og lögbannsgerða,“ segir Brynjar Kvaran, sviðsstjóri fullnustusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim kafla segir að falli lögbann niður vegna sýknu af þeirri kröfu sem gerðinni var ætlað að tryggja skal gerðarbeiðandi bæta þann miska og fjártjón, þar á meðal spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem talið er að gerðin hafi valdið. Fulltrúar sýslumannsins hafa ítrekað bent á lögbundnar takmarkanir tjáningarfrelsis, svo sem þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ef þær lagareglur standist ekki stjórnarskrá sé það dómstólanna að tkaa það til skoðunar og kveða upp úr um það. „Hér er skýrt ákvæði um þagnarskyldu og það sé bannað að miðla upplýsingum á ákveðnum sviðum og ef að beiðnirnar snúa að því sem við fáum að þarna sé verið að brjóta lög og brjóta þá á réttindum einhverra þá er líklegt að lagt verði á lögbann gegn því,“ segir Brynjar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um lögbannið á Stundina Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar klukkan 9:10 um vernd tjáningarfrelsis. 19. október 2017 07:47 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. 18. október 2017 16:33 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt. Þetta kom fram í máli Brynjars Kvaran, sviðsstjóra fullnustusviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlisnefndar um málið nú í morgun. Fulltrúar Pírata og Vinstri grænna í nefndinni óskuðu eftir fundinum. Þau hafa einnig farið fram á það að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aðgang að öllum gögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins. Í því samhengi er vísað á 51. Grein laga um þingsköp. Úr lögum um þingsköp:[[51. gr.]1) Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarinnar þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar. Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns og Brynjar Kvaran sviðsstjóri fullnustusviðs eru fyrstu gestir fundarins. Þau hafa skýrt tekið fram að þau geti lítið tjáð sig beint um einstök mál. Þau segja þessu tiltekna máli hins vegar lokið hjá embætti sýslumanns. „Þegar lögbannsbeiðni kemur til sýslumanns þá þarf yfirleitt að bregðast mjög skjótt við. Það skiptir ekki máli hvaða aðila er um að ræða eða hvaða aðstæður eru uppi í samfélaginu,“ segir Þuríður. Mögulegt að fara fram á endurupptökuLögbann er í eðli sínu bráðabirgðaaðgerð, eins og kemur ítrekað fram í máli fulltrúa sýslumannsins. Lögbann gildir í eina viku og ef því er ekki skotið til dómstóla fellur það niður. Hins vegar geta báðir aðilar málsins farið fram á endurupptöku málsins. Ef dómstóll kemst að því að lögbann hafi ekki verið réttmætt, getur sá sem fer fram á lögbannið verið skaðabótaskyldur gagnvart gerðarþola. „Það er ákvæði um endurupptöku. Aðilar málsins geta lagt inn beiðni að endurupptöku, gerðarbeiðandi og gerðarþoli. Það má rétt hnykkja á því líka að þessar gerðir eru gerðar, þetta er framkvæmd á ábyrgð gerðarbeiðanda. Það er sérstakur kafli um skaðabætur í lögunum vegna kyrrsetningar og lögbannsgerða,“ segir Brynjar Kvaran, sviðsstjóri fullnustusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim kafla segir að falli lögbann niður vegna sýknu af þeirri kröfu sem gerðinni var ætlað að tryggja skal gerðarbeiðandi bæta þann miska og fjártjón, þar á meðal spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem talið er að gerðin hafi valdið. Fulltrúar sýslumannsins hafa ítrekað bent á lögbundnar takmarkanir tjáningarfrelsis, svo sem þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ef þær lagareglur standist ekki stjórnarskrá sé það dómstólanna að tkaa það til skoðunar og kveða upp úr um það. „Hér er skýrt ákvæði um þagnarskyldu og það sé bannað að miðla upplýsingum á ákveðnum sviðum og ef að beiðnirnar snúa að því sem við fáum að þarna sé verið að brjóta lög og brjóta þá á réttindum einhverra þá er líklegt að lagt verði á lögbann gegn því,“ segir Brynjar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um lögbannið á Stundina Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar klukkan 9:10 um vernd tjáningarfrelsis. 19. október 2017 07:47 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. 18. október 2017 16:33 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Bein útsending: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um lögbannið á Stundina Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar klukkan 9:10 um vernd tjáningarfrelsis. 19. október 2017 07:47
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26
Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. 18. október 2017 16:33
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37