Glitnir HoldCo mögulega skaðabótaskylt standist lögbannið ekki skoðun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. október 2017 10:05 Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns yfirgefa opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Eyþór Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt. Þetta kom fram í máli Brynjars Kvaran, sviðsstjóra fullnustusviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlisnefndar um málið nú í morgun. Fulltrúar Pírata og Vinstri grænna í nefndinni óskuðu eftir fundinum. Þau hafa einnig farið fram á það að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aðgang að öllum gögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins. Í því samhengi er vísað á 51. Grein laga um þingsköp. Úr lögum um þingsköp:[[51. gr.]1) Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarinnar þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar. Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns og Brynjar Kvaran sviðsstjóri fullnustusviðs eru fyrstu gestir fundarins. Þau hafa skýrt tekið fram að þau geti lítið tjáð sig beint um einstök mál. Þau segja þessu tiltekna máli hins vegar lokið hjá embætti sýslumanns. „Þegar lögbannsbeiðni kemur til sýslumanns þá þarf yfirleitt að bregðast mjög skjótt við. Það skiptir ekki máli hvaða aðila er um að ræða eða hvaða aðstæður eru uppi í samfélaginu,“ segir Þuríður. Mögulegt að fara fram á endurupptökuLögbann er í eðli sínu bráðabirgðaaðgerð, eins og kemur ítrekað fram í máli fulltrúa sýslumannsins. Lögbann gildir í eina viku og ef því er ekki skotið til dómstóla fellur það niður. Hins vegar geta báðir aðilar málsins farið fram á endurupptöku málsins. Ef dómstóll kemst að því að lögbann hafi ekki verið réttmætt, getur sá sem fer fram á lögbannið verið skaðabótaskyldur gagnvart gerðarþola. „Það er ákvæði um endurupptöku. Aðilar málsins geta lagt inn beiðni að endurupptöku, gerðarbeiðandi og gerðarþoli. Það má rétt hnykkja á því líka að þessar gerðir eru gerðar, þetta er framkvæmd á ábyrgð gerðarbeiðanda. Það er sérstakur kafli um skaðabætur í lögunum vegna kyrrsetningar og lögbannsgerða,“ segir Brynjar Kvaran, sviðsstjóri fullnustusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim kafla segir að falli lögbann niður vegna sýknu af þeirri kröfu sem gerðinni var ætlað að tryggja skal gerðarbeiðandi bæta þann miska og fjártjón, þar á meðal spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem talið er að gerðin hafi valdið. Fulltrúar sýslumannsins hafa ítrekað bent á lögbundnar takmarkanir tjáningarfrelsis, svo sem þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ef þær lagareglur standist ekki stjórnarskrá sé það dómstólanna að tkaa það til skoðunar og kveða upp úr um það. „Hér er skýrt ákvæði um þagnarskyldu og það sé bannað að miðla upplýsingum á ákveðnum sviðum og ef að beiðnirnar snúa að því sem við fáum að þarna sé verið að brjóta lög og brjóta þá á réttindum einhverra þá er líklegt að lagt verði á lögbann gegn því,“ segir Brynjar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um lögbannið á Stundina Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar klukkan 9:10 um vernd tjáningarfrelsis. 19. október 2017 07:47 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. 18. október 2017 16:33 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Fari svo að dómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media að beiðni Glitnis HoldCo hafi ekki verið réttmætt, gæti Glitnir HoldCo verið skaðabótaskylt. Þetta kom fram í máli Brynjars Kvaran, sviðsstjóra fullnustusviðs hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlisnefndar um málið nú í morgun. Fulltrúar Pírata og Vinstri grænna í nefndinni óskuðu eftir fundinum. Þau hafa einnig farið fram á það að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fái aðgang að öllum gögnum Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna lögbannsins. Í því samhengi er vísað á 51. Grein laga um þingsköp. Úr lögum um þingsköp:[[51. gr.]1) Ef að minnsta kosti fjórðungur nefndarmanna krefst þess að nefnd fái aðgang að gögnum frá stjórnvöldum út af máli sem nefndin hefur til umfjöllunar skal stjórnvald verða við beiðni nefndarinnar þess efnis eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá móttöku beiðninnar. Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns og Brynjar Kvaran sviðsstjóri fullnustusviðs eru fyrstu gestir fundarins. Þau hafa skýrt tekið fram að þau geti lítið tjáð sig beint um einstök mál. Þau segja þessu tiltekna máli hins vegar lokið hjá embætti sýslumanns. „Þegar lögbannsbeiðni kemur til sýslumanns þá þarf yfirleitt að bregðast mjög skjótt við. Það skiptir ekki máli hvaða aðila er um að ræða eða hvaða aðstæður eru uppi í samfélaginu,“ segir Þuríður. Mögulegt að fara fram á endurupptökuLögbann er í eðli sínu bráðabirgðaaðgerð, eins og kemur ítrekað fram í máli fulltrúa sýslumannsins. Lögbann gildir í eina viku og ef því er ekki skotið til dómstóla fellur það niður. Hins vegar geta báðir aðilar málsins farið fram á endurupptöku málsins. Ef dómstóll kemst að því að lögbann hafi ekki verið réttmætt, getur sá sem fer fram á lögbannið verið skaðabótaskyldur gagnvart gerðarþola. „Það er ákvæði um endurupptöku. Aðilar málsins geta lagt inn beiðni að endurupptöku, gerðarbeiðandi og gerðarþoli. Það má rétt hnykkja á því líka að þessar gerðir eru gerðar, þetta er framkvæmd á ábyrgð gerðarbeiðanda. Það er sérstakur kafli um skaðabætur í lögunum vegna kyrrsetningar og lögbannsgerða,“ segir Brynjar Kvaran, sviðsstjóri fullnustusviðs hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í þeim kafla segir að falli lögbann niður vegna sýknu af þeirri kröfu sem gerðinni var ætlað að tryggja skal gerðarbeiðandi bæta þann miska og fjártjón, þar á meðal spjöll á lánstrausti og viðskiptahagsmunum, sem talið er að gerðin hafi valdið. Fulltrúar sýslumannsins hafa ítrekað bent á lögbundnar takmarkanir tjáningarfrelsis, svo sem þagnarskyldu heilbrigðisstarfsmanna og starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ef þær lagareglur standist ekki stjórnarskrá sé það dómstólanna að tkaa það til skoðunar og kveða upp úr um það. „Hér er skýrt ákvæði um þagnarskyldu og það sé bannað að miðla upplýsingum á ákveðnum sviðum og ef að beiðnirnar snúa að því sem við fáum að þarna sé verið að brjóta lög og brjóta þá á réttindum einhverra þá er líklegt að lagt verði á lögbann gegn því,“ segir Brynjar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Bein útsending: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um lögbannið á Stundina Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar klukkan 9:10 um vernd tjáningarfrelsis. 19. október 2017 07:47 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. 18. október 2017 16:33 ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Bein útsending: Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fjallar um lögbannið á Stundina Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fundar klukkan 9:10 um vernd tjáningarfrelsis. 19. október 2017 07:47
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26
Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. 18. október 2017 16:33
ÖSE kallar eftir því að lögbanninu verði aflétt Harlem Désir, fulltrúi Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, um frelsi fjölmiðla kallar eftir því að lögbanni Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media verði aflétt. 18. október 2017 11:37