Laus við erfiða verki, bólgur og bjúg 19. október 2017 10:00 Hér situr Tinna í handartækinu og Sandra stýrir meðferðinni. MYND/ANTON BRINK KYNNING Tinna Barkardóttir var aðeins 29 ára þegar hún fékk heilablóðfall og lamaðist. Hún hefur náð ótrúlegum bata á stuttum tíma, meðal annars með hjálp þrýstings- og lofttæmisnudds hjá Heilsu og útliti, Hlíðasmára 17. Tinna segist ekki hafa trúað því hversu fljótt hún fann mun eftir að hún byrjaði meðferðina hjá Heilsu og útliti. „Tækin sem ég fer í heita Vacusport og Vacumed. Ég hef lengi verið í endurhæfingu eftir heilablóðfall og þjálfari minn benti mér á þessi tæki þar sem virkni líkamans virtist sein, ég var bæði með mikla verki og bjúg. Ég er allt önnur manneskja eftir að ég byrjaði meðferðina, það er alveg ótrúlegt hvað þetta hefur gert mér gott. Áður en ég byrjaði hafði ég enga trú á að þetta myndi hjálpa mér,“ segir Tinna. „Verkirnir hafa minnkað, kippir sem ég var með í höndum hafa sömuleiðis minnkað mikið og bjúgurinn er horfinn. Vöðvarnir eru auk þess slakari. Ég var með kreppta fingur og átti erfitt með að rétta þá. Núna hefur það lagast mikið. Ég fann strax mun eftir fyrstu meðferðina en eftir fimm skipti var ég farin að finna verulega mikinn mun á mér. Það er óskiljanlegt að svona tæki séu ekki á spítölum og endurhæfingarstofnunum,“ segir Tinna og bætir við: „Ég er svo margfalt betri til heilsunnar núna.“Meðferðin er fullkomlega sársaukalaus en bati kemur fljótt í ljós.Lá ósjálfbjarga á baðgólfinu Í sumar eru tvö ár frá því hún féll niður á baðgólfinu heima hjá sér með heilablóðfall. Tinna bjó ein og það var ekki fyrr en tæpum sjö tímum síðar sem faðir hennar braust inn og gat bjargað henni. Hún lamaðist en var ákveðin í að komast upp úr hjólastólnum. Tinna lagði á sig erfiða endurhæfingu og var á Grensás í tíu mánuði. „Í dag er ég laus við hjólastólinn en er enn í uppbyggingu. Mér finnst tækin hjá Heilsu og útliti hafa flýtt fyrir bataferlinu. Ég er mjög þrjósk og hef komist langt á því,“ segir hún. „Ég fékk hins vegar enga andlega aðstoð á Grensás sem ég hefði þurft. Það er þungbært áfall að lenda í alvarlegum veikindum,“ segir hún. „Eftir svona lífsreynslu lítur maður lífið allt öðrum augum.“ Eftir að Tinna fékk heilablóðfall kom í ljós að hún var með hjartagalla, gat á milli gátta. Hún segist hafa farið til læknis, innkirtlasérfræðings, stuttu áður en hún veiktist. „Ég komst ekki í skó vegna bjúgs á fótum. Mér var bent á að láta athuga með þennan bjúg og hlýddi því. Því miður setti læknirinn mig ekki í rannsókn heldur hreytti í mig: „Það eru margar konur með bjúg!“ Síðan var ég spurð á spítalanum hvort hjartað hefði ekki verið athugað hjá mér út af öllum þessum bjúg í líkamanum,“ segir hún. „Líf mitt gjörbreyttist á einni svipstundu þegar ég veiktist. Ég var samt alltaf ákveðin í því að ná mér og það hefur gengið framar öllum vonum. Ég mun halda áfram á sömu braut,“ segir Tinna. Þegar hún lá á spítalanum missti starfsfólk hana með þeim afleiðingum að hún datt í gólfið og ökklabrotnaði illa ofan í lömunina. „Það safnaðist mikill bjúgur á þetta svæði en ég er svo miklu betri eftir að ég fór í tækin hjá Heilsu og útliti.“Neðri hluti líkamans í Vacu Sport tækinu.MYND/ANTON BRINKHundrað prósent ánægð „Ég get mælt hundrað prósent með þessari meðferð hjá Heilsu og útliti. Þetta getur hentað öllum sem lenda í einhvers konar meiðslum, jafnt íþróttamönnum sem öðrum. Einnig er þetta mjög gott fyrir þá sem þjást af bjúg. Ég ætla að halda áfram í þessari meðferð, það er ekki spurning. Það er magnað hvað þetta tæki getur gert. Ef svona tæki væru á Grensás væri hægt að minnka lyfjakostnað til mikilla muna og flýta fyrir bata hjá fólki. Því miður taka Sjúkratryggingarnar ekki þátt í kostnaði við þessa meðferð.“ Vel þekkt meðferð Sandra Lárusdóttir einkaþjálfari hefur rekið Heilsu og útlit í þrjú ár. Hún er umboðsmaður fyrir Weyergans og Casmara tækin hér á landi, á Grænlandi og í Færeyjum. Þrjár aðrar stofur bjóða upp á okkar meðferðir en það eru Heilsu- og fegrunarstofa Huldu, Borgartúni 3, Weyergans Studio, Siglufirði, og Heilsa og líðan, Akureyri. Tækin eru þýsk og eru notuð á heilbrigðisstofnunum í Þýskalandi. Þau eiga þrjátíu ára sögu. Sandra segir að Vacu Sport og Vacamed séu vel þekkt í heiminum en þau voru upphaflega fundin upp fyrir NASA. Geimfarar voru settir í svona meðferð þegar þeir komu úr geimferðum til að þrýstijafna þá. „Þetta er lofttæmisþrýstingur sem eykur súrefnis- og blóðflæði um líkamann. Þetta eru viðurkennd tæki sem hraða mjög bataferli og endurhæfingu eftir slys, aðgerðir eða einhvers konar meiðsli. Afreksfólk í íþróttum hefur notað þessa aðferð og sömuleiðis atvinnumenn í fótbolta, íshokkíi og ruðningi. Tækið losar fljótt um bólgur og bjúg. Þetta virkar alveg ótrúlega vel og maður er stundum hissa á þeim undraverða árangri sem tækin gefa,“ segir Sandra.Kona sem er 87 ára og þjáðist af miklum bjúg á fæti kom í meðferð hjá Heilsu og útliti.Frábær reynsla Fyrir fjórum árum ákvað Sandra að hætta að vinna sem einkaþjálfari og helga krafta sína því að aðstoða fólk heilsufarslega. „Mig langaði alltaf í læknisfræði. Þegar ég las um þessi tæki fannst mér mikið til þeirra koma. Ég hringdi í framleiðandann sem bauð mér að koma og kynnast tækjunum. Ég tók vinkonu mína með mér sem nýlega hafði fengið hjartaáfall. Við prófuðum tækin og urðum undrandi á hversu góð áhrif þau höfðu. Ég sannfærðist um að ég gæti boðið upp á þessa þjónustu þótt ég væri ekki læknir. Starfseminni var strax vel tekið og hún hefur undið upp á sig. Reynslan hefur einungis verið frábær. Meðferðin er algjörlega sársaukalaus. Hún hentar til dæmis vel fyrir þá sem hafa nýlega farið í aðgerðir vegna vandamála í liðum. Einnig þeim sem eru með bólgur í handleggjum, hnakka eða öxlum. Þá hefur meðferðin mikið verið notuð á sjúkrahúsum í Þýskalandi við bólgum sem myndast eftir brjóstnám. Meðferðin hefur sömuleiðis gagnast mjög vel gegn krónískum verkjum. Í boði eru mismunandi aðferðir sem henta ólíkum vandamálum. Hver meðferð tekur á milli 25-40 mínútur. Mælt er með tíu skiptum til að ná góðum árangri.“Eftir sex skipti í tækinu var bjúgurinn að mestu horfinn.Nánari upplýsingar má fá hjá Heilsu og útliti, Hlíðarsmára 17, Kópavogi, sími 562 6969. Á heimasíðunni heilsaogutlit.is og á Facebook. Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
KYNNING Tinna Barkardóttir var aðeins 29 ára þegar hún fékk heilablóðfall og lamaðist. Hún hefur náð ótrúlegum bata á stuttum tíma, meðal annars með hjálp þrýstings- og lofttæmisnudds hjá Heilsu og útliti, Hlíðasmára 17. Tinna segist ekki hafa trúað því hversu fljótt hún fann mun eftir að hún byrjaði meðferðina hjá Heilsu og útliti. „Tækin sem ég fer í heita Vacusport og Vacumed. Ég hef lengi verið í endurhæfingu eftir heilablóðfall og þjálfari minn benti mér á þessi tæki þar sem virkni líkamans virtist sein, ég var bæði með mikla verki og bjúg. Ég er allt önnur manneskja eftir að ég byrjaði meðferðina, það er alveg ótrúlegt hvað þetta hefur gert mér gott. Áður en ég byrjaði hafði ég enga trú á að þetta myndi hjálpa mér,“ segir Tinna. „Verkirnir hafa minnkað, kippir sem ég var með í höndum hafa sömuleiðis minnkað mikið og bjúgurinn er horfinn. Vöðvarnir eru auk þess slakari. Ég var með kreppta fingur og átti erfitt með að rétta þá. Núna hefur það lagast mikið. Ég fann strax mun eftir fyrstu meðferðina en eftir fimm skipti var ég farin að finna verulega mikinn mun á mér. Það er óskiljanlegt að svona tæki séu ekki á spítölum og endurhæfingarstofnunum,“ segir Tinna og bætir við: „Ég er svo margfalt betri til heilsunnar núna.“Meðferðin er fullkomlega sársaukalaus en bati kemur fljótt í ljós.Lá ósjálfbjarga á baðgólfinu Í sumar eru tvö ár frá því hún féll niður á baðgólfinu heima hjá sér með heilablóðfall. Tinna bjó ein og það var ekki fyrr en tæpum sjö tímum síðar sem faðir hennar braust inn og gat bjargað henni. Hún lamaðist en var ákveðin í að komast upp úr hjólastólnum. Tinna lagði á sig erfiða endurhæfingu og var á Grensás í tíu mánuði. „Í dag er ég laus við hjólastólinn en er enn í uppbyggingu. Mér finnst tækin hjá Heilsu og útliti hafa flýtt fyrir bataferlinu. Ég er mjög þrjósk og hef komist langt á því,“ segir hún. „Ég fékk hins vegar enga andlega aðstoð á Grensás sem ég hefði þurft. Það er þungbært áfall að lenda í alvarlegum veikindum,“ segir hún. „Eftir svona lífsreynslu lítur maður lífið allt öðrum augum.“ Eftir að Tinna fékk heilablóðfall kom í ljós að hún var með hjartagalla, gat á milli gátta. Hún segist hafa farið til læknis, innkirtlasérfræðings, stuttu áður en hún veiktist. „Ég komst ekki í skó vegna bjúgs á fótum. Mér var bent á að láta athuga með þennan bjúg og hlýddi því. Því miður setti læknirinn mig ekki í rannsókn heldur hreytti í mig: „Það eru margar konur með bjúg!“ Síðan var ég spurð á spítalanum hvort hjartað hefði ekki verið athugað hjá mér út af öllum þessum bjúg í líkamanum,“ segir hún. „Líf mitt gjörbreyttist á einni svipstundu þegar ég veiktist. Ég var samt alltaf ákveðin í því að ná mér og það hefur gengið framar öllum vonum. Ég mun halda áfram á sömu braut,“ segir Tinna. Þegar hún lá á spítalanum missti starfsfólk hana með þeim afleiðingum að hún datt í gólfið og ökklabrotnaði illa ofan í lömunina. „Það safnaðist mikill bjúgur á þetta svæði en ég er svo miklu betri eftir að ég fór í tækin hjá Heilsu og útliti.“Neðri hluti líkamans í Vacu Sport tækinu.MYND/ANTON BRINKHundrað prósent ánægð „Ég get mælt hundrað prósent með þessari meðferð hjá Heilsu og útliti. Þetta getur hentað öllum sem lenda í einhvers konar meiðslum, jafnt íþróttamönnum sem öðrum. Einnig er þetta mjög gott fyrir þá sem þjást af bjúg. Ég ætla að halda áfram í þessari meðferð, það er ekki spurning. Það er magnað hvað þetta tæki getur gert. Ef svona tæki væru á Grensás væri hægt að minnka lyfjakostnað til mikilla muna og flýta fyrir bata hjá fólki. Því miður taka Sjúkratryggingarnar ekki þátt í kostnaði við þessa meðferð.“ Vel þekkt meðferð Sandra Lárusdóttir einkaþjálfari hefur rekið Heilsu og útlit í þrjú ár. Hún er umboðsmaður fyrir Weyergans og Casmara tækin hér á landi, á Grænlandi og í Færeyjum. Þrjár aðrar stofur bjóða upp á okkar meðferðir en það eru Heilsu- og fegrunarstofa Huldu, Borgartúni 3, Weyergans Studio, Siglufirði, og Heilsa og líðan, Akureyri. Tækin eru þýsk og eru notuð á heilbrigðisstofnunum í Þýskalandi. Þau eiga þrjátíu ára sögu. Sandra segir að Vacu Sport og Vacamed séu vel þekkt í heiminum en þau voru upphaflega fundin upp fyrir NASA. Geimfarar voru settir í svona meðferð þegar þeir komu úr geimferðum til að þrýstijafna þá. „Þetta er lofttæmisþrýstingur sem eykur súrefnis- og blóðflæði um líkamann. Þetta eru viðurkennd tæki sem hraða mjög bataferli og endurhæfingu eftir slys, aðgerðir eða einhvers konar meiðsli. Afreksfólk í íþróttum hefur notað þessa aðferð og sömuleiðis atvinnumenn í fótbolta, íshokkíi og ruðningi. Tækið losar fljótt um bólgur og bjúg. Þetta virkar alveg ótrúlega vel og maður er stundum hissa á þeim undraverða árangri sem tækin gefa,“ segir Sandra.Kona sem er 87 ára og þjáðist af miklum bjúg á fæti kom í meðferð hjá Heilsu og útliti.Frábær reynsla Fyrir fjórum árum ákvað Sandra að hætta að vinna sem einkaþjálfari og helga krafta sína því að aðstoða fólk heilsufarslega. „Mig langaði alltaf í læknisfræði. Þegar ég las um þessi tæki fannst mér mikið til þeirra koma. Ég hringdi í framleiðandann sem bauð mér að koma og kynnast tækjunum. Ég tók vinkonu mína með mér sem nýlega hafði fengið hjartaáfall. Við prófuðum tækin og urðum undrandi á hversu góð áhrif þau höfðu. Ég sannfærðist um að ég gæti boðið upp á þessa þjónustu þótt ég væri ekki læknir. Starfseminni var strax vel tekið og hún hefur undið upp á sig. Reynslan hefur einungis verið frábær. Meðferðin er algjörlega sársaukalaus. Hún hentar til dæmis vel fyrir þá sem hafa nýlega farið í aðgerðir vegna vandamála í liðum. Einnig þeim sem eru með bólgur í handleggjum, hnakka eða öxlum. Þá hefur meðferðin mikið verið notuð á sjúkrahúsum í Þýskalandi við bólgum sem myndast eftir brjóstnám. Meðferðin hefur sömuleiðis gagnast mjög vel gegn krónískum verkjum. Í boði eru mismunandi aðferðir sem henta ólíkum vandamálum. Hver meðferð tekur á milli 25-40 mínútur. Mælt er með tíu skiptum til að ná góðum árangri.“Eftir sex skipti í tækinu var bjúgurinn að mestu horfinn.Nánari upplýsingar má fá hjá Heilsu og útliti, Hlíðarsmára 17, Kópavogi, sími 562 6969. Á heimasíðunni heilsaogutlit.is og á Facebook.
Heilsa Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira