Möndlumjólk skilin frá dýramjólk í verslunum Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2017 06:00 Afurðir, sem ekki eru gerðar úr dýramjólk, má ekki kalla mjólk, jógúrt, smjör eða ost, segja Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði. vísir/ernir Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) kvörtuðu til Neytendastofu vegna villandi hillumerkinga í íslenskum verslunum. Töldu samtökin beitt villandi viðskiptaháttum þar sem merkingar í hillu bentu til að um mjólkurafurðir væri að ræða sem sannarlega væru ekki búnar til úr mjólk. „Málið snýr að nokkrum vörum,“ segir Bjarni R. Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM. „Til að mynda eins og möndlumjólk, sem er gerð úr möndlum og sannarlega ekki mjólk, sjáðu til, maður mjólkar ekki möndlur. Einnig er um að ræða ólífusmjör sem er ekki smjör heldur smjörlíki og einnig höfum við séð búðing, sem búinn er til úr haframjöli, merktan sem jógúrt.“ Í Evrópureglugerðum eru mjólkurafurðir varðar gegn því að menn noti heiti þeirra á vörur sem eru gerðar úr öðru en mjólk. Þær ESB-reglur hafa ekki verið innleiddar í íslensk lög að sögn Bjarna. Hins vegar eru til lög sem vernda neytendur fyrir blekkingum og villandi viðskiptaháttum. SAM hafi því kvartað á grundvelli þeirra laga. „Það hefur verið þannig að merkingar á tilteknum erlendum vörum hafa verið hárréttar. Hins vegar hafa merkingar á hillum í verslunum innanlands verið rangar. Því hafa ekki verið sömu vöruheiti á merkingum og á vörunum sjálfum. Á grunni þess bentum við Neytendastofu á það að hér sé um villandi viðskiptahætti að ræða,“ segir Bjarni. Á síðustu árum hefur nokkur fjölgun orðið í hópi þeirra sem neyta engra dýraafurða. Hafa því komið á markað, til að anna þeirri eftirspurn, vörur eins og möndlumjólk, haframjólk, sojamjólk og aðrar vörutegundir sem staðgenglar kúamjólkur. Bjarni segir Neytendastofu hafa tekið undir gagnrýni SAM á þessa viðskiptahætti og sent bréf til verslana í landinu. „Bónus hefur þegar brugðist mjög vel við og ætlar að leiðrétta hillumerkingar sínar. Þeir hjá Bónus eru sammála okkur um að þetta kemur mjólkurafurðum ekkert við,“ segir Bjarni.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira