Viðskipti innlent

Davíð Stefánsson til Akta sjóða

Hörður Ægisson skrifar
Davíð Stefánsson starfaði áður hjá ráðgjafafyrirtækinu PJT Partners í London.
Davíð Stefánsson starfaði áður hjá ráðgjafafyrirtækinu PJT Partners í London.
Davíð Stefánsson, sem starfaði áður hjá ráðgjafafyrirtækinu PJT Partners í London, hefur verið ráðinn til Akta sjóða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Áður en Davíð var hjá PJT Partners starfaði hann í fyrirtækjaráðgjöf Straums fjárfestingabanka og í fyrirtækjaráðgjöf og greiningardeild Arion banka. Davíð hefur lokið B.Sc. námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. í alþjóðafjármálum frá HEC Paris.

Þá segir í tilkynningu Akta að fyrr á árinu hafi Þórhallur Ásbjörnsson gengið liðs við Akta sjóði en hann starfaði áður hjá Gildi lífeyrissjóði sem sérfræðingur í eignastýringu. Þórhallur er með B.Sc. í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Akta sjóðir er rekstrarfélag verðbréfasjóða sem er rekið í samstarfi við Kviku banka sem á jafnframt 51 prósenta hlut í félaginu. Örn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Akta, á hins vegar 49 prósenta hlut.

Akta rekur þrjá fagfjárfestasjóði og fjóra verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Akta leggur áherslu á virka sjóðastýringu þar sem sjóðstjórar eru meðfjárfestar í þeim sjóðum sem þeir stýra, að því er segir í tilkynningu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×