Er ekki að kasta inn handklæðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. október 2017 06:00 Rúnar hefur tekið að sér stærra hlutverk með landsliðinu sem honum líkar vel. Hann segir að það sé skref niður á við að fara til Danmerkur en hann verði þó enn í topphandbolta. f réttablaðið/afp Eftir tæpan áratug í Þýskalandi hefur Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta, ákveðið að söðla um og ganga í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku eftir tímabilið.Skyttan skotfasta skrifaði undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið. Rúnar hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2009; með Füchse Berlin, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og síðustu fjögur árin með Hannover-Burgdorf. Rúnar segist hlakka til að breyta til eftir langa dvöl í Þýskalandi.Langaði í eitthvað nýtt „Við konan vorum búin að ákveða að okkur langaði ekki að halda áfram í Þýskalandi. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og fara í annað land. Við vorum með augum á Danmörku því konan mín er hjúkrunarfræðingur og stefnir á að vinna þar. Það er eitthvað erfiðara hérna. Hjúkrunarfræðingarnir hérna eru með annan bakgrunn en hún. Svo langaði okkur að komast nær kúltúr sem við kunnum betur við. Þýskaland er fínt og allt það en það er fjær Íslandi í flestu,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Ribe-Esbjerg er í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar en Rúnar segir að metnaðurinn þar á bæ sé mikill. „Þeir eru rosalega metnaðarfullir og eru að setja pening í þetta. Þeir eru að breyta til í liðinu og fá stærri nöfn inn. Þeir stefna hátt og það er hrikalega spennandi verkefni að fara í gang,“ sagði Rúnar. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover á undanförnum mánuðum, sama hvernig gengið hefur hjá liðinu. Þrátt fyrir það hefur Rúnar aldrei spilað betur fyrir landsliðið en síðasta árið.Svipað og með Hörð Björgvin „Það hefur ekki verið alveg sanngjarnt, finnst mér. Það er sama hvað hefur gengið á í liðinu. Í fyrra var engu breytt. Það er svipað dæmi með Hörð Björgvin [Magnússon] hjá Bristol City sem er að spila vel með landsliðinu en fær ekkert að spila með félagsliðinu,“ sagði Rúnar og vísaði til landsliðsmannsins í fótbolta en þeir koma báðir úr Fram. Rúnar segir að hann sé vissulega að fara í aðeins lakari deild en segir að sú danska sé samt sem áður mjög sterk. „Það er þekkt stærð að þýska deildin er sú sterkasta í heimi, þannig að þetta er ekki skref upp á við hvað deildirnar varðar. En danska deildin er sterk. Þessi lið í toppbaráttunni eru mjög góð og standa sig vel í Evrópukeppnum. Það er mikið af góðum leikmönnum í Danmörku,“ sagði Rúnar. „Það spilar líka inn í að síðustu þrjú sumar hef ég fengið þriggja vikna frí. Maður er varla búinn að gleyma síðasta landsleiknum þegar maður byrjar að æfa aftur fyrir næsta tímabil. Það er hrikalega lýjandi. Við byrjum snemma að æfa í Þýskalandi, endum seint og spilum líka um jólin. Þetta er þannig séð skref niður á við en ég verð enn í topp handbolta og maður er ekkert að kasta inn handklæðinu á handboltaferlinum. Þetta er bara næsta skref og ég er spenntur fyrir því.“*Loksins í stærra hlutverki Eins og áður sagði hefur Rúnar spilað vel fyrir landsliðið síðasta árið. Hann nýtur sín í stærra hlutverki sem hann þurfti að bíða lengi eftir. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir mig, eftir að hafa verið í kringum landsliðið síðan 2008, að vera loksins kominn í stærra hlutverk. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að bíða lengi eftir,“ sagði Rúnar. Undir lok mánaðarins leikur Ísland tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð í Laugardalshöllinni. Geir Sveinsson landsliðsþjálfari valdi mjög ungan hóp fyrir leikina en helmingur leikmannanna er fæddur 1995 eða síðar. Rúnar er sjálfur fæddur 1988 og er einn af elstu leikmönnum í íslenska hópnum. Hann hlakkar til að spila með ungu mönnum í landsliðinu. „Þessi kjarni í landsliðinu er búinn að haldast mjög lengi saman og þótt það hafi aðeins kvarnast úr honum er hann enn til staðar. Því lengur sem svona kjarni helst saman, því erfiðari verður skiptingin. Það er mikið af ungum og góðum strákum að koma upp. Þeir hafa staðið sig vel heima og eru væntanlega á leið í stærri lið hvað úr hverju. Ég er bara spenntur að spila með þeim,“ sagði Rúnar að lokum. Handbolti Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Sjá meira
Eftir tæpan áratug í Þýskalandi hefur Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta, ákveðið að söðla um og ganga í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku eftir tímabilið.Skyttan skotfasta skrifaði undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið. Rúnar hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2009; með Füchse Berlin, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og síðustu fjögur árin með Hannover-Burgdorf. Rúnar segist hlakka til að breyta til eftir langa dvöl í Þýskalandi.Langaði í eitthvað nýtt „Við konan vorum búin að ákveða að okkur langaði ekki að halda áfram í Þýskalandi. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og fara í annað land. Við vorum með augum á Danmörku því konan mín er hjúkrunarfræðingur og stefnir á að vinna þar. Það er eitthvað erfiðara hérna. Hjúkrunarfræðingarnir hérna eru með annan bakgrunn en hún. Svo langaði okkur að komast nær kúltúr sem við kunnum betur við. Þýskaland er fínt og allt það en það er fjær Íslandi í flestu,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Ribe-Esbjerg er í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar en Rúnar segir að metnaðurinn þar á bæ sé mikill. „Þeir eru rosalega metnaðarfullir og eru að setja pening í þetta. Þeir eru að breyta til í liðinu og fá stærri nöfn inn. Þeir stefna hátt og það er hrikalega spennandi verkefni að fara í gang,“ sagði Rúnar. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover á undanförnum mánuðum, sama hvernig gengið hefur hjá liðinu. Þrátt fyrir það hefur Rúnar aldrei spilað betur fyrir landsliðið en síðasta árið.Svipað og með Hörð Björgvin „Það hefur ekki verið alveg sanngjarnt, finnst mér. Það er sama hvað hefur gengið á í liðinu. Í fyrra var engu breytt. Það er svipað dæmi með Hörð Björgvin [Magnússon] hjá Bristol City sem er að spila vel með landsliðinu en fær ekkert að spila með félagsliðinu,“ sagði Rúnar og vísaði til landsliðsmannsins í fótbolta en þeir koma báðir úr Fram. Rúnar segir að hann sé vissulega að fara í aðeins lakari deild en segir að sú danska sé samt sem áður mjög sterk. „Það er þekkt stærð að þýska deildin er sú sterkasta í heimi, þannig að þetta er ekki skref upp á við hvað deildirnar varðar. En danska deildin er sterk. Þessi lið í toppbaráttunni eru mjög góð og standa sig vel í Evrópukeppnum. Það er mikið af góðum leikmönnum í Danmörku,“ sagði Rúnar. „Það spilar líka inn í að síðustu þrjú sumar hef ég fengið þriggja vikna frí. Maður er varla búinn að gleyma síðasta landsleiknum þegar maður byrjar að æfa aftur fyrir næsta tímabil. Það er hrikalega lýjandi. Við byrjum snemma að æfa í Þýskalandi, endum seint og spilum líka um jólin. Þetta er þannig séð skref niður á við en ég verð enn í topp handbolta og maður er ekkert að kasta inn handklæðinu á handboltaferlinum. Þetta er bara næsta skref og ég er spenntur fyrir því.“*Loksins í stærra hlutverki Eins og áður sagði hefur Rúnar spilað vel fyrir landsliðið síðasta árið. Hann nýtur sín í stærra hlutverki sem hann þurfti að bíða lengi eftir. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir mig, eftir að hafa verið í kringum landsliðið síðan 2008, að vera loksins kominn í stærra hlutverk. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að bíða lengi eftir,“ sagði Rúnar. Undir lok mánaðarins leikur Ísland tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð í Laugardalshöllinni. Geir Sveinsson landsliðsþjálfari valdi mjög ungan hóp fyrir leikina en helmingur leikmannanna er fæddur 1995 eða síðar. Rúnar er sjálfur fæddur 1988 og er einn af elstu leikmönnum í íslenska hópnum. Hann hlakkar til að spila með ungu mönnum í landsliðinu. „Þessi kjarni í landsliðinu er búinn að haldast mjög lengi saman og þótt það hafi aðeins kvarnast úr honum er hann enn til staðar. Því lengur sem svona kjarni helst saman, því erfiðari verður skiptingin. Það er mikið af ungum og góðum strákum að koma upp. Þeir hafa staðið sig vel heima og eru væntanlega á leið í stærri lið hvað úr hverju. Ég er bara spenntur að spila með þeim,“ sagði Rúnar að lokum.
Handbolti Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Leik lokið: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Sjá meira