Er ekki að kasta inn handklæðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. október 2017 06:00 Rúnar hefur tekið að sér stærra hlutverk með landsliðinu sem honum líkar vel. Hann segir að það sé skref niður á við að fara til Danmerkur en hann verði þó enn í topphandbolta. f réttablaðið/afp Eftir tæpan áratug í Þýskalandi hefur Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta, ákveðið að söðla um og ganga í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku eftir tímabilið.Skyttan skotfasta skrifaði undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið. Rúnar hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2009; með Füchse Berlin, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og síðustu fjögur árin með Hannover-Burgdorf. Rúnar segist hlakka til að breyta til eftir langa dvöl í Þýskalandi.Langaði í eitthvað nýtt „Við konan vorum búin að ákveða að okkur langaði ekki að halda áfram í Þýskalandi. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og fara í annað land. Við vorum með augum á Danmörku því konan mín er hjúkrunarfræðingur og stefnir á að vinna þar. Það er eitthvað erfiðara hérna. Hjúkrunarfræðingarnir hérna eru með annan bakgrunn en hún. Svo langaði okkur að komast nær kúltúr sem við kunnum betur við. Þýskaland er fínt og allt það en það er fjær Íslandi í flestu,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Ribe-Esbjerg er í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar en Rúnar segir að metnaðurinn þar á bæ sé mikill. „Þeir eru rosalega metnaðarfullir og eru að setja pening í þetta. Þeir eru að breyta til í liðinu og fá stærri nöfn inn. Þeir stefna hátt og það er hrikalega spennandi verkefni að fara í gang,“ sagði Rúnar. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover á undanförnum mánuðum, sama hvernig gengið hefur hjá liðinu. Þrátt fyrir það hefur Rúnar aldrei spilað betur fyrir landsliðið en síðasta árið.Svipað og með Hörð Björgvin „Það hefur ekki verið alveg sanngjarnt, finnst mér. Það er sama hvað hefur gengið á í liðinu. Í fyrra var engu breytt. Það er svipað dæmi með Hörð Björgvin [Magnússon] hjá Bristol City sem er að spila vel með landsliðinu en fær ekkert að spila með félagsliðinu,“ sagði Rúnar og vísaði til landsliðsmannsins í fótbolta en þeir koma báðir úr Fram. Rúnar segir að hann sé vissulega að fara í aðeins lakari deild en segir að sú danska sé samt sem áður mjög sterk. „Það er þekkt stærð að þýska deildin er sú sterkasta í heimi, þannig að þetta er ekki skref upp á við hvað deildirnar varðar. En danska deildin er sterk. Þessi lið í toppbaráttunni eru mjög góð og standa sig vel í Evrópukeppnum. Það er mikið af góðum leikmönnum í Danmörku,“ sagði Rúnar. „Það spilar líka inn í að síðustu þrjú sumar hef ég fengið þriggja vikna frí. Maður er varla búinn að gleyma síðasta landsleiknum þegar maður byrjar að æfa aftur fyrir næsta tímabil. Það er hrikalega lýjandi. Við byrjum snemma að æfa í Þýskalandi, endum seint og spilum líka um jólin. Þetta er þannig séð skref niður á við en ég verð enn í topp handbolta og maður er ekkert að kasta inn handklæðinu á handboltaferlinum. Þetta er bara næsta skref og ég er spenntur fyrir því.“*Loksins í stærra hlutverki Eins og áður sagði hefur Rúnar spilað vel fyrir landsliðið síðasta árið. Hann nýtur sín í stærra hlutverki sem hann þurfti að bíða lengi eftir. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir mig, eftir að hafa verið í kringum landsliðið síðan 2008, að vera loksins kominn í stærra hlutverk. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að bíða lengi eftir,“ sagði Rúnar. Undir lok mánaðarins leikur Ísland tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð í Laugardalshöllinni. Geir Sveinsson landsliðsþjálfari valdi mjög ungan hóp fyrir leikina en helmingur leikmannanna er fæddur 1995 eða síðar. Rúnar er sjálfur fæddur 1988 og er einn af elstu leikmönnum í íslenska hópnum. Hann hlakkar til að spila með ungu mönnum í landsliðinu. „Þessi kjarni í landsliðinu er búinn að haldast mjög lengi saman og þótt það hafi aðeins kvarnast úr honum er hann enn til staðar. Því lengur sem svona kjarni helst saman, því erfiðari verður skiptingin. Það er mikið af ungum og góðum strákum að koma upp. Þeir hafa staðið sig vel heima og eru væntanlega á leið í stærri lið hvað úr hverju. Ég er bara spenntur að spila með þeim,“ sagði Rúnar að lokum. Handbolti Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Sjá meira
Eftir tæpan áratug í Þýskalandi hefur Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handbolta, ákveðið að söðla um og ganga í raðir Ribe-Esbjerg í Danmörku eftir tímabilið.Skyttan skotfasta skrifaði undir þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið. Rúnar hefur leikið í Þýskalandi frá árinu 2009; með Füchse Berlin, Bergischer, Grosswallstadt, Rhein-Neckar Löwen og síðustu fjögur árin með Hannover-Burgdorf. Rúnar segist hlakka til að breyta til eftir langa dvöl í Þýskalandi.Langaði í eitthvað nýtt „Við konan vorum búin að ákveða að okkur langaði ekki að halda áfram í Þýskalandi. Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt og fara í annað land. Við vorum með augum á Danmörku því konan mín er hjúkrunarfræðingur og stefnir á að vinna þar. Það er eitthvað erfiðara hérna. Hjúkrunarfræðingarnir hérna eru með annan bakgrunn en hún. Svo langaði okkur að komast nær kúltúr sem við kunnum betur við. Þýskaland er fínt og allt það en það er fjær Íslandi í flestu,“ sagði Rúnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Ribe-Esbjerg er í neðri hluta dönsku úrvalsdeildarinnar en Rúnar segir að metnaðurinn þar á bæ sé mikill. „Þeir eru rosalega metnaðarfullir og eru að setja pening í þetta. Þeir eru að breyta til í liðinu og fá stærri nöfn inn. Þeir stefna hátt og það er hrikalega spennandi verkefni að fara í gang,“ sagði Rúnar. Hann hefur fengið fá tækifæri með Hannover á undanförnum mánuðum, sama hvernig gengið hefur hjá liðinu. Þrátt fyrir það hefur Rúnar aldrei spilað betur fyrir landsliðið en síðasta árið.Svipað og með Hörð Björgvin „Það hefur ekki verið alveg sanngjarnt, finnst mér. Það er sama hvað hefur gengið á í liðinu. Í fyrra var engu breytt. Það er svipað dæmi með Hörð Björgvin [Magnússon] hjá Bristol City sem er að spila vel með landsliðinu en fær ekkert að spila með félagsliðinu,“ sagði Rúnar og vísaði til landsliðsmannsins í fótbolta en þeir koma báðir úr Fram. Rúnar segir að hann sé vissulega að fara í aðeins lakari deild en segir að sú danska sé samt sem áður mjög sterk. „Það er þekkt stærð að þýska deildin er sú sterkasta í heimi, þannig að þetta er ekki skref upp á við hvað deildirnar varðar. En danska deildin er sterk. Þessi lið í toppbaráttunni eru mjög góð og standa sig vel í Evrópukeppnum. Það er mikið af góðum leikmönnum í Danmörku,“ sagði Rúnar. „Það spilar líka inn í að síðustu þrjú sumar hef ég fengið þriggja vikna frí. Maður er varla búinn að gleyma síðasta landsleiknum þegar maður byrjar að æfa aftur fyrir næsta tímabil. Það er hrikalega lýjandi. Við byrjum snemma að æfa í Þýskalandi, endum seint og spilum líka um jólin. Þetta er þannig séð skref niður á við en ég verð enn í topp handbolta og maður er ekkert að kasta inn handklæðinu á handboltaferlinum. Þetta er bara næsta skref og ég er spenntur fyrir því.“*Loksins í stærra hlutverki Eins og áður sagði hefur Rúnar spilað vel fyrir landsliðið síðasta árið. Hann nýtur sín í stærra hlutverki sem hann þurfti að bíða lengi eftir. „Það er ótrúlega mikilvægt fyrir mig, eftir að hafa verið í kringum landsliðið síðan 2008, að vera loksins kominn í stærra hlutverk. Þetta er eitthvað sem maður er búinn að bíða lengi eftir,“ sagði Rúnar. Undir lok mánaðarins leikur Ísland tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð í Laugardalshöllinni. Geir Sveinsson landsliðsþjálfari valdi mjög ungan hóp fyrir leikina en helmingur leikmannanna er fæddur 1995 eða síðar. Rúnar er sjálfur fæddur 1988 og er einn af elstu leikmönnum í íslenska hópnum. Hann hlakkar til að spila með ungu mönnum í landsliðinu. „Þessi kjarni í landsliðinu er búinn að haldast mjög lengi saman og þótt það hafi aðeins kvarnast úr honum er hann enn til staðar. Því lengur sem svona kjarni helst saman, því erfiðari verður skiptingin. Það er mikið af ungum og góðum strákum að koma upp. Þeir hafa staðið sig vel heima og eru væntanlega á leið í stærri lið hvað úr hverju. Ég er bara spenntur að spila með þeim,“ sagði Rúnar að lokum.
Handbolti Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Sjá meira