Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2017 19:26 Vísir/Andri Sýslumaðurinn í Reykjavík segist bera fullt traust til lögfræðinga sinna. Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að lögbann vera bráðabirgðaúrræði og dómstólar muni leysa málið til fullnustu. „Eðli málsins samkvæmt þarf að taka skjóta ákvörðun í slíkum málum og úrræðið gerir aðeins að takmörkuðu leyti ráð fyrir að farið sé djúpt í efnisatriði máls. Það mat fer fram hjá dómstólum í staðfestingarmáli sem höfða þarf innan viku, að öðrum kosti fellur lögbannið niður,“ segir í tilkynningunni. „Má þannig segja að með því að fallast á lögbannskröfu sé embættið að frysta tiltekið ástand meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.“ Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir að umfjöllun miðilsins hafi ekki verið lokið. Líklegast náist ekki að birta frekari fréttir fyrir kosningar. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleiri um þau eigi erindi til almennings,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið telji að útskýra þurfi lagalegu hlið málsins og að hún hafi litla umfjöllun fengið. Vísað er til 58. greinar laga um fjármálafyrirtæki þar sem fram komi að í raun séu allir bundnir trúnaði varðandi gögn sem um ræðir. Ekki bara starfsmenn fjármálafyrirtækja. „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. málsgrein er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir,“ segir í lögunum. Þá hafa forsvarsmenn Glitnir HoldCO hafi farið fram á lögbann þar sem þeir telji gögnin sem ritstjórn Stundarinnar sé með innihaldi viðskiptaupplýsingar um þúsundir viðskiptavina bankans. Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík segist bera fullt traust til lögfræðinga sinna. Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanni Reykjavíkur. Í tilkynningunni segir að lögbann vera bráðabirgðaúrræði og dómstólar muni leysa málið til fullnustu. „Eðli málsins samkvæmt þarf að taka skjóta ákvörðun í slíkum málum og úrræðið gerir aðeins að takmörkuðu leyti ráð fyrir að farið sé djúpt í efnisatriði máls. Það mat fer fram hjá dómstólum í staðfestingarmáli sem höfða þarf innan viku, að öðrum kosti fellur lögbannið niður,“ segir í tilkynningunni. „Má þannig segja að með því að fallast á lögbannskröfu sé embættið að frysta tiltekið ástand meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.“ Undanfarnar vikur hefur Stundin, ásamt Reykjavík Media og breska miðlinum The Guardian fjallað með ítarlegum hætti um fjármálagerninga Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra og venslamanna hans dagana fyrir hrun. Fréttirnar eiga rætur að rekja til gagna frá Glitni sem lekið var til blaðamanna. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, segir að umfjöllun miðilsins hafi ekki verið lokið. Líklegast náist ekki að birta frekari fréttir fyrir kosningar. „Við höfðum ekki lokið okkar umfjöllun um þessi mál og teljum að fleiri um þau eigi erindi til almennings,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið telji að útskýra þurfi lagalegu hlið málsins og að hún hafi litla umfjöllun fengið. Vísað er til 58. greinar laga um fjármálafyrirtæki þar sem fram komi að í raun séu allir bundnir trúnaði varðandi gögn sem um ræðir. Ekki bara starfsmenn fjármálafyrirtækja. „Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. málsgrein er bundinn þagnarskyldu með sama hætti og þar greinir,“ segir í lögunum. Þá hafa forsvarsmenn Glitnir HoldCO hafi farið fram á lögbann þar sem þeir telji gögnin sem ritstjórn Stundarinnar sé með innihaldi viðskiptaupplýsingar um þúsundir viðskiptavina bankans.
Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Sjá meira
„Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Ýmis félagasamtök fordæma lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media Lögbann Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á frekari fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum frá Glitni hefur vakið mikla athygli síðan það var samþykkt fyrir um sólarhring. 17. október 2017 16:01
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39