Formaður Gagnsæis um lögbannið á Stundina: „Gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. október 2017 08:52 Jón Ólafsson er heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu. Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Jón Ólafsson, heimspekingur og formaður Gagnsæis, samtaka gegn spillingu, segir að augljósir almannahagsmunir séu fólgnir í því að Stundin geti áfram flutt fréttir sem byggðar eru á gögnum úr Glitni. Undanfarið hefur fjölmiðillinn birt fjölda frétta byggða á gögnum sem fjalla um Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, og viðskiptasögu hans og fjölskyldu en í gær féllst Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu á lögbannskröfu Glitnis HoldCo., eignarhaldsfélags Glitnis, sem felur í sér að Stundin megi ekki flytja frekari fréttir byggðar á gögnunum. Gagnsæi sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem lögbannið var fordæmt. Sagði þar meðal annars að frjáls fjölmiðlun væri hornsteinn hvers lýðræðissamfélags og nauðsynleg vörn við spillingu. Jón ræddi lögbannið í Bítinu í morgun. „Þegar svona mál eru metin er spurningin alltaf um hagsmuni og tjón. Í þessu tilfelli eru augljósir almannahagsmunir fólgnir í því að þessi umfjöllun eigi sér stað. Það sem við sjáum einfaldlega ekki er að það sé bent á aðra mikilvægari eða ríkari hagsmuni sem réttlæta lögbann,“ sagði Jón. Hann sagði að ef grunur léki á að fjölmiðlar eða aðrir væru að brjóta lög með því að nota stolin gögn eða taka við stolnum gögnum þá væri eðlilegt að dómstólar fjölluðu um það. Lögbannið væri hins vegar freklegt inngrip í opinbera umræðu. „En lögbannið er svo freklegt inngrip í opinbera umræðu að það þarf gríðarlega miklar og skýrar réttlætingar fyrir því að gera það. Ástæðan fyrir því að við fjölluðum um þetta mál strax í gærkvöldi þegar þetta kom upp er einfaldlega sú að þetta er svo gríðarlega mikið inngrip í frjálsa umræðu á viðkvæmum tímum, rétt fyrir kosningar og okkur finnst einfaldlega sýslumannsembættið misstigið sig hrapalega.“ Jón var spurður hvort ekki ætti einfaldlega að opna alla reikninga hjá öllum formönnum stjórnmálaflokka á Íslandi fimm eða tíu ár aftur í tímann. „Það er eitt af því sem við höfum bent á og er hluti af áskorun okkar til flokkanna núna fyrir kosningarnar að hagsmunaskráning þingmanna og ráðherra sé miklu ítarlegri og nákvæmari en nú er. Ég myndi ekki orða það þannig að það ætti að opna alla reikninga allra. Hins vegar þá þarf að gera miklu ríkari kröfur heldur en nú er að þeir sem eru kjörnir fulltrúar eða taka við mikilvægum pólitískum embættum að þeir gefi upplýsingar,“ sagði Jón en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48 „Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Lögmaður Stundarinnar segir óheimilt að banna umfjöllun sem á erindi við almenning Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, segir að bann á umfjöllun sem eigi erindi við almenning sé brot á tjáningafrelsisákvæði stjórnarskrár og Mannréttindasáttmálans. 16. október 2017 22:48
„Frekar myndum við fara í fangelsi heldur en að afhenda gögn sem við höfum“ Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur fallist á lögbann Glitnis HoldCo, sem heldur utan um eigur Glitnis sem féll í bankahruninu, við Birtingu Stundarinnar á fréttum sem unnar eru úr gögnum frá Glitni. 16. október 2017 18:03