Trump hótar að hætta neyðaraðstoð við Púertó Ríkó Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2017 16:47 Trump virðist hafa snúist hugur frá því í heimsókn til Púertó Ríkó í síðustu viku. Þá lofaði hann að hjálpa íbúum þar til yfir lyki. Vísir/AFP Þrátt fyrir að 80% íbúa Púertó Ríkó séu án rafmagns og hátt í þriðjungur án drykkjarvatns hótaði Donald Trump forseti að draga alríkisstarfsmenn sem hafa sinnt neyðaraðstoð þar til baka. Í tísti sagði forsetinn að þeir gætu ekki verið þar „endalaust“. Þrjár vikur eru liðnar frá því að fellibylurinn María olli gríðarlegum skemmdum á innviðum Púertó Ríkó sem er bandarískt yfirráðasvæði. Þrátt fyrir það er meirihluti landsmanna án rafmagns og stór hluti án drykkjarvatns. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur jafnvel þurft að vara landsmenn við því að drekka vatn á menguðum svæðum. Tíst Trump í morgun um að hann gæti dregið aðstoð alríkisstjórnarinnar til baka kemur því sem þruma úr heiðskíru lofti. Hann byrjaði á að vísa til bágrar fjárhagsstöðu eyríkisins og að innviðir landsins hafi þegar verið í hörmulegu ástandi fyrir fellibylinn. „Við getum ekki haldið FEMA [almannavörnum], hernum og viðbragðsaðilum sem hafa verið ótrúlegir (við erfiðustu mögulegu aðstæður) í Púertó Ríkó að eilífu!“ tísti forsetinn.Dæmigert að alríkisstjórnin verji árum í uppbygginguTrump hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa brugðist mun hægar við hörmungunum á Púertó Ríkó en þegar fellibylir gengu yfir Texas og Flórída. New York Times bendir á að eftir fellibylinn Katrínu í New Orleans hafi hermenn unnið þar við uppbyggingu í nærri því ár. Uppbyggingin hafi tekið meira en fimm ár í heildina. „Það er frekar dæmigert að FEMA, heimavarnaráðuneytið og aðrar alríkisstofnanir séu á staðnum að stjórna uppbyggingaraðgerðum í mörg ár á eftir,“ hefur blaðið eftir James Norton sem starfaði við heimavarnaráðuneytið í tíð George W. Bush. Hann býst við að alríkisstjórnin verði að störfum í Texas og Flórída næstu tvö árin.Borgarstjórinn segir Trump að skammast sínTíst Trump hafa vakið furðu. Castelló tístí á móti að íbúar eyjunnar væru aðeins að fara fram á sömu aðstoð og aðrir borgarar Bandaríkjanna myndu fá. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri höfuðborgarinnar San Juan, sem hefur átt í orðaskaki við Trump, sakaði forsetann um að skilja ekki stöðuna og um að fara ófæran um að uppfylla siðferðislega skyldu sína til að aðstoða fólk á Púertó Ríkó. „Skammastu þín!“ tísti hún. Ekki er langt síðan Trump réðist að Cruz af hörku á Twitter og sakaði hana um lélega stjórnun. Þá vændi hann íbúa Púertó Ríkó um að vilja fá allt upp í hendurnar. Í heimsókn til eyjunnar sagði hann að Púertó Ríkó hefði sett fjárlög Bandaríkjanna úr skorðum. Púertó Ríkó var í miklum fjárhagskröggum áður en María gekk yfir eyjuna, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Ástandið hefur aðeins versnað eftir hörmungarnar og Castelló sagði um síðustu helgi að ríkið stæði frammi fyrir lausafjárkreppu. Ef ekki yrði skorist í leikinn gæti það ekki greitt út laun til opinberra starfsmanna. Bandaríkaþing á að afgreiða neyðaraðstoð til Púertó Ríkó í dag. Hún á meðal annars að fela í sér tæplega fimm milljarða dollara lán til að bjarga fjárhagsstöðunni tímabundið. Tengdar fréttir Trump heimsækir hamfarasvæðið: „Púertó Ríkó, þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum“ "Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi þegar hann heimsótti Púertó Ríkó í fyrsta skipti í dag. 3. október 2017 17:35 „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Trump kynnir sér eyðilegginguna á Púertó Ríkó í skugga gagnrýni í næstu viku Grafalvarlegt ástand ríkir á Púertó Ríkó eftir fellibylinn Maríu. Trump Bandaríkjaforseti er gagnrýndur fyrir að blanda skuldum þessa yfirráðasvæðis Bandaríkjanna inn í ástandið þar. 26. september 2017 16:36 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Þrátt fyrir að 80% íbúa Púertó Ríkó séu án rafmagns og hátt í þriðjungur án drykkjarvatns hótaði Donald Trump forseti að draga alríkisstarfsmenn sem hafa sinnt neyðaraðstoð þar til baka. Í tísti sagði forsetinn að þeir gætu ekki verið þar „endalaust“. Þrjár vikur eru liðnar frá því að fellibylurinn María olli gríðarlegum skemmdum á innviðum Púertó Ríkó sem er bandarískt yfirráðasvæði. Þrátt fyrir það er meirihluti landsmanna án rafmagns og stór hluti án drykkjarvatns. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur jafnvel þurft að vara landsmenn við því að drekka vatn á menguðum svæðum. Tíst Trump í morgun um að hann gæti dregið aðstoð alríkisstjórnarinnar til baka kemur því sem þruma úr heiðskíru lofti. Hann byrjaði á að vísa til bágrar fjárhagsstöðu eyríkisins og að innviðir landsins hafi þegar verið í hörmulegu ástandi fyrir fellibylinn. „Við getum ekki haldið FEMA [almannavörnum], hernum og viðbragðsaðilum sem hafa verið ótrúlegir (við erfiðustu mögulegu aðstæður) í Púertó Ríkó að eilífu!“ tísti forsetinn.Dæmigert að alríkisstjórnin verji árum í uppbygginguTrump hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir að hafa brugðist mun hægar við hörmungunum á Púertó Ríkó en þegar fellibylir gengu yfir Texas og Flórída. New York Times bendir á að eftir fellibylinn Katrínu í New Orleans hafi hermenn unnið þar við uppbyggingu í nærri því ár. Uppbyggingin hafi tekið meira en fimm ár í heildina. „Það er frekar dæmigert að FEMA, heimavarnaráðuneytið og aðrar alríkisstofnanir séu á staðnum að stjórna uppbyggingaraðgerðum í mörg ár á eftir,“ hefur blaðið eftir James Norton sem starfaði við heimavarnaráðuneytið í tíð George W. Bush. Hann býst við að alríkisstjórnin verði að störfum í Texas og Flórída næstu tvö árin.Borgarstjórinn segir Trump að skammast sínTíst Trump hafa vakið furðu. Castelló tístí á móti að íbúar eyjunnar væru aðeins að fara fram á sömu aðstoð og aðrir borgarar Bandaríkjanna myndu fá. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri höfuðborgarinnar San Juan, sem hefur átt í orðaskaki við Trump, sakaði forsetann um að skilja ekki stöðuna og um að fara ófæran um að uppfylla siðferðislega skyldu sína til að aðstoða fólk á Púertó Ríkó. „Skammastu þín!“ tísti hún. Ekki er langt síðan Trump réðist að Cruz af hörku á Twitter og sakaði hana um lélega stjórnun. Þá vændi hann íbúa Púertó Ríkó um að vilja fá allt upp í hendurnar. Í heimsókn til eyjunnar sagði hann að Púertó Ríkó hefði sett fjárlög Bandaríkjanna úr skorðum. Púertó Ríkó var í miklum fjárhagskröggum áður en María gekk yfir eyjuna, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Ástandið hefur aðeins versnað eftir hörmungarnar og Castelló sagði um síðustu helgi að ríkið stæði frammi fyrir lausafjárkreppu. Ef ekki yrði skorist í leikinn gæti það ekki greitt út laun til opinberra starfsmanna. Bandaríkaþing á að afgreiða neyðaraðstoð til Púertó Ríkó í dag. Hún á meðal annars að fela í sér tæplega fimm milljarða dollara lán til að bjarga fjárhagsstöðunni tímabundið.
Tengdar fréttir Trump heimsækir hamfarasvæðið: „Púertó Ríkó, þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum“ "Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi þegar hann heimsótti Púertó Ríkó í fyrsta skipti í dag. 3. október 2017 17:35 „Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00 Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11 Trump kynnir sér eyðilegginguna á Púertó Ríkó í skugga gagnrýni í næstu viku Grafalvarlegt ástand ríkir á Púertó Ríkó eftir fellibylinn Maríu. Trump Bandaríkjaforseti er gagnrýndur fyrir að blanda skuldum þessa yfirráðasvæðis Bandaríkjanna inn í ástandið þar. 26. september 2017 16:36 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Trump heimsækir hamfarasvæðið: „Púertó Ríkó, þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum“ "Mér þykir leitt að segja ykkur þetta, Púertó Ríkó, en þið settuð fjárlögin okkar aðeins úr skorðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi þegar hann heimsótti Púertó Ríkó í fyrsta skipti í dag. 3. október 2017 17:35
„Þið eruð að drepa okkur“ Donald Trump, forseti, segir viðbrögð stjórnvalda vegna hamfaranna í Puerto Rico vera "ótrúlega“ góð en borgarstjóri San Juan segir íbúa vera að deyja og biður um hjálp. 30. september 2017 09:00
Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Donald Trump kennir demókrötum um ummæli borgarstjóra San Juan varðandi hægvirkt hjálparstarf. 30. september 2017 12:11
Trump kynnir sér eyðilegginguna á Púertó Ríkó í skugga gagnrýni í næstu viku Grafalvarlegt ástand ríkir á Púertó Ríkó eftir fellibylinn Maríu. Trump Bandaríkjaforseti er gagnrýndur fyrir að blanda skuldum þessa yfirráðasvæðis Bandaríkjanna inn í ástandið þar. 26. september 2017 16:36