Ben Affleck biðst afsökunar á að hafa káfað á Hilarie Burton Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. október 2017 23:36 Hilarie Burton hló til að bresta ekki í grát þegar Ben Affleck káfaði á henni Vísir/getty „Ég sýndi af mér óviðeigandi hegðun í garð fröken Burton og biðst innilegrar afsökunar,“ segir leikarinn Ben Affleck á Twittersíðuna sína í dag eftir að mál frá árinu 2003 var dregið fram í dagsljósið. Á dögunum fetaði Affleck í fótspor þeirra sem hafa fordæmt kynferðislegt ofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í afhjúpandi umfjöllun The New Yorker greindu leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan frá kynferðislegu áreiti af hálfu Weinsteins. Síðan þá hefur mikill fjöldi kvenna stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. pic.twitter.com/f5AgemRXds— Ben Affleck (@BenAffleck) October 10, 2017 Ben Affleck sagði í löngu máli á Facebook og Twittersíðu sinni að hann væri bæði leiður og reiður yfir því að maður sem hann hafi unnið fyrir hafi notað valdastöðu sína til að ógna, áreita og misnota konur. Það hafi vakið með honum óhug að lesa frásagnir kvenna af hátterni Weinstein. „Þetta er með öllu óásættanlegt. Ég spyr mig hvað ég geti gert til að passa að þetta komi ekki fyrir fleiri. Við þurfum að gera betur til að vernda systur okkar, vini, samstarfsfélaga og dætur,“ segir Affleck í stöðuuppfærslu sinni. Fordæming leikarans virðist ekki hafa farið vel í alla en einn netverjanna á Twitter sagði að Affleck hefði betur þagað. Hann hafi sannarlega ekki verið að hugsa um dætur sínar þegar hann yfirgaf þær til að vera úti á lífinu með barnfóstru þeirra en hávær orðrómur um að Affleck hafi haldið fram hjá konunni sinni Jennifer Garner komst á kreik þegar þau hófu skilnaðarferli. Úr því að talið barst að hátterni leikarans tók annar netverji til máls á sama þræði og sagði: „Hann káfaði einnig á brjóstunum á Hilarie Burton á TRL einhvern tíman. Allir gleymdu því þó.“ I didn't forget.— Hilarie Burton (@HilarieBurton) October 10, 2017 Hilarie Burton, þekkt leikkona og fyrrverandi þáttastjórnandi á MTV, tók sjálf til máls á þræðinum og sagði „Ég hef ekki gleymt.“ Á sama vettvangi þakkar Burton fyrir stuðninginn og segist hafa verið mjög ung þegar þetta gerðist. Hún hafi á þeirri stundu þurft að hlæja til að fara ekki að gráta. Hilarie Burton er þekkt fyrir að hafa leikið Peyton Sawyer í unglingaþáttaröðinni One Tree Hill og Söru Ellis í spennuþáttaröðinni White Collar. Þessi frétt er unninn upp úr frétt breska ríkisúvarpsins BBC.Í spilaranum að neðan er myndskeið af atvikinu. MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
„Ég sýndi af mér óviðeigandi hegðun í garð fröken Burton og biðst innilegrar afsökunar,“ segir leikarinn Ben Affleck á Twittersíðuna sína í dag eftir að mál frá árinu 2003 var dregið fram í dagsljósið. Á dögunum fetaði Affleck í fótspor þeirra sem hafa fordæmt kynferðislegt ofbeldi og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Í afhjúpandi umfjöllun The New Yorker greindu leikkonurnar Ashley Judd og Rose McGowan frá kynferðislegu áreiti af hálfu Weinsteins. Síðan þá hefur mikill fjöldi kvenna stigið fram með ásakanir á hendur Weinstein. pic.twitter.com/f5AgemRXds— Ben Affleck (@BenAffleck) October 10, 2017 Ben Affleck sagði í löngu máli á Facebook og Twittersíðu sinni að hann væri bæði leiður og reiður yfir því að maður sem hann hafi unnið fyrir hafi notað valdastöðu sína til að ógna, áreita og misnota konur. Það hafi vakið með honum óhug að lesa frásagnir kvenna af hátterni Weinstein. „Þetta er með öllu óásættanlegt. Ég spyr mig hvað ég geti gert til að passa að þetta komi ekki fyrir fleiri. Við þurfum að gera betur til að vernda systur okkar, vini, samstarfsfélaga og dætur,“ segir Affleck í stöðuuppfærslu sinni. Fordæming leikarans virðist ekki hafa farið vel í alla en einn netverjanna á Twitter sagði að Affleck hefði betur þagað. Hann hafi sannarlega ekki verið að hugsa um dætur sínar þegar hann yfirgaf þær til að vera úti á lífinu með barnfóstru þeirra en hávær orðrómur um að Affleck hafi haldið fram hjá konunni sinni Jennifer Garner komst á kreik þegar þau hófu skilnaðarferli. Úr því að talið barst að hátterni leikarans tók annar netverji til máls á sama þræði og sagði: „Hann káfaði einnig á brjóstunum á Hilarie Burton á TRL einhvern tíman. Allir gleymdu því þó.“ I didn't forget.— Hilarie Burton (@HilarieBurton) October 10, 2017 Hilarie Burton, þekkt leikkona og fyrrverandi þáttastjórnandi á MTV, tók sjálf til máls á þræðinum og sagði „Ég hef ekki gleymt.“ Á sama vettvangi þakkar Burton fyrir stuðninginn og segist hafa verið mjög ung þegar þetta gerðist. Hún hafi á þeirri stundu þurft að hlæja til að fara ekki að gráta. Hilarie Burton er þekkt fyrir að hafa leikið Peyton Sawyer í unglingaþáttaröðinni One Tree Hill og Söru Ellis í spennuþáttaröðinni White Collar. Þessi frétt er unninn upp úr frétt breska ríkisúvarpsins BBC.Í spilaranum að neðan er myndskeið af atvikinu.
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24 Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00 Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44 Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50 Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53 Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19
Eiginkona Weinstein farin frá honum Georgina Chapman segir gjörðir eiginmanns síns vera "ófyrirgefanlegar“. 11. október 2017 10:24
Ramola Garai um samskipti sín við Weinstein: „Ég var bara 18 ára og mér fannst á mér brotið“ Í viðtali við The Guardian segir leikkonan að hún hafi verið 18 ára þegar Weinstein boðaði hana á fund með sér á Savoy-hótelinu í London. 10. október 2017 11:00
Birta hljóðupptöku af samskiptum Harvey Weinstein við konu sem hann áreitti Bandaríska tímaritið The New Yorker birti í gær hljóðupptöku þar sem kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein heyrist eiga í samskiptum við konu sem hann áreitti kynferðislega. 11. október 2017 10:44
Harvey Weinstein rekinn Í yfirlýsingu frá stjórn fyrirtækisins segir að í ljósi nýrra upplýsinga hafi sú ákvörðun verið tekin að segja Weinstein upp störfum. 8. október 2017 23:50
Umfjöllun New Yorker varpar ljósi á mun flóknari sögu skuggahliða Weinstein Þrettán konur stíga fram í umfjöllun bandaríska tímaritsins sem segir frá "verst geymda“ leyndarmáli Hollywood. 10. október 2017 15:53
Angelina Jolie og Gwyneth Paltrow opna sig um ofbeldi af hálfu Weinstein Listinn af konum sem ásakað hafa bandaríska kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi lengist ört. 10. október 2017 21:00