Afskrifuðu Fáfni Viking sem kostaði rúman milljarð króna Haraldur Guðmundsson skrifar 12. október 2017 06:00 Polarsyssel var afhent Fáfni Offshore í mars 2014. Mynd/Fáfnir Offshore Stjórn Fáfnis Offshore hefur afskrifað 1.134 milljóna króna fjárfestingu í hálfkaraða olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking sem aldrei verður afhent. Fyrirtækið, sem er að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, var rekið með 244 milljóna króna tapi í fyrra en tekjur þess jukust um 27 prósent milli ára og námu 626 milljónum. Norska skipasmíðastöðin Havyard AS rifti í ársbyrjun samningi frá mars 2014 við Fáfni Offshore, sem rekur sérútbúna olíuþjónustuskipið Polarsyssel, um smíði Fáfnis Viking sem var þá metið á um fimm milljarða króna. Afhendingu þess hafði þá verið seinkað tvívegis sökum verkefnaskorts hjá íslenska fyrirtækinu sem rekja mátti til mikillar lækkunar olíuverðs. Smíði skipsins var síðar færð í dótturfélag Fáfnis Offshore, einkahlutafélagið Polar Maritime, að kröfu sýslumannsembættisins á Svalbarða sem hefur leigt Polarsyssel í níu mánuði á ári og þannig skapað eina verkefni Fáfnis. Samkvæmt nýjum ársreikningi fyrirtækisins fyrir 2016, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, greiddi Fáfnir jafnvirði 169 milljóna króna til Havyard þegar afhendingu skipsins var frestað í annað sinn og smíðin færð í dótturfélagið. Þar heitir skipið ekki lengur Fáfnir Viking heldur Hull 126 eða Skipsskrokkur 126. Hafði fyrirtækið áður greitt Havyard 965 milljónir króna. Norska skipasmíðastöðin yfirtók Fáfni Viking þegar samningnum var rift 2. janúar síðastliðinn. Polarsyssel var í árslok 2016 metið á 278 milljónir norskra króna eða 3,7 milljarða króna. Það hefur fallið í virði um 64 milljónir norskra króna í bókum Fáfnis á tveimur árum eða um 850 milljónir króna. Fáfnir Offshore var stofnað 2012 af Steingrími Erlingssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins. Framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, er stærsti eigandi félagsins með 35 prósent. Þar á eftir kemur annar framtakssjóður, Horn II, í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta, með 24,3 prósent. Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, á 11,5 prósent. Félagið Haldleysi, sem hét áður Fáfnir Holding og var í eigu Steingríms, er skráð fyrir 10,5 prósentum en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í ágúst. Fréttablaðið greindi í júní síðastliðnum frá því að Steingrímur hefur stefnt Fáfni Offshore. Krefst hann þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp störfum í desember 2015. Aðalmeðferð í málinu mun hefjast 1. desember næstkomandi. Stjórnendur Fáfnis telja hann ekki hafa staðið við skyldur sínar á uppsagnarfresti og hafa gert gagnkröfu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Stjórn Fáfnis Offshore hefur afskrifað 1.134 milljóna króna fjárfestingu í hálfkaraða olíuþjónustuskipinu Fáfni Viking sem aldrei verður afhent. Fyrirtækið, sem er að stórum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða, var rekið með 244 milljóna króna tapi í fyrra en tekjur þess jukust um 27 prósent milli ára og námu 626 milljónum. Norska skipasmíðastöðin Havyard AS rifti í ársbyrjun samningi frá mars 2014 við Fáfni Offshore, sem rekur sérútbúna olíuþjónustuskipið Polarsyssel, um smíði Fáfnis Viking sem var þá metið á um fimm milljarða króna. Afhendingu þess hafði þá verið seinkað tvívegis sökum verkefnaskorts hjá íslenska fyrirtækinu sem rekja mátti til mikillar lækkunar olíuverðs. Smíði skipsins var síðar færð í dótturfélag Fáfnis Offshore, einkahlutafélagið Polar Maritime, að kröfu sýslumannsembættisins á Svalbarða sem hefur leigt Polarsyssel í níu mánuði á ári og þannig skapað eina verkefni Fáfnis. Samkvæmt nýjum ársreikningi fyrirtækisins fyrir 2016, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, greiddi Fáfnir jafnvirði 169 milljóna króna til Havyard þegar afhendingu skipsins var frestað í annað sinn og smíðin færð í dótturfélagið. Þar heitir skipið ekki lengur Fáfnir Viking heldur Hull 126 eða Skipsskrokkur 126. Hafði fyrirtækið áður greitt Havyard 965 milljónir króna. Norska skipasmíðastöðin yfirtók Fáfni Viking þegar samningnum var rift 2. janúar síðastliðinn. Polarsyssel var í árslok 2016 metið á 278 milljónir norskra króna eða 3,7 milljarða króna. Það hefur fallið í virði um 64 milljónir norskra króna í bókum Fáfnis á tveimur árum eða um 850 milljónir króna. Fáfnir Offshore var stofnað 2012 af Steingrími Erlingssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins. Framtakssjóðurinn Akur, sem er í eigu þrettán lífeyrissjóða, Íslandsbanka og VÍS, er stærsti eigandi félagsins með 35 prósent. Þar á eftir kemur annar framtakssjóður, Horn II, í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og fagfjárfesta, með 24,3 prósent. Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi forstjóra Glitnis, á 11,5 prósent. Félagið Haldleysi, sem hét áður Fáfnir Holding og var í eigu Steingríms, er skráð fyrir 10,5 prósentum en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í ágúst. Fréttablaðið greindi í júní síðastliðnum frá því að Steingrímur hefur stefnt Fáfni Offshore. Krefst hann þess að fá greiddan sex mánaða uppsagnarfrest og orlof en honum var sagt upp störfum í desember 2015. Aðalmeðferð í málinu mun hefjast 1. desember næstkomandi. Stjórnendur Fáfnis telja hann ekki hafa staðið við skyldur sínar á uppsagnarfresti og hafa gert gagnkröfu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira