„En ég leik allavega ekki Davíð“ Guðný Hrönn skrifar 11. október 2017 10:00 Örn segir það hafa verið krefjandi en skemmtilegt að taka þátt í uppsetningu á Guð blessi Ísland. vísir/eyþór „Þetta er leikverk sem er byggt á rannsóknarskýrslu Alþingis og heitir Guð blessi Ísland, kannski af augljósum orsökum þar sem fræg ræða þáverandi forsætisráðherra endaði á þessum orðum,“ segir leikarinn Örn Árnason, spurður út nýjasta leikverkið sem hann fer með hlutverk í. Örn fer með nokkur hlutverk í sýningunni, spurður nánar út í það: „Ég fer með mörg hlutverk og sömuleiðis allir í leiksýningunni. Við erum leikhópur að reyna að segja þessa sögu, og teikna upp fólkið sem lendir í þessum aðstæðum, sem er bara þjóðin. Í raun og veru erum við bara að reyna að teikna upp samfélagið og hvernig það bregst við hruninu,“ útskýrir Örn. Hann getur ekki gefið of mikið upp en staðfestir þó að hann fer ekki með hlutverk Davíðs Oddssonar þó að hann komi við sögu í verkinu. Það vekur kannski athygli þar sem Örn hefur leikið Davíð reglulega í þrjá áratugi. „Nokkrir hafa nú reynt við Davíð í millitíðinni en það er náttúrulega enginn eins góður og ég,“ segir hann og skellir upp úr. Aðspurður hvenær hann lék Davíð fyrst segir hann:„Mig minnir að það hafi verið í áramótaskaupinu árið 1986. Þegar hann var borgarstjóri.“Hvað á það að þýða að þú leikir ekki Davíð í þessu verki? „Það er góð spurning. Hins vegar kemur fram í sýningunni ákveðin útskýring á því. Það er þarna ákveðin tenging, hún er svolítið spennandi,“ segir hann og hlær. „En við hlaupum sem sagt á milli margra hlutverka og það er erfitt að segja til um hvaða hlutverk maður leikur. Mestmegnis snýst þetta um að við sem hópur erum að segja frá. En ég leik allavega ekki Davíð.“ Krefjandi og skemmtilegtPlakat leiksýningarinnar vekur athygli en þar getur að líta eitt stórt partí þar sem kampavínið flæðir. „Já, það er bara það sem þetta var.“Plakatið fyrir Guð blessi Ísland er eitt stórt partí.MYND/BORGARLEIKHÚSIÐÁætluð frumsýning verksins er 20. október. Spurður út í hvernig ferlið á bak við uppsetningu verksins hafi gengið segir Örn: „Þetta hefur verið krefjandi en alveg fáránlega skemmtilegt. Þorleifur Örn leikstjóri og Mikael, höfundar verksins, eru bæði vel gefnir og klárir, ég treysti þeim til að koma okkur í höfn með þetta,“ segir Örn. Örn hrósar öllu teyminu á bak við verkið í hástert. „Það hefur verið alveg ótrúlega gaman að vinna í þessari hópvinnu. Leikhópurinn stórkostlegur, öll sem eitt. Ég held að út úr þessu komi mjög spennandi sýning sem allir hafi gott af því að sjá. Og við ætlum að gera okkar besta til að segja þessa sérkennilegu sögu sem skók þetta sker.“ Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira
„Þetta er leikverk sem er byggt á rannsóknarskýrslu Alþingis og heitir Guð blessi Ísland, kannski af augljósum orsökum þar sem fræg ræða þáverandi forsætisráðherra endaði á þessum orðum,“ segir leikarinn Örn Árnason, spurður út nýjasta leikverkið sem hann fer með hlutverk í. Örn fer með nokkur hlutverk í sýningunni, spurður nánar út í það: „Ég fer með mörg hlutverk og sömuleiðis allir í leiksýningunni. Við erum leikhópur að reyna að segja þessa sögu, og teikna upp fólkið sem lendir í þessum aðstæðum, sem er bara þjóðin. Í raun og veru erum við bara að reyna að teikna upp samfélagið og hvernig það bregst við hruninu,“ útskýrir Örn. Hann getur ekki gefið of mikið upp en staðfestir þó að hann fer ekki með hlutverk Davíðs Oddssonar þó að hann komi við sögu í verkinu. Það vekur kannski athygli þar sem Örn hefur leikið Davíð reglulega í þrjá áratugi. „Nokkrir hafa nú reynt við Davíð í millitíðinni en það er náttúrulega enginn eins góður og ég,“ segir hann og skellir upp úr. Aðspurður hvenær hann lék Davíð fyrst segir hann:„Mig minnir að það hafi verið í áramótaskaupinu árið 1986. Þegar hann var borgarstjóri.“Hvað á það að þýða að þú leikir ekki Davíð í þessu verki? „Það er góð spurning. Hins vegar kemur fram í sýningunni ákveðin útskýring á því. Það er þarna ákveðin tenging, hún er svolítið spennandi,“ segir hann og hlær. „En við hlaupum sem sagt á milli margra hlutverka og það er erfitt að segja til um hvaða hlutverk maður leikur. Mestmegnis snýst þetta um að við sem hópur erum að segja frá. En ég leik allavega ekki Davíð.“ Krefjandi og skemmtilegtPlakat leiksýningarinnar vekur athygli en þar getur að líta eitt stórt partí þar sem kampavínið flæðir. „Já, það er bara það sem þetta var.“Plakatið fyrir Guð blessi Ísland er eitt stórt partí.MYND/BORGARLEIKHÚSIÐÁætluð frumsýning verksins er 20. október. Spurður út í hvernig ferlið á bak við uppsetningu verksins hafi gengið segir Örn: „Þetta hefur verið krefjandi en alveg fáránlega skemmtilegt. Þorleifur Örn leikstjóri og Mikael, höfundar verksins, eru bæði vel gefnir og klárir, ég treysti þeim til að koma okkur í höfn með þetta,“ segir Örn. Örn hrósar öllu teyminu á bak við verkið í hástert. „Það hefur verið alveg ótrúlega gaman að vinna í þessari hópvinnu. Leikhópurinn stórkostlegur, öll sem eitt. Ég held að út úr þessu komi mjög spennandi sýning sem allir hafi gott af því að sjá. Og við ætlum að gera okkar besta til að segja þessa sérkennilegu sögu sem skók þetta sker.“
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Sjá meira