Grænlandsjökull gæti hækkað yfirborð sjávar meira og hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 11:14 Hlýnandi sjór kemst mögulega í snertingu við allt að 55% Grænlandsjökuls. Vísir/AFP Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30