Fótbolti

Skoruðu sigurmarkið sex mínútum eftir að Emil kom inn á | Sigurganga Napoli heldur áfram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Emil og félagar komu til baka og unnu sigur á Atalanta.
Emil og félagar komu til baka og unnu sigur á Atalanta. vísir/getty
Emil Hallfreðsson kom inn á sem varamaður þegar Udinese vann mikilvægan sigur á Atalanta, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Udinese er í 13. sæti deildarinnar.

Udinese lenti undir á 29. mínútu en kom til baka og tryggði sér sigurinn með mörkum Rodrigos De Paul og Antonins Barak.

Atalanta fékk gullið tækifæri til að jafna metin sex mínútum fyrir leikslok þegar liðið fékk vítaspyrnu. Bryan Cristante fór á punktinn en Albano Bizzarri, markvörður Udinese, varði spyrnu hans.

Emil kom inn á sem varamaður á 62. mínútu. Sex mínútum síðar skoraði Barak sigurmark Udinese.

Sigurganga Napoli heldur áfram en liðið vann 3-1 sigur á Sassuolo í dag.

Allan, José Callejón og Dries Mertens skoruðu mörk Napoli sem er með þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar.

Lazio vann sinn sjötta leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Benevento, 1-5, á útivelli. Hinn sjóðheiti Ciro Immobile skoraði eitt marka Lazio en hann er markahæstur í ítölsku deildinni með 14 mörk.

Lazio er í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, þremur stigum á eftir Napoli.

Úrslitin í dag:

Udinese 2-1 Atalanta

Napoli 3-1 Sassuolo

Benevento 1-5 Lazio

Crotone 2-1 Fiorentina

Sampdoria 4-1 Chievo

Spal 1-0 Genoa


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×