Dálítið töff á köflum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2017 10:00 Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði. Það kemur ekkert annað til greina, segir Eiríkur Árni um Lúther. Mynd/Haraldur Árni Haraldsson „Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar. Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Lútherskantatan er alþýðlegt verk og dálítið töff á köflum,“ segir tónskáldið Eiríkur Árni Sigtryggsson um tónverkið sem frumflutt verður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði klukkan 16 í dag og aftur í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ klukkan 16 á morgun. Verkið samanstendur af kórþáttum með undirleik hljómsveitar og stuttum hljómsveitarþáttum á milli. Eiríkur Árni kveðst sækja tónmálið til textans. „Sko, karlinn hann Lúther negldi upp á kirkjuhurðina í Wittenberg hvorki meira né minna en 95 greinar. Ég er bara með örfáar þeirra í þessu verki og einbeitti mér að skömmum um Leó tíunda páfa fyrir að vilja selja fólki syndaaflausn. Að menn gætu bara borgað tíu þúsund kall og þá verið lausir við allar syndir.“ Þýddir þú greinarnar sjálfur? „Já, þær eru til á íslensku en ég fann þær ekki svo ég þýddi þessar úr sænsku. Það var fyrst og fremst tónninn í þeim sem varð mér innblástur. Þetta er kröftug tónlist, blanda af sálmaútsetningum og nútímatónlist og svo mildari hljómar sem nálgast dægurlagamelódíur. Lúther var alltaf að leita að góðum lögum, hann sagði að fjandinn hefði fengið öll þau góðu, fór á krárnar og náði sér í lög. Svo samdi hann ljóð við þau og lét lýðinn syngja á þýsku en ekki latínu eins og kaþólikkar. Þetta var merkiskarl og við ætlum að gera honum hátt undir höfði, það kemur ekkert annað til greina.“ Það er Kjalarnesprófastsdæmi sem stendur að hátíðatónleikunum um helgina þar sem Lútherskantatan er höfuðatriðið. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur og samkór félaga úr kirkjukórum á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, Garðabæ og Mosfellsbæ syngur, auk einsöngvaranna Bylgju Dísar Gunnarsdóttur og Gissurar Páls Gissurarsonar. Stjórnandi er Oliver Kentish. Kantatan tekur um 20 mínútur í flutningi og fleira er á dagskránni, til dæmis syngur Ragnheiður Gröndal sálminn Lifandi vatnið, eigið lag við texta Sigurðar Pálssonar, ásamt kór og hljómsveit. Eiríkur Árni er Keflvíkingur, þó hann hafi farið tvo eða þrjá hringi í veröldinni, eins og hann orðar það. Hann var tónlistar- og myndlistarkennari, organisti og kórstjóri, meðan hann þurfti að vinna fyrir saltinu en kveðst nú hættur því og farinn að snúa sér af krafti og ánægju að tónsmíðum sem hann hafi reyndar stundað í áratugi. Svo málar hann líka og hefur haldið margar sýningar.
Menning Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira