Jóladraumur í Garðabæ 27. október 2017 12:15 Fannar Vernharðsson, áður fyrirliði kokkalandsliðsins (til vinstri) og Garðar Aron Guðbrandsson (í miðju), skipa flottasta kokkadúó landsins og unnu áður saman á VOX. Til hægri er Róbert Rafn Óðinsson, veitingastjóri. Bragð og ilmur af jólum fær dásamlega freistandi blæ í höndum Fannars Vernharðssonar, áður fyrirliða landsliðsins í matreiðslu, á girnilegu og glæsilegu jólahlaðborði Mathúss Garðabæjar.„Maturinn í Mathúsinu var afbragðs góður fyrir en nær nú hæstu hæðum eftir að við fengum flottasta kokkadúett landsins í lið með okkur,“ segir Stefán Magnússon í Mathúsi Garðabæjar. Í eldhúsinu ráða nú ríkjum Fannar Vernharðsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins í matreiðslu, og matreiðslumeistarinn Garðar Aron Guðbrandsson, sem áður störfuðu saman á Vox. Þeir Fannar og Garðar standa nú í ströngu við að matbúa gómsætar jólakrásir fyrir glæsilegt jólahlaðborð Mathússins sem verður opnað fimmtudaginn 16. nóvember. „Við hlökkum mikið til að gleðja matargesti okkar með dýrindis jólamat og hátíðarstemningu,“ segir Stefán, minnugur einlægrar hamingju jólahlaðborðsgesta Mathússins í fyrra. „Það er sannkallað jólaævintýri að njóta jólaveislu í Mathúsinu og dekrað við munn og maga. Hér er notaleg samvera og gómsætur matur í fyrirrúmi. Við stjönum við gestina og berum úrval jólaforrétta á borðið til þeirra, sem og lostæta eftirréttina, en aðalréttirnir eru bornir fram á hefðbundnu jólahlaðborði þar sem hver og einn velur sér girnilega jólarétti á disk.“ Meðal girnilegra jólakrása Mathúss Garðabæjar er grafinn nautahryggvöðvi, andaconfit, purusteik, heitreyktur lax, nautalund, kirsuberjaís og karamellubrúnkur, og þá er fátt upptalið. „Mathúsið er fjölskylduvænn staður og við gerum börnum hátt undir höfði í sérinnréttuðu leikherbergi og litlum bíósal, sem heldur þeim uppteknum á meðan fullorðna fólkið vill sitja lengur. Það eru enda blessuð börnin sem ráða ferðinni þegar fjölskyldan fer út að borða, því ef börnin eru ánægð koma foreldrarnir aftur,“ segir Stefán og bætir við að öll börn fái ís í eftirmat. Þess má geta að Mathús Garðabæjar gefur Barnaspítala Hringsins 200 krónur af hverri seldri barnamáltíð ásamt því að styrkja duglega við íþróttafélag Stjörnunnar.Meðal girnilegra rétta á jólahlaðborði Mathúss Garðabæjar eru dýrindis nautalundir.Draumur sem rættist Mathús Garðabæjar er draumur sem rættist hjá matreiðslumeistaranum Stefáni Magnússyni um að opna lifandi og eftirsóttan veitingastað með fyrsta flokks matargerð í hjarta heimabæjar síns. „Ég er Garðbæingur og mikill áhugamaður um íþróttir í bænum. Því styrkjum við körfuknattleikslið félagsins, sem og fimleika- og handbolta Stjörnunnar,“ upplýsir Stefán sem er gríðarlega áhugasamur um körfuna í Stjörnunni. „Ég reyni að fara á alla leiki í bæði karla- og kvennadeild, og eftir leiki koma liðin alltaf í mat til okkar í Mathúsið,“ segir hann kátur.Mathús Garðabæjar er fjölskylduvænn staður þar sem börnum er líka gert hátt undir höfði. Orðspor af gómsætum mat hefur farið víða og koma gestir hvaðanæva af landinu. Garðbæingurinn og matreiðslumaðurinn Stefán Magnússon er eigandi Mathússins og hafði veg og vanda af glæsilegu útliti staðarins.MYND/EYÞÓRMathúsið var opnað í maí í fyrra og fóru viðtökurnar fram úr björtustu vonum Stefáns sem var áður yfirkokkur á Argentínu og Vegamótum, og stóð á bak við Kol. Mathúsið hafði lengi verið draumur Stefáns og sá hann einnig um glæsilega innanhússhönnun staðarins. „Við ákváðum að eltast ekki við ferðamannastrauminn heldur fá til okkar Íslendinga á fjölskylduvænan stað sem býður upp á vandaðan mat sem er matreiddur úr fyrsta flokks hráefni. Mathúsið er afsíðis, fjarri daglegum skarkala og ekki miðsvæðis í stöðugri umferð ferðamanna. Hjá okkur geta því fjölskyldur, vinir og vinnufélagar sest að borði yfir góðum mat í yndislegu rými og unað sér vel,“ segir Stefán. Jólahlaðborð Mathúss Garðabæjar hefst 16. nóvember og frá 18. nóvember verður boðið upp á jólabröns um helgar. Bókanir raðast hratt inn og er mælt með því að bóka borð sem fyrst.Greinin er unnin í samvinnu með Mathúsi Garðabæjar, sem er á Garðatorgi 4B. Borðapantanir í síma 571 3775 og á mathus@mathus.is. Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Bragð og ilmur af jólum fær dásamlega freistandi blæ í höndum Fannars Vernharðssonar, áður fyrirliða landsliðsins í matreiðslu, á girnilegu og glæsilegu jólahlaðborði Mathúss Garðabæjar.„Maturinn í Mathúsinu var afbragðs góður fyrir en nær nú hæstu hæðum eftir að við fengum flottasta kokkadúett landsins í lið með okkur,“ segir Stefán Magnússon í Mathúsi Garðabæjar. Í eldhúsinu ráða nú ríkjum Fannar Vernharðsson, fyrrverandi fyrirliði landsliðsins í matreiðslu, og matreiðslumeistarinn Garðar Aron Guðbrandsson, sem áður störfuðu saman á Vox. Þeir Fannar og Garðar standa nú í ströngu við að matbúa gómsætar jólakrásir fyrir glæsilegt jólahlaðborð Mathússins sem verður opnað fimmtudaginn 16. nóvember. „Við hlökkum mikið til að gleðja matargesti okkar með dýrindis jólamat og hátíðarstemningu,“ segir Stefán, minnugur einlægrar hamingju jólahlaðborðsgesta Mathússins í fyrra. „Það er sannkallað jólaævintýri að njóta jólaveislu í Mathúsinu og dekrað við munn og maga. Hér er notaleg samvera og gómsætur matur í fyrirrúmi. Við stjönum við gestina og berum úrval jólaforrétta á borðið til þeirra, sem og lostæta eftirréttina, en aðalréttirnir eru bornir fram á hefðbundnu jólahlaðborði þar sem hver og einn velur sér girnilega jólarétti á disk.“ Meðal girnilegra jólakrása Mathúss Garðabæjar er grafinn nautahryggvöðvi, andaconfit, purusteik, heitreyktur lax, nautalund, kirsuberjaís og karamellubrúnkur, og þá er fátt upptalið. „Mathúsið er fjölskylduvænn staður og við gerum börnum hátt undir höfði í sérinnréttuðu leikherbergi og litlum bíósal, sem heldur þeim uppteknum á meðan fullorðna fólkið vill sitja lengur. Það eru enda blessuð börnin sem ráða ferðinni þegar fjölskyldan fer út að borða, því ef börnin eru ánægð koma foreldrarnir aftur,“ segir Stefán og bætir við að öll börn fái ís í eftirmat. Þess má geta að Mathús Garðabæjar gefur Barnaspítala Hringsins 200 krónur af hverri seldri barnamáltíð ásamt því að styrkja duglega við íþróttafélag Stjörnunnar.Meðal girnilegra rétta á jólahlaðborði Mathúss Garðabæjar eru dýrindis nautalundir.Draumur sem rættist Mathús Garðabæjar er draumur sem rættist hjá matreiðslumeistaranum Stefáni Magnússyni um að opna lifandi og eftirsóttan veitingastað með fyrsta flokks matargerð í hjarta heimabæjar síns. „Ég er Garðbæingur og mikill áhugamaður um íþróttir í bænum. Því styrkjum við körfuknattleikslið félagsins, sem og fimleika- og handbolta Stjörnunnar,“ upplýsir Stefán sem er gríðarlega áhugasamur um körfuna í Stjörnunni. „Ég reyni að fara á alla leiki í bæði karla- og kvennadeild, og eftir leiki koma liðin alltaf í mat til okkar í Mathúsið,“ segir hann kátur.Mathús Garðabæjar er fjölskylduvænn staður þar sem börnum er líka gert hátt undir höfði. Orðspor af gómsætum mat hefur farið víða og koma gestir hvaðanæva af landinu. Garðbæingurinn og matreiðslumaðurinn Stefán Magnússon er eigandi Mathússins og hafði veg og vanda af glæsilegu útliti staðarins.MYND/EYÞÓRMathúsið var opnað í maí í fyrra og fóru viðtökurnar fram úr björtustu vonum Stefáns sem var áður yfirkokkur á Argentínu og Vegamótum, og stóð á bak við Kol. Mathúsið hafði lengi verið draumur Stefáns og sá hann einnig um glæsilega innanhússhönnun staðarins. „Við ákváðum að eltast ekki við ferðamannastrauminn heldur fá til okkar Íslendinga á fjölskylduvænan stað sem býður upp á vandaðan mat sem er matreiddur úr fyrsta flokks hráefni. Mathúsið er afsíðis, fjarri daglegum skarkala og ekki miðsvæðis í stöðugri umferð ferðamanna. Hjá okkur geta því fjölskyldur, vinir og vinnufélagar sest að borði yfir góðum mat í yndislegu rými og unað sér vel,“ segir Stefán. Jólahlaðborð Mathúss Garðabæjar hefst 16. nóvember og frá 18. nóvember verður boðið upp á jólabröns um helgar. Bókanir raðast hratt inn og er mælt með því að bóka borð sem fyrst.Greinin er unnin í samvinnu með Mathúsi Garðabæjar, sem er á Garðatorgi 4B. Borðapantanir í síma 571 3775 og á mathus@mathus.is.
Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira