Opið bréf til forystumanna stjórnmálaflokkanna Vésteinn Valgarðsson skrifar 27. október 2017 11:15 Kæru forystumenn, þessa kosningabaráttu bar brátt að. Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. Okkur tókst samt að bjóða fram í fjórum kjördæmum og höfum undanfarið mætt ykkur, talsmönnum hinna flokkanna, úti á vellinum. Við vitum að þið virðið það við okkur, að við erum alltaf málefnaleg í okkar málflutningi. Við höfum mæst víða, en að minnsta kosti jafnvíða höfum við ekki mæst. Eins og þið hafið örugglega orðið vör við, hefur okkur vantað á margan fundinn og stundum í fjölmiðla, þar sem annars vantar ekki aðra en okkur, og Dögun. Þetta er ekki vegna þess að okkur skorti vilja eða getu til að taka þátt. Við höfum alls boðað forföll á 2-3 fundi sem okkur hefur verið boðið á, en á hina fundina höfum við ekki mætt vegna þess að okkur hefur ekki verið boðið. Viðkvæði fjölmiðla og félagasamtaka hefur oftast verið að þau bjóði flokkum sem eru með framboð í öllum kjördæmum. Að draga línuna þar, og skilja þar með einn eða tvo flokk útundan, er lélegt. Og það er óþarfi, nema fólk óttist okkar málflutning. Af fjölmiðlum sker RÚV sig úr vegna lagaskyldu um umfjöllun um kosningar, þar sem gæta ber jafnræðisreglu, meðalhófs og fleiri góðra siða. Jafnvel þar hefur Alþýðufylkingunni þó verið mismunað. Til dæmis hafa okkar talsmenn verið klipptir grimmt niður í málefnaþáttum, jafnvel í miðri setningu. Nú í kvöld, föstudagskvöld, verður seinni leiðtogaumræða í sjónvarpi. Þar stendur til að skilja Þorvald Þorvaldsson, formann Alþýðufylkingarinnar, útundan. Við höfum mótmælt en RÚV situr fast við sinn keip. Við höfum krafist skýringa, en svörin eru að þetta hafi bara verið ákveðið. Einu rökin, ef rök skyldi kalla, eru að ÖSE hafi gert athugasemdir við að of mörg framboð saman í þætti geri umræðuna of grunna. Það er útúrsnúningur að telja það mæla með að hafa níu flokka saman í þætti en skilja tvo bara útundan! Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að margir munu móta sér þá skoðun í kvöld, sem ræður hegðun þeirra í kjörklefanum á morgun. Seinni leiðtogaumræðurnar á RÚV eru því mikilvægasti hlutinn af kosningaumfjölluninni og þeim mun alvarlegra að gera Alþýðufylkinguna ósýnilega. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum koma fram á jafnréttisgrundvelli og viljum ekki sæta ómálefnalegum hömlum á boðskap okkar. Það er augljóst að vegna lýðræðisins í landinu verða kjósendur að fá að kynna sér málstað þeirra sem bjóða fram. Við trúum á okkar málstað. Við trúum að okkur gangi best þegar leikreglurnar eru sanngjarnar og tækifærin jöfn. Þið hljótið líka að líta þannig á ykkar málstað. Þess vegna biðjum við ykkur: Gerið athugasemdir við að Alþýðufylkingunni sé ekki boðið að vera með. Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar.Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Kæru forystumenn, þessa kosningabaráttu bar brátt að. Það vita líklega allir að fyrir flokk eins og Alþýðufylkinguna er framboð meiriháttar átak, því meira sem fyrirvarinn er styttri. Okkur tókst samt að bjóða fram í fjórum kjördæmum og höfum undanfarið mætt ykkur, talsmönnum hinna flokkanna, úti á vellinum. Við vitum að þið virðið það við okkur, að við erum alltaf málefnaleg í okkar málflutningi. Við höfum mæst víða, en að minnsta kosti jafnvíða höfum við ekki mæst. Eins og þið hafið örugglega orðið vör við, hefur okkur vantað á margan fundinn og stundum í fjölmiðla, þar sem annars vantar ekki aðra en okkur, og Dögun. Þetta er ekki vegna þess að okkur skorti vilja eða getu til að taka þátt. Við höfum alls boðað forföll á 2-3 fundi sem okkur hefur verið boðið á, en á hina fundina höfum við ekki mætt vegna þess að okkur hefur ekki verið boðið. Viðkvæði fjölmiðla og félagasamtaka hefur oftast verið að þau bjóði flokkum sem eru með framboð í öllum kjördæmum. Að draga línuna þar, og skilja þar með einn eða tvo flokk útundan, er lélegt. Og það er óþarfi, nema fólk óttist okkar málflutning. Af fjölmiðlum sker RÚV sig úr vegna lagaskyldu um umfjöllun um kosningar, þar sem gæta ber jafnræðisreglu, meðalhófs og fleiri góðra siða. Jafnvel þar hefur Alþýðufylkingunni þó verið mismunað. Til dæmis hafa okkar talsmenn verið klipptir grimmt niður í málefnaþáttum, jafnvel í miðri setningu. Nú í kvöld, föstudagskvöld, verður seinni leiðtogaumræða í sjónvarpi. Þar stendur til að skilja Þorvald Þorvaldsson, formann Alþýðufylkingarinnar, útundan. Við höfum mótmælt en RÚV situr fast við sinn keip. Við höfum krafist skýringa, en svörin eru að þetta hafi bara verið ákveðið. Einu rökin, ef rök skyldi kalla, eru að ÖSE hafi gert athugasemdir við að of mörg framboð saman í þætti geri umræðuna of grunna. Það er útúrsnúningur að telja það mæla með að hafa níu flokka saman í þætti en skilja tvo bara útundan! Þetta er sérlega alvarlegt í ljósi þess að margir munu móta sér þá skoðun í kvöld, sem ræður hegðun þeirra í kjörklefanum á morgun. Seinni leiðtogaumræðurnar á RÚV eru því mikilvægasti hlutinn af kosningaumfjölluninni og þeim mun alvarlegra að gera Alþýðufylkinguna ósýnilega. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum koma fram á jafnréttisgrundvelli og viljum ekki sæta ómálefnalegum hömlum á boðskap okkar. Það er augljóst að vegna lýðræðisins í landinu verða kjósendur að fá að kynna sér málstað þeirra sem bjóða fram. Við trúum á okkar málstað. Við trúum að okkur gangi best þegar leikreglurnar eru sanngjarnar og tækifærin jöfn. Þið hljótið líka að líta þannig á ykkar málstað. Þess vegna biðjum við ykkur: Gerið athugasemdir við að Alþýðufylkingunni sé ekki boðið að vera með. Sendið RÚV tölvupóst. Tjáið ykkur á Facebook. Nefnið það í þættinum í kvöld að þið hefðuð viljað að við værum líka með. Eða, ef þið þorið því, neitið að taka þátt í útskúfun okkar.Höfundur er varaformaður Alþýðufylkingarinnar.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar